Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 30. desember 1979 kratarnir voru allir eins, þó að einhver hafi sagt, að enginn þeirra væri i sama flokki og það var helst Vilmundur sem hægt var að herma eftir. Varðandi þessa nýju þá hygg ég gott til glóðarinnar með Halldór Blön- dal, sem hefur sérstaklega skemmtilega rödd og Karvel ætti aö geta gengið lika, ef ég fengi sterkari hátalara. Lúðvík verður að senda mér ný gleraugu Er þér eftirsjá I einhverjum þeirra sem nú hverfa af þingi? — Já ég neita þvi ekki að mér finnst bölvað að missa Luðvik af þingi og einnig er viss eftirsjá i Halldóri E. Sigurðssyni. Það er anars skrýtið aö daginn sem Lúðvik tilkynnti að hann hyggö- ist ekki gefa kost á sér i framboð þá týndi ég gleraugunum, sem ég hef notað þegar ég hermi eftir honum og þau hafa ekki fundist enn, þrátt fyrir itrekaða leit. Ætli Lúövík verði bara ekki að senda mér ný gleraugu. Hvernig er það. Semur þú skemmtiatriðin sem þú flytur sjálfur? — Já,ég sem allt prógramið sjálfur, sem betur fer, þvi að þá verður það meðfærilegra fyrir mig, og oft er það ekki fast- ákveðið fyrir fram, en þetta er blanda af eftirhermum, söng, gamanmálum og öðru fiflarii. Var ekki gott að fá efni nú fyrir kosningarnar? — Það er von þú spyrjir, þvi að það hefur sjaldan verið verra. Atburðarrásin i kosn- ingabaráttunni var svo hröð að maður hreinlega ruglaðist eins og Birgir Isleifur, og þó maður hefði hent einhver ummæli frjambjóðenda á lofti, þá var viðbúið að þau væru orðin úrelt þegar á hólminn var komið. Ég snerist þvi bara i hringi og fór úr og i eins og Karvel, alla kosningabaráttuna. Skammaður fyriraðheita ekki ómar Ragnarsson Hvað getur þú notað sömu dagskrána lengi? — Þetta endurnýjast smám saman hjá manni ég held að ég myndi aldrei þora að skipta al- gjörlega um prógram. Ég get nefnt þér sem dæmi, að stund- um er maður hundskammaður fyrir aö vera ekki með sömu brandarana og siðast og ef manni tekst sérstaklega vel upp með nýtt efni þá kemur fyrir að maður er skammaður fyrir að heita ekki Ömar Ragnarsson. Það er sem sagt vandlifað sem eftirherma. Hvenær er „aöalvertíðin” hjá þér? — Það er aðallega á veturna og fram eftir vori, en minna á sumrin. Það hefur verið gott aö undanförnu og þá einkum vegna kosninganna, en það hefur einnig vissa skemmtilega erfið- leika i för með sér. T.d. varð ég að hafa fjórréttaða dagskrá núna fyrir kosningarnar, allt eftir þvi hvort að ég var að skemmta fyrir framsóknar- menn, krata, alþýðubandalags- menn eða sjálfstæðismenn. Annars hef ég aldrei hugsað um þetta sem eitt fast ákveðið starf, en samt heldur þetta áfram og maður hefur alltaf jafn gaman af þessu. Gefur þetta starf mikið í aðra hönd? — Læt ég það allt vera, en ég gæti hagnast á þessu á annan hátt. Ég gæti t.d. hringt i einhvern bankastjóra og hermt eftir einhverjum málsmetandi manni, jafnvel ráðherra og sagt að Jóhannes Kristjánsson ætti að fá vixillán til langs tima. (Glottir). Skora Garðar á hólm Hvernig taka stjórnmála- mennirnir þvi, þegar verið er að herma eftir þeim? — Þeir hafa allir tekið þessu mjög vel og aðeins einn skamm- að mig hingað til. Reyndar er það skemmtilegast að viðkom- andi séu við þegar hermt er eftir þeim, þvi að þá eykst stemmn- ingin um allan helming. Sætta allir sig við að verið sé að herma eftir hinum eða þessum? — Yfirleitt er það, en stund- um tekur fólk alls ekki eftir þvi að verið sé að herma eftir þessum ákveðna manni, vegna þess að það ætlast einhvern veginn ekki til þess að hermt sé eftir honum. Er mikii samkeppni á milli ykkar hermikrákanna? — Ég verð ekki var við það, en ég heyröi það aftur