Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1968, Blaðsíða 7
MINNING FRIÐRIK ÞORSTFINSSON framkvæmdastjóri, Keflavík Fæddur 1. sept. 1900. Dáiirn 31. ág. 1968. Friðrik Þorsteinsson framkv.stj. Keflavík, varð bráðkvaddur að heimili sínu nóttina fyrir 31. ágúst s 1. Daginn eftir, 1. sept, hefði hann orðið 68 ára. Foreldrar Friðriks voru hjónin Þorsteinn Þorvarðarson og Björg Arinbjarnardóttir. Bjuggu þau all 6n sinn búskap í Keflavik. Þau signuðust 4 syni, Ragnar, dó í frunnbernsku, Friðrik, Ara, skrif- ®tofumaðuir hjá Olíusamlagi Kefla Víkur, lézt 25. apríl s.l., og Ólaf, framkv.stj. Olíufélags Keflavíkur ólu þau hjónin upp Ögmund- °g innan fram á síðustu stund, eins og alheilbrigður væri. Benedikt var höfðingi í lund, gestrisinn og greiðasamur og hafði Vndi af að veita gestum sínum og r®ða við þá. Hann var ákveðinn í skoðunum og hélt fast fram mál- stað sínum, fróður um margt og minniö var frábært. Engum, sein ^omu á heimili þeirra hjóna, mun hafa leiðst þar, hvort sem dvölin Var stutt eða löng. Þau hjónin, Sveinbjörg og Bene dikt, eignuðust eina dóttur barna, Kagnheiði, sem nú um allmörg ár kefir búið með manni sinum, Lár- usi Konráðssyni, á hálfum Brúsa- stöðum á móti Benedikt óg hafa gömlu hjónin notið aðstoðar þeirra i ríkum mæli nú síðustu árin. Nú, þegar Benedikt Blöndal er horfimn til feðra sinna, er ljúft a<5 minnast samfylgdarinnar við hann sem sterkan persónuleika, ®em aldrei bognaði undir erfiðum mvikjörum, en gekk teinréttur og oeinn í baki á móti dauðanum, þeg ar katlið kom. Ekkju Benedikts og Yandamönnum öllum votta ég sam up mína og fjölskyldu minnar og mð þeim allrar blessunar í fram- tíðinni.* 1 Bjarni Jónasson. ^SLENDINGAÞÆTTiR ínu Ögmundsdóttur, nú búsett í Reykjavík. 10 ára gamall hóf Friðrik orgel nám, fyrst hjá Helga Hallgríms- syni og síðar hjá Sigfús Einarssyni. Er mér sagt, að þeir hafi séð mik- ið efni í Friðrik sem hljómlistar- manni og viljað að hann héldi á- fram á þeirri braut. Af því varð þó ekki. Eftir fermingu hóf hann verzl- unarstörf, fyrst sem sendill , verzl uninni Nýhöfn í Reykjavík, en hætti þar eftir nokkra mánuði, þegar hann gat fengið betra starf og betur launað við innanbúðar- störf í Keflavík. Á þessum árum byrjar hann að æfa Karlakór í Keflavik. Var það fyrsti karlakór í Keflavík og starf aði um nokkurra missera skeið. Það var erfitt að halda uppi kór- starfi með sjómenn sem aðalfé- laga, þvi sjómenn eiga ekki frí á- kveðna daga, heldur fer pað eftir veðri. Þó tókst þetta vel og er mér sagt, að þegar kórinn hélt söng- skemmtun annan í páskum 1917, hafi eiginlega allir Keflvíkingar, sem vettlingi gátu valdið, verið við staddir. Kórinn söng upp á þaki Áframshússins í góðu veðri, við mikla hrifningu áheyrenda. Árið 1918 tók Friðrik að sér organista starfið við Keflavíkurkirkju og gegndi því næstu 46 árin. Vetur- inn 1922 til 1923 dvelur Friðrik í Kaupmannahöfn við nám í verzl- unarskóla. Eftir heimkomuna byrjar hann við bókhaldstörf, var meðal ann- ars bókari hjá Olgeir Friðgeirs- syni, sem þá átti Keflavíkureign- ina og rak jafnframt verzlun. Nokkru síðar kaupir Friðrik verzl- unina af Olgeir, og rekur hana um nokkurra ára skeið Einnig tók Friðrik þátt í útgerð á sama tíma- bili, ásamt mágum sínum. Þessum rekstri hætti Friðrik, þegar hin svokallaða kreppa kom. Árið 1930 tekur Friðrik að sér framkvæmdastj órn Bræðslufélags Keflavíkur, og gegndi því þar til pað hætti störfum. Síðustu árin hefur Friðrik verið aðaibókari Fiskiðjunnar s.f. Kefla- ví'k. Með því starfi hafði hann lengst af framkvæmdastjórn Bræðslufélagsins, störf fyrir Jó- hann Guðnason og síðar ekkju hans, endurskoðun og bókun fyr- ir ýmsa og þar að auki organista- starfið. Það má segja, að Friðrik hafi verið sívinnandi. Það er ætíð svo um hæfileika- menn, að þeir eru kallaðir til starfa fyrir hið opinbera og komst Friðrik ekki hjá því, þannig var hann í hreppsnefnd í nokkur ár, yfirskattanefnd, í stjórn Rafveitu Keflavikur og lengst af formaður, byggingarnend, endurskoðandi bæjarreikninga og Sparisjóðs Keflavíkur, svo eitthvað sé nefnt. í ágústmánuði 1925 giftist Frið- rik eftirlifandi konu sinni, Sigur veigu Sigurðardóttur — sem ein- ig er innfæddur Keflvíkingur. — Hún bjó manni sínum ánægjulegt og heillaríkt heimili, sem Friðrik kunni vel að meta Þau eignuðust 7 börn, stúlku, sem dó í frum- bernsku, en hin eru á lífi, Ragn- ar, framkv.stj sérleyfisbíla Kefla- víkur, Þorsteinn, sjómaður, Björg Erna, hjúkrunarkona, Friðrik og Sigurður, sem báðir eru starfs- menn Loftleiða og Birgir, skrif- stofumaður. Þá ólu þau upp son- ardóttur sína, Sigurveigu Þorsteins dóttur, sem enn dvelst í heima- húsum. Eins og framar er sagt, hafði Friðrik mikið að gera — hann lagði sig allan fram í hverju starfi, sem hann tók að sér. Störfin féllu honum þó misvel, því þau veittu honum mismunandi fullnægju. Bezt féll honum organistastarfið, það gaf honum mesta lífsfyllingu, þar fékk hans listræna sál nokkra útrás og þar gat hin hlédrægi maður tjáð sig í hljómum og list. Ég held, að Friðrik hefði fallið bezt að mega helga sig tónlistinni - 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.