Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 30. desember 1979 Grétar Símonarson rifjar upp sögu MBF og segir frá starfinu í fimmtíu ár Nýlega hélt stærsta mjólkurbú landsins, Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi upp á 50 ára afmæli sitt, en mjólkurbúið tekur á móti rúmlega 42 milljónum lítra á ári frá framleiðendum. I tilefni þessara tímamóta hittum við að máli Grétar Simonarson, mjólkurbússtjóra, sem gegnt hefur starfi mjólkurbússtjóra síðan árið 1954. Grétar er Reykvíkingur að ætt og lauk prófi við Verslunarskóla islands árið 1937, en lagði síðan stund á mjólkurfræði i Danmörku, 1938-1940. Hann gerði hlé á námi vegna styrjaldarinnar, en mjólkurfræðiprófi lauk hann árið 1946 í Danmörku. Síðan vann hann við mjólkuriðnaðarstörf á Selfossi, var eitt ár mjólkurbússtjóri á Akranesi, en sem áður sagði hefur hann veitt Mjólkurbúi Flóamanna forstöðu siðan árið 1953 Við hittum Grétar að máli, vegna þessa afmælis og báðum hann segja okkur nokkuð frá starfi og sögu mjólkurbúsins. Grétar Sfmonarson forstjóri MBF Rætt við Grétar Simonar- son — Þaö er rétt. Viö héldum upp á 50 ára afmæli Mjólkurbús Flóa- manna 5. desember s.l. en sá dag- ur er talinn vera afmælisdagur búsins, en MBF tók fyrst viö mjólk 5. desember árið 1929. Hins vegar var mjólkurbú Flóamanna stofnað 10. desember árið 1928. Mjólkurbú Flóamanna er ekki elsta mjólkurbú landsins, en i hópi þeirra elstu. Um þessar mundir voru aö skapast skilyröi fyrir búrekstur, eöa mjólkuriönaö, en mjólkurbú- in eru arftakar gömlu rjómabú- anna sem flestum er kunnugt. Fróðir menn telja að fyrst hafi veriö farið að ræða um mjólkurbú á þessum slóðum, þegar áriö 1925, en þá kemur orðið „mjólkurbú” fyrst fram i rituðum heimildum. Félagssvæðið er frá Lómagnúp og vestur á Selvogsheiði. Forsagan að stofnun Mjólkur- bús Flóamanna er tengd flóa- áveitunni og framförum i vega- málum, og það mun hafa verið á aðalfundi Flóaáveitunnar árið 1927, að samþykkt var að mæla með að stofna mjólkurbú á þess- um slóðum og voru 5 menn kjörn- ir til þess að vinna að málinu, ásamt stjórnskipaðri nefnd, en danskur verkfræðingur J. Diede- riksen hafði ferðast um svæðið, ásamt Gunnari Arnasyni og gerði verkfræðingurinn áætlun um stofnun fyrir eitt mjólkurbú, er gæti þjónað svæðinu öllu, einsog það var þá hugsað. Voru settar fram hugmyndir um bú sem gæti tekið við 1-6 milljónum litra af mjólk á ári til vinnslu. Aðdragandi að stofnun MBF Nefndin sem kosin var fékk Jónas Kristjánsson, mjólkur- fræðing, sem nýkominn var frá námi i mjólkurfræöi i Danmörku til samstarfs, en Jónas varð ári siöar mjólkurbússtjóri á Akur- eyri, en þar var fyrsta mjólkur- búið stofnað 1 fyrstu voru menn ekki sáttir við að leggja af rjómabúin, er viða höfðu starfað frá þvi um aldamótin. Þau unnu einvörð- ungu smjör úr rjóma, en að þvi var auðvitað mikill fengur fyrir mjólkurframleiðendur, en þó komst nefndin að þeirri niður- stöðu ásamt Jónasi Kristjáns- syni, aö ekki kæmi annað til greina en að stofna mjólkurbú, sem tæki við nýmjólk frá bændum og gæti breytt henni i rjóma, smjör, osta, skyr og aðrar til- tækar vörur. Þyngst var það á metunum, aö Jónas ritaði grein i blöð um Rjómabú — mjólkursamlög, þar sem hann gerði skilmerkilega grein fyrir möguleikum þessara tveggja stofnana og arðsemi þeirra. Varð þvi mjólkurbúshug- myndin fljótlega ofan á meðal