Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 8
8 31. október 2005 MÁNUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Primera Ver›tilbo› 2.090.000.- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, cruise control og bakkmyndavél í lit. PRIMERA NISSAN EKKERT VENJULEGUR SKIPT_um stíl BORGARMÁL. Ólafur F. Magnús- son, borgarfulltrúi F-listans, mun leggja fram tillögu um fyrir- hugaða sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun á borgarstjórnar- fundi á morgun. Megináhersla Ólafs er að ábyrgð vegna lántöku Landsvirkjunar verði aflétt af Reykvíkingum og andstöðu verði lýst við einkavæðingu raforku- fyrirtækja. Ólafur er andsnúinn því að Reykvíkingar séu í ábyrgð fyrir því sem hann kallar pólitískt ævintýri fyrir austan sem ekki sé byggt á efnahagslegum forsendum heldur pólitískum hagsmunum. „Síðastliðinn febrúar var sam- þykkt að tvöfalda ábyrgð borgar- innar á lántöku Landsvirkjunar úr 43 milljörðum í 86 milljarða. Með þessu er verið að veikja stöðu borgarinnar gagnvart ríkinu.“ Ólafur segir hagsmunamál fyrir borgarbúa að losna undan ábyrgðunum og koma í veg fyrir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að einkavæða fyrirtæki með þeim skilmálum að almenningur sé enn í ábyrgð fyrir skuldunum en einkavinir ríkisstjórnarflokk- anna hirði svokallaðan arð. „Sem 45 prósenta eignaaðili í Lands- virkjun eiga Reykvíkingar 24 milljarða miðað við eigið fé og eru í ábyrgð fyrir 86 milljörðum. Og ég spyr, hver myndi vilja eiga húseign fyrir 24 milljónir en vera í ábyrgð fyrir 86 milljónum?“ - jóa Ólafur F. Magnússon vill aflétta ábyrgð vegna skulda Landsvirkjunar: Reykvíkingar ekki ábyrgir ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARFULLTRÚI F-LISTANS Vill aflétta ábyrgðum Reykvík- inga vegna lántöku Landsvirkjunar. SJÁVARÚTVEGUR Nýtt skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyj- um um helgina. Bergur kemur frá Pól- landi en var keyptur í Nor- egi. Bergur er ísfisktogari, smíðaður í Danmörku árið 1998. Togarinn er 10,50 metra breiður og 36 metrar á lengd. Skipið er samnefnt útgerð- inni sem er fjölskyldufyr- irtæki, eftir því sem fram kemur í Eyjafréttum. Þar segir einnig að Bergur sé hrein viðbót við flota Vest- mannaeyjabúa. ■ Eyjaflotinn stækkar: Nýr togari frá Póllandi VEISTU SVARIÐ 1 Í hvaða borg í Indlandi sprungu fjórar sprengjur á laugardaginn? 2 Hvaða pláneta var óvenju nálægt jörðinni í gær? 3 Hvaða íslenski knattspyrnumaður varð Noregsmeistari í fótbolta um helgina? RÓM,AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, kom Nicolo Pollari, yfirmanni ítölsku leyni- þjónustunnar, til varnar í gær, en hann er sakaður um að hafa látið Bandaríkjamenn hafa fölsuð skjöl fyrir nokkrum árum. Í þeim stóð að Saddam Hussein hefði verið að reyna að komast yfir úraníum frá Afríku í því skyni að búa til gjör- eyðingarvopn. Skýrslan átti sinn þátt í því að réttlæta innrásina í Írak. Pollari hefur verið hvattur til að segja af sér vegna málsins en Berlusconi er á öðru máli og segir hann afar traustan starfsmann sem hafi ekkert gert rangt af sér. Ríkisstjórn Berlusconis vísaði í síðustu viku á bug fréttum um að hún hafi átt þátt því að láta Bandaríkjamenn og Breta hafa fölsuð skjöl þar sem sagt var frá áformum Íraka um að kaupa 500 tonn af úraníum frá Afríku. Berlusconi var einnig í fréttum um helgina þegar hann sagðist hafa reynt hvað eftir annað að fá Bush, Bandaríkjaforseta, til að hætta við innrásina í Írak. Hafði Berlusconi enga trú á að beiting herafls væri besta leiðin til að koma á lýðræði í landinu. Þetta kom fram í viðtali sem sjónvarps- stöðin La7 átti við Berlusconi. „Ég var aldrei sannfærður um að stríð væri besta leiðin til að koma á lýðræði í landinu og til að binda enda á ofstækisfullt stjórnarfar,“ sagði Berlusconi. „Ég reyndi mörgum sinnum að sannfæra forseta Bandaríkjanna um að fara ekki í stríð.“ Berlusconi, sem hefur hingað til verið talinn einn helsti stuðn- ingsmaður Bush í Íraksstríðinu, er að búa sig undir endurkjör á næsta ári. Vinsældir hans hafa dvínað töluvert vegna andstöðu Ítala við stríðið og telja sumir að hann sé að breyta um stefnu í málinu vegna þessa. Ítalir tóku ekki þátt í innrás- inni í Írak árið 2003 en sendu aftur á móti 3000 manna herlið þangað eftir fall Saddams Huss- ein, fyrrum forseta landsins, til að aðstoða við að koma þar á stöðug- leika. Bush og Berlusconi hittast í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum í dag til að ræða það sem efst er á baugi í samskiptum landanna. freyr@frettabladid.is Berlusconi ver sinn mann Forsætisráðherra Ítalíu hefur komið yfirmanni ítölsku leyniþjónustunnar til varnar. Hann er sakað- ur um að hafa látið Bandaríkjamenn fá fölsuð skjöl. BUSH OG BERLUSCONI Leiðtogarnir tveir virðast ekki hafa verið sammála um Íraksstríðið. Þeir hittast í dag til að ræða málin. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.