Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.10.2005, Qupperneq 2
2 31. október 2005 MÁNUDAGUR FÉLAGSMÁL „Þegar boðið er upp í dans sitjum við ekki á bekknum. Þarna er sannarlega ljósglæta,“ segir Sigursteinn Másson, for- maður Geðhjálpar, um orð félagsmálaráðherra á stofnfundi aðstandendahóps Geðhjálpar í húsnæði samtakanna við Tún- götu í Reykjavík í gær. Ráðherra boðaði samráð um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. „Ég hlýt að vera bjartsýnni en ég hef áður haft ástæðu til að vera,“ segir Sigursteinn, en ráð- herra vísaði á fundinum til þess að ríkisstjórnin hefði ákveðið að verja á næstu fimm árum 1,5 milljörðum króna til uppbygg- ingar búsetu og endurhæfingar geðsjúkra. Þá fagnar Sigursteinn sér- staklega formlegri stofnun hóps aðstandenda geðsjúkra, en húsfyllir var á fundinum í gær. „Aðstandendur hafa leikið mjög mikilvægt hlutverk í geðhjálp- inni undanfarin ár. Velferð geð- sjúkra hefur einna helst verið og verður áfram, á könnu fjöskyld- unnar, nánustu aðstandenda. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé komið í ákveðið form og er sannfærður um að hópurinn á eftir að skipta mjög miklu máli í hagsmunabaráttu geðsjúkra og aðstandenda þeirra.“ Sigursteinn segir húsnæðis- mál geðsjúkra eitt af mikilvæg- ustu verkefnunum sem taka þurfi á. „Þar hafa aðstandendur margir verið í mjög miklum erfiðleikum, bundnir yfir veikum ættingjum sínum á heimilum. Mjög brýnt er að úr því verði leyst og fundið húsnæði við hæfi hvers og eins, hvort sem það er sambýli eða annað búsetuform.“ Í framhald- inu segir hann svo að bæta þurfi þjónustu við einstaklingana, bæði hvað varði læknisfræði og félags- lega þjónustu. Þá segir hann að styrkja verði aðstandendur til að þeir geti veitt geðsjúkum þá umönnun sem þeir þurfa á að halda. „Það hefur vantað algjör- lega. En ef þetta þrennt verður í lagi í framhaldi af búsetuúrræð- um erum við komin í þá stöðu að við getum með einhverjum sanni sagt að málefni geðsjúkra séu að komast í viðunandi horf, en fyrr ekki.“ Sigursteinn sagðist trúa því að félagsmálaráðherra deildi sýn Geð- hjálpar og sagði ekki annað hafa verið á honum að heyra en að fram- undan væri mikil vinna við stefnu- mótum í málaflokknum. Hann sagði nauðsynlegt að líta heildrænt á hagsmuni geðsjúkra og aðstandenda þeirra. „Við þurfum að komast út úr þessu fari sem verið hefur síðustu hundrað árin þar sem horft hefur verið einangrað á málefni einstakl- inganna og fara að horfa á félagslegt umhverfi þeirra og aðstæður vítt og breitt. Greinilegt er að félagsmála- ráðherra vill horfa á þetta þessum augum, með samvinnu heilbrigð- is- og félagslegra þátta. Eftir þessu höfum við kallað undanfarin ár og nú heyrist mér að ráðherra vilji vinna í þeim anda. Við bíðum auð- vitað spennt eftir því að við okkur í Geðhjálp verði haft náið samstarf um framhaldið.“ - óká ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 93 3 1 0/ 20 05 Þetta er þitt tækifæri til að eignast betri bíl. www.toyota.is Komdu í Toyota Nýbýlavegi, kíktu á úrvalið og verðið, gakktu frá málunum á staðnum og aktu heim á betri notuðum bíl. Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími 570-5070 BETRI NOTAÐIR BÍLAR DANMÖRK Sex ungir menn sitja í varðhaldi í Danmörku grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðju- verkaáras. Samkvæmt dagblaðinu Politiken í gær grunar lögregluna að drengirnir hafi verið fengnir til verksins af manni sem hafi haft yfirumsjón með skipulagningunni. Ekki er víst að sá sé búsettur í Danmörku en mennirnir sem hand- teknir voru á fimmtudag höfðu allir farið til útlanda nýlega. Það var handtaka Tyrkja, búsetts í Danmörku, í Sarajevó fyrr í mánuðinum sem leiddi til handtöku mannanna á fimmtudag og laugardag. Lögreglan í Sarajevó hefur í tengslum við handtökuna þar fundið myndbönd sem hvetja til sjálfsmorðsárása, vopn, sprengi- efni og belti fyrir sjálfmorðsár- ásarmenn. Í Danmörku fundust peningar að upphæð rúmar tvær milljónir íslenskra króna í gjald- miðlum nokkurra landa. Samkvæmt frétt Politiken eru mennirnir allir strangtrúaðir mús- limar og taldir tengjast öfgatrúar- hópum. Lögreglan hefur í kjölfar handtakanna heimsótt moskur í Kaupmannahöfn og nágrenni. - ks Sex í varðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás: Danir leita höfuðpaursins BLAÐAMANNAFUNDUR Í KAUPMANNA- HÖFN Steen Skovgaard Larsen rann- sóknarlögreglumaður svarar spurningum blaðamanna. Mikil ölvun Tólf ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Lög- reglan þurfti að hafa töluverð afskipti af drukknu fólki í miðbænum og í heimahúsum. Lenti á ljósastaur