bænda. MBF tekur við 42 milljónum lítra af nýmjólk á ári b------------------- Nokkur ágreiningur varð þó um staðarval. Til mála kom að reisa þetta bú á Skeggjastöðum og að Reykjum i Olfusi, en að lokum varð það ofan á að reisa það á Sel- fossi. Réði flutningasjónarmiðið þar mestu að ég hygg. Eggert Benediktsson, hrepp- stjóri i Laugardælum, bauð að gefa land undir búið og hrepps- nefnd Hraungerðishrepps gaf yfirlýsingu um að mjólkurbúið skyldi verða skattfrjálst til hreppsins. Að visu varð smávægi- legur ágreiningur um staðarval- ið, en svo leystist það mál farsæl- lega. Kúafjöldi fyrir hálfri öld — Hvernig var bústofn Flóa- manna i stakk búinn til að halda uppi mjólkurbúi fyrir hálfri öld? — Ágúst Þorvaldsson, Brúna- stöðum hefur ritað ágæta grein um sögu Mjólkurbús Flóamanna i timaritið Mjólkurmál (3/79), en þar er dreginn saman mikill fróð- leikur um þessa stofnun. Hann segir á þessa leið um stööu bænda að þessu leyti: „Þegar stærð mjólkurbúsins hafði verið ákveöin þá var gert ráð fyrir þvi, að bændur úr nálæg- um sveitum við áveitusvæðið gætu fengiö að gerast félags- menn. Mun sú hugmynd hafa komið frá Tryggva Þórhallssyni ráðherra. Þótti mönnum ekki ráðlegt, að búið yrði minna en svo, að það gæti tekið á móti þremur milljónum litra á ári. Könnun var gerð á kúaeign Flóa- bænda og áttu þeir rúmlega 1000 kýr. Meðalkýrnyt á ári var áætluö að nema 2000 litrum. Var þvi talið að kýrnar i Flóanum myndu skila um tveimur milljónum litra yfir árið. Þá var áætlað, að 2300 manns, sem bjuggu á svæðinu þyrftu 3/4 litra mjólkur hver á dag til neyslu eöa um 630 þúsund litra á ári. Vantaði þvi samkvæmt þessari bráðabirgðaáætlun um helming þeirrar mjólkur, sem mjólkurbúið gæti tekið á móti ef það væri' byggt fyrir þriggja milljón litra afköst á ári. t öllum áætlunum var talið að rekstrar- kostnaður yrði hlutfallslega hag- stæðari þvi meira mjólkurmagn sem kæmi til búsins. Hinn 17. nóvember 1927 var sent fundarboð til allra bænda á Flóa- áveitusvæðinu um að koma að Þingborg i Hraungerðishreppi laugardaginn 10. desember kl. 13, þvi þar ætti að bera upp til sam- þykktar frumvarp fyrir Mjólkur- bú Flóaáveitufélagsins á grund- velli 4. gr. laga um Samvinnufé- lög nr. 36, 1921. 1 fundarboðinu var tekið fram, að jafnframt yrði þar leitað eftir beinni hluttöku bænda i mjólkurbúinu, en til þess gjörlegt væri að reisa búið þyrftu eigendur að hafa minnst 600 kúa. Félagsstofnunin var samþykkt með 69 atkv. og þar af skuldbundu sig til þátttöku 52 bændur og áttu þeir 324 kýr. Þrir menn voru kosnir á fundinum til að skipa bráðabirgðastjórn og var Eirikur Einarsson bankaútibússtjóri á Selfossi stjórnarformaður, en hann rak bú i Sölvholti i Hraun- gerðishreppi. Hinir stjórnar- mennirnir voru Dagur Brynjólfs- son i Gaulverjabæ og Eggert Benediktsson i Laugardælum.” — Agúst segir einnig frá fyrstu stjórn og hinum pólitiska aðdrag- anda. Fyrsta stjórn „Þegar þetta gerðist var ráðu- neyti Tryggva Þórhallssonar sest að völdum fyrir nokkrum mánuð- um, en með honum i stjórninni voru þeir Jónas Jónsson og Magnús Kristjánsson. Þessi nýja rikisstjórn var eins og hin fyrri mjög velviljuð mjólkurbússtofn- Gamla mjólkurbúið. Myndin er tekin I nóvember 1929 þegar veriö var að reyna gufuketiiinn og reykinn leggur i fyrsta sinn upp úr skorstein- inum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.