Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 21
MÁNUDAGUR 31. október 2005 3 Englavakt RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR FJALLAR UM ELDHÆTTU OG BRUNAVARNIR BORÐ FYR IR TVO K R I N G L A N NÝ SENDING AF VÖRUM Nú þegar er fólk farið að kveikja á kertum til að lýsa upp skamm- degið. Brátt koma svo blessuð jólin með tilheyrandi kerta- skreytingum og aðventuljósum. En það er að mörgu að hyggja þegar maður notar lifandi ljós. Til að hindra bruna ættu vissir hlutir að vera á bannlista: Kerta- stjakar úr tré og plasti, mansjétt- ur úr plasti, þurrkuðum blóm- um og silkiblómum, skraufþurr hreindýramosi og léleg kerti úr parafíni. Sumar ljósluktir eru líka vara- samar. Margir halda að teljósin í álbikurunum séu algjörlega örugg og séu ennþá öruggari í hálflokuðum luktum úr keramiki. En það getur verið alveg þver- öfugt. Margar luktir loka logann of mikið inni svo að það verður svo heitt inni í luktinni að kvikn- að getur í öllu vaxinu í teljósinu. Hitinn getur leyst úr læðingi loft- tegundir sem geta valdið því að kviknað getur í luktinni sjálfri. Auk þess eru sumar luktir málað- ar með eldfimri málningu. Veljið helst luktir úr steini eða málmi. Gler er í lagi svo fremi sem gler- luktin þrengist ekki að ofan því annars getur hún sprungið. Ef þið gerið kertaskreytingu eða aðventukrans með hreindýra- mosa kaupið þá mosa sem unninn er með eldvarnarefni. Svoleiðis er til á hinum Norðurlöndunum og ætti að vera til hér. Ef ekki, spyrjið þá endilega eftir því til að auka eftirspurnina. Kæfið eld- inn ef skaðinn er skeður. Reynið ekki að hella vatni á fljótandi log- andi vax. Þá skvettist vaxið út og suður og getur dreift eldinum. Fyrir venjuleg kerti er til nokkuð sem nefnist kertaslökkvari. Sá kertaslökkvari sem hefur komið best út úr eldvarnarprófunum er kallaður Englavaktin á íslensku. Það er 6,5 cm hár glær sívalning- ur úr eldtraustu polyten-efni sem hægt er að þræða á kertið. Þegar loginn nær rörinu logar hann rólega og kæfist loks alveg. Það er mikilvægt að rörið sé þétt utan um kertið að hluta til eða alveg. Ef kertið er of mjótt virkar þetta ekki. Það skal ítrekað hér í lokin að þessi kertaslökkvari eins og aðrir geta gefið falska öryggis- kennd. Farið aldrei frá logandi kertum, jafnvel ekki í skamma stund. Yfirleitt kosta hleðsluborvélar um þrjú til fimmtánþúsund krónur en fagmenn kaupa oftast dýrari vélar sem kosta á bilinu tólf til 50 þúsund. Hægt er að fá ýmsar tegundir og gerðir af borvélum og er munurinn á þeim fólginn í ýmsu. Borvélarnar hafa mismunandi mótor, patrónu, hús, kraft, fjölda rafhlaðna og end- ingarlengd og svo framvegis. Yfirleitt tekur um fimm til sjö klukkustundir að hlaða ódýrari vélarnar en klukku- stund eða minna í dýrari vélunum. Endingartími rafhlaðna er mældur í Ah (amperhour) og því hærri sem talan er því lengur endast rahlöð- urnar. Gott er að athuga hvort tvær rafhlöður fylgi vélunum. Aukaraf- hlaða getur numið allt að helmingi af verði vélarinnar. Hleðsluborvélar eru til 9,6 til 24 volta en það segir ekki til um kraft þeirra. Kraftur hleðsluborvéla getur verið afar mismunandi og er hann mældur í Nm. Framleiðendur vél- anna nota tvær til þrjár mæliaðferðir á Nm. Gullna reglan er þó að dýrari vélar eru öflugri en þær ódýrari. Hleðsluborvélar með stiglausum hraða gera notanda kleift að stýra snúningshraða þeirra. Sumar vélar eru ekki með stiglausum hraða sem þýðir að þær fara á fullan snúning um leið og þrýst er á rofann. { fróðleikur Hleðsluborvélar ÞEGAR BORVÉL ER KEYPT ER GOTT AÐ VANDA VALIÐ SVO VÉLIN ENDIST VEL OG SÉ ÞÆGILEG Í NOTKUN. Hvítt og blátt í stíl við himininn og skýin. Hér er hlaðinn veggur í kringum garðinn með fallegu bláu hliði. Hægt er að hafa húsnúmerið á hliðinu. Veita ákveðið öryggi á sama tíma og þau prýða garðinn. Það getur verið sniðugt að loka garðinum með fallegu hliði. Hlið geta komið sér vel ef ung börn eru að leik í garðinum og þau geta líka skapað gamaldags og róm- antíska stemningu. Það er hægt að kaupa tilbúin hlið en það getur líka verið gaman að hanna þau og smíða sjálfur. Heimatilbúið hlið gefur garðinum persónulegt og skemmtilegt yfirbragð. Skemmtilega hannað hlið. Lítið og fallegt húsið nýtur sín enn betur fyrir innan hlið. Garðshlið geta komið sér vel Gamaldags hlið. Hér er trjágróður látinn mynda umgjörð um hliðið. Yfirbyggt hlið. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.