Talsverð hálka var á Akranesi eins og víðar um land um helgina. Að sögn lögreglu varð einn ökumaður fyrir óhappi þegar bíll hans rann í hálku og hafnaði á ljósastaur. Bíllinn skemmdist lítið. Rann aftan á lögreglubíl Lögreglan í Borgarnesi reyndi á laugardaginn að stöðva ökumann á Vesturlandsvegi sem grunaður var um ölvun við akstur. Til að stöðva ökumanninn ók lögregla fram fyrir bílinn en tókst ekki betur til en svo að ökumaður bílsins náði ekki að stöðva í tæka tíð og rann aftan á lögreglubílinn, Ekkert tjón varð á bílunum og ökumað- urinn reyndist allsgáður. LÖGREGLA BAGDAD, AP Forseti Íraks, Jalal Talibani, hefur hvatt forsætisráð- herra landsins til að sjá til þess að hálfbróðir Saddams Hussein, Bar- azan Ibrahim, fái viðeigandi læknismeðferð meðan á rétt- arhöldum yfir honum stendur. En hálfbróðir- inn sem þjáist af krabbameini í mænu er fyrir rétti vegna fjöldamorðanna í Dujail árið 1982. Í tilkynningu frá forsetaemb- ættinu sagði að „forsetinn tryði því að hið nýja Írak væri land mannúðlegrar fyrirgefningar og samúðar með hinum veiku og þjáðu.“ Þá var því bætt við að for- setinn teldi ekki að láta ætti Ibra- him lausan heldur aðeins að hann ætti rétt á læknishjálp. Réttarhöld í Írak: Hálfbróðirnn fái meðferð JALAL TALIBANI, FORSETI ÍRAKS, Vill að hálfbróðir Saddams Hussein fái læknishjálp. SIGURSTEINN MÁSSON Sigursteinn, sem er formaður Geðhjálpar, fagnar samstarfsvilja félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HLAKKAR TIL SAMSTARFSINS ■ Félagsmálaráðherra segist hafa áttað sig á bágri stöðu geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði nýja stefnu í málefnum geðsjúkra verða kynnta á næstu vikum og mánuð- um. „Á vegum félagsmálaráðuneytisins er að störfum starfshópur og mun hann leita samstarfs víða, þar á meðal hjá Geðhjálp,“ sagði ráðherra og bætti við að hann bæði hlakkaði til samstarfsins og sæktist eftir því. Í nýrri stefnu kvað hann sérstaklega verða tekið á málum tengd- um búsetu geðsjúkra, með áherslu á að sem flestir kæmust í einkarými. „Viðræð- ur sem ég hef átt við fólk síðustu misseri hafa sannfært mig um að átaks sé þörf í málum þeirra sem stríða við langvarandi geðfötlun,“ sagði hann og kvaðst æ betur hafa gert sér grein fyrir bágri stöðu geðsjúkra og aðstandenda þeirra. „Álag- ið bitnar ekki síður á aðstandendum en þeim sem veikir eru.“ Ljósglæta í málum geðsjúkra Formaður Geðhjálpar fagnar samstarfsvilja félagsmálaráðherra í málefnum geðsjúkra. Hann vonar að sá tími sé liðinn að ráðuneyti fari í aðgerðir án samráðs við fólk. Ráðherra boðar átak í húsnæðismálum geðsjúkra og segir brýnt að hver og einn fái húsnæði við hæfi. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Á FUNDINUM „FRAM Í DAGSLJÓSIГ HJÁ GEÐHJÁLP Árni Magnús- son félagsmálaráðherra fagnaði í ræðu sinni í gær formlegri stofnun aðstandendahóps geðsjúkra og kvað hann verða mikilsverða viðbót við það góða starf sem unnið væri hjá Geðhjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� WASHINGTON AP. Bandaríkin og Japan komust að samkomulagi nú um helgina að draga úr skipastóli Bandaríkjahers á japönsku eynni Okinawa. Eyjan gegnir mikilvægu hernaðarhlutverki fyrir Kyrra- hafssvæðið. Samkomulagið felur í sér aukna samvinnu á milli land- anna tveggja í hernaðarmálum en að sama skapi fækkun á herliði í landinu, Um helmingur aflans, um sjö þúsund sjóliðar, verða færð- ir til Kyrrahafseyjunnar Gúam og kemur breytingin til með að taka um sex ár. Einnig var Futen- ma Marine Air Corps stöðinni á suðurhluta Okinawa-eyjar lokað og starfsemi hennar flutt til Camp Schwab á norðurhluta hennar. Haft var eftir Donald Rums- feld að samþykkt hefði verið að styrkja samvinnu á milli landanna og draga úr áhrifum hersins á samfélag heimamanna en árekstr- ar hafa orðið á milli þeirra og liðs- manna Bandaríkjahers. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur segir Bandaríkjamenn hafa verið að taka herstöðvakerfi sitt til endurskoðunar fyrir um tveimur árum. „Bandaríkjamenn eru að gera herstöðvabreyting- ar á heimsvísu,“ segir Valur. „Á tímabili var Ísland sett með í þetta ferli um niðurskurð en land- ið var tekið út úr því aftur og nú er litið á málefni Íslendinga sem sérmál.“ Valur segir ekki hægt að leggja mál Íslendinga og Japana að jöfnu. - jóa Bandaríkjamenn ná samkomulagi við Japana um niðurskurð: Draga herlið frá Okinawa FUTENMA HERSTÖÐIN Bandaríkjamenn draga saman herafla sinn í Japan. MYND/AFP SPURNING DAGSINS Hannes, ætlar þú að lesa Jónsbók? Já. Ég treysti því að Einar segi alla sög- una. Hann er heiðarlegur rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.