Fréttablaðið - 31.10.2005, Page 20

Fréttablaðið - 31.10.2005, Page 20
[ ] Örn Árnason lagfærði pallinn sinn í sumar. Pallurinn gegnir ýmsum hlutverkum og er Erni meðal annars nauðsynlegur í morgunsárið. Síðasta verk Arnar Árnasonar í húsi sínu var að pússa pallinn og voru þær framkvæmdir gerðar í sumar. Pallurinn var tæplega tuttugu ára gamall og orðinn dökk- ur eins og Örn bendir réttilega á að gerist við timbur með tímanum. Handlagni leikarinn tímdi ómögu- lega að skipta um allt gólfið svo hann greip til annarra ráða. „Ég skeindi bara rétt ofan af pallinum og olíubar hann. Þetta var ódýr og flott aðgerð og í hana fór einungis einn vinnudagur ásamt pússuvél og smá olíu. Pallurinn varð eins og NÝR,“ segir Örn með áherslu. Pallurinn hefur orðið að framleng- ingu á stofunni og nýtist hjónunum mikið og oft. „Þegar góð og hressi- leg rigning er skellir maður sér út á veröndina með kaffibolla. Nei nei, ég segi svona. En þegar veðr- ið er gott fer maður sannarlega út.“ Örn þarf ekki á ofni að halda á pallinum þar sem hann lumar á sérstökum hitara. „Það stafar svo miklum hita af okkur hjónunum að það dugir meira en nóg.“ Veröndin skipar sess í morgun- venjum Arnar en þar dregur hann iðulega fyrsta andardrátt dagsins og skiptir þá engu máli hvernig viðrar. „Maður fer bara út og dreg- ur andann djúpt.“ Það kemur upp úr kafinu að Örn hefur ekki verið alveg laus við smíðarnar síðan sumrinu lauk. Og fleiri pallar koma við sögu en sá sem heima er. Hann er nefnilega á leiðinni austur í sumarbústaðinn meðan á viðtalinu stendur og ætlar að fríska upp á pallinn sinn þar. „Maður reynir að negla nokkra nagla, þetta gengur hægt en geng- ur samt. Svo getur maður notað þetta undir pallaleikfimi þegar fram í sækir!“ mariathora@frettabladid.is Pússaði pallinn og hann varð eins og nýr Örn Árnason gerði pallinn sinn upp í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON til þess að fara að viða að sér eldiviði ef arinn er í húsinu. Ekki þarf samt endilega að fara út í skóg og höggva niður tré því að hægt er að kaupa fínasta eldivið í ýmsum verslunum. Nú er tíminn Margt má gera sjálfur á heim- ilinu. Hér er gefin hugmynd að verkferli til að leggja parkett en mælt er með að fólk leiti til fagmanna áður en farið er á hnén í framkvæmdir. Fyrst þarf að huga að því að hreinsa öll gólf af múrögnum áður en hafist er handa við lagn- ingu. Ganga verður úr skugga um að gólfið sé hreint, slétt og þurrt. Undirlag er notað undir parkettið til að dempa hljóð við umgang á því. Undirlaginu er rúllað út og skorið í rétta stærð. Ekki brjóta upp á hornin. Þegar parkettið er lagt þarf að skoða hvert borð um leið og það er lagt niður. Fyrsta borðið er lagt með raufina upp við vegg. Setja þarf fleyga (um 8 millimetra á þykkt) milli veggjar og fyrsta borðs. Það er til að mynda bil frá veggnum svo að parkettið hafi möguleika á að hreyfast. Þetta bil hverfur svo þegar gólflistar koma á. Ef veggurinn er boginn, þarf að mæla sveigjuna og laga fyrstu borðaröðina að veggnum. Ávallt þarf að hafa 8 milli- metra bil út til veggja, allan hringinn. Fyrstu þrjár borðar- aðirnar eru límdar saman og sá fleki látinn standa í um klukku- stund meðan límið tekur sig. Munið að setja fleyga á hvorn endann á fyrsta flekanum. Að lögn lokinni er límið látið þorna í um sex klukkustundir áður en millileggin eru fjarlægð út til veggja. Leggðu eigið parket Ekki vefst fyrir handlögnum að leggja parkett. Oft er freistandi að láta frágang eftir erfiðisverk bíða til betri tíma. Eftir notkun á málningarpenslum og rúllum er mikilvægt að hreinsa tólin strax. Málning hefur víst þann eiginleika að þorna og getur því auðveldlega eyðilagt pensla, rúllur og bakka. Ef málað er með vatnsmálningu er best að skola úr blautum penslum með köldu eða volgu vatni eða penslasápu sem er umhverfisvæn og mild við húð. Þess má líka geta að penslasápan gerir kraftaverk fyrir gamla harða pensla sem verða eins og nýir séu þeir látnir liggja í penslasápunni í tvo til þrjá daga. Ef málað er með olíumálningu þarf að hreinsa penslana með terpentínu eða penslasápu. Hafið í huga að ef málningin er skoluð af í baðkeri er nauðsynlegt að skola baðkerið strax á eftir með sjóð- heitu vatni. Gott er að vefja plasti utan um penslana eða búa um þá í pappír og ganga vel frá þeim svo þeir séu tilbúnir til notkunar næst þegar þarf að mála. { Húsráð Hreinsun á penslum og rúllum MIKILVÆGT AÐ HREINSA TÓLIN STRAX.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.