á móti fyrir nokkru aö Garöar Sigurðs- son þingmaður úr Vestmanna- eyjum hermdi manna best eftir Lúðvík Jósepssyni, og þar sem ég tel mig nokkuð vel að mér i Lúlla, þá er ég aö hugsa um aö skora Garðar á hólm i þvl að herma eftir formanninum, til þess að fá úr þvi skorið hvor okkar væri betri. Best væri ef hólmganga þessi gæti farið fram i alþingishúsinu eða öðrum álika stað, en ég yröi að „Hringsnerist ú Veturseta á alþingi — Ég býst við þvi að það sé mér meðfætt. Ég var alltaf að dunda viö þetta þegar ég var strákur og þó að ekkert væri hermt eftir á minu heimili að öðru leyti, þá var töluvert um þetta i sveitinni. Hvenær komst þú fyrst fram opinberlega sem eftirherma? — Það var á skemmtun hjá Atthagafélagi Ingjaldssands i Reykjavik. Það átti að heita svo að ég væri i skóla þarna i höfuð- borginni en það var nú reyndar bara að nafninu til, þvi að ég sat flestum stundum á Alþingi þennan vetur, nánar tiltekið á þingpöllunum og „stúderaði” þingmennina. Ætli ég hafi ekki bara mætt betur en sumir þing- mennirnir. Þú hefur sem sagt notað tim- ann til þess að æfa þig i að herma eftir iandsfeðrunum? — Það var nú ekki ætlunin, ég neita þvi ekki að ég hafði mikið gagn af þvi sem eftirherma, að sitja þennan vetur á þingi. Aðal ástæðan fyrir þessari þingsetu var annars sú, að ég hafði og hef reyndar enn mjög gaman af ræðumennsku og því var til- valiö að hlusta á ræður þing- mannanna. Hvernig voru undirtektirnar á þessari fyrstu skemmtun þinni? — Þær voru mjög góðar, enda ekki við öðru að búast þegar Sandarar eru annars vegar og satt að segja kom áframhaldið alveg af sjálfu sér. Ólafur og Lúðvík fyrstu fórnarlömbin Áttir þú einhverja uppáhaids þingmenn þennan vetur? — Lúðvík Jósepsson er alltaf I miklu uppáhaldi hjá mér, enda gott að herma eftir honum, en ætli Steingrimur Hermannsson sé ekkí sá sem ég hef mest gaman af að herma eftir um þessar mundir. Hver voru fyrstu „fórnar- lömb” þin sem eftirhermu? — Ef ég undanskil hænsnin, þá býst ég við þvi að það hafi verið Lúðvik og Ólafur Jóhannesson en þeir tveir ásamt Geir Hallgrimssyni og Steingrimi Hermannssyni, tel ég að hafi mest og sterkust karakter-einkenni islenskra stjórnmálamanna. Hvernig list þér á nýju þing- mennina? — Mjög vel I sjálfu sér, en hvað eftirhermurnar snertir er ég ekki viss. Ég varö fyrir mikl- um vonbrigðum I fyrra, þvi að • „...að, að, altsvo” Ef við hefðum ekki notið greinagóðra leiðbeininga hárskerans á Hafnargötunni# þá hefðum við trúlega aldrei ratað heim til Jóhannesar Kristjánssonar eftir- hermuá Mávabrautinni í Keflavík. Samkvæmt fyrir- mælum hárskerans beygðum við fyrst til vinstrb ók- um beint af augum, námum staðar við stöðvunar- skyldumerki og beygðum því næst aftur til vinstri — og viti menn Mávabrautin var fyrsta gata á hægri hönd, rétt eins og heiðursmaðurinn á Hafnargötunni hafði tjáðokkur. Fullir aðdáunar og virðingar á hár- skerastéttinni leituðum við uppi Mávabraut 12 C, með það fyrir augum að ræða lítillega við Jóhannes Kristjánsson sem þrátt fyrir ungan aldur er ein helsta hermikráka þessa lands. Jóhannes, eða Jói Sandari einsog hann hefur verið nefndur, er frá Ingjaldssandi í önundarfirði, „af Karvelssvæðinu" eins og hann orðar það, og því fari vel á þvi að þeir séu báðir í skemmtanabransanum. En hvernig skyldi standa á því að Jóhannes, em nú stundar nám í uppeldisbraut í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum, tók upp á þeim „ósið" að herma eftir fólki: „Veröbólgan er sist meiri nú en áöur” ■ Lúöviks Jósepssonar. ■ Jóhannes bregöur sér 1 gervl Timamynd Tryggvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.