Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 31

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 31
Sunnudagur 30. desember 1979 31 99 Leiklistin er enn mitt .iil„1 y 9 — segir frú Magnúsína eiunæil Kristinsdóttir, fædd 1.1.1900 AM — „Leiklistin var mitt áhugamál alla tiö og ég fer enn i leikhúsog nýtþessvel, þótt sjónin sé slæm,” segir fni Magnúsina Kristinsdóttir, en hún er áttræö á nýársdag, fædd aö Æsustööum i Eyjafiröi 1. janúar áriö 1900. „Ég tók talsveröan þátt i leik- listarlifinu á Akureyri þegar ég var yngri og varö svo fræg aö leika meö ýmsum ágætum leikurum, þar á meöal þeim Stefaniu G uömundsdót tur, Haraldi Björnssyni, Jakob Hafstein og Siguröi Hliöar. Églas oft upp á þeim árum og geröi dálitiö af þvi eftir aö ég fluttist suöur, þótt leiklistina yröi ég þá aö leggja á hilluna, vegna heimil- isanna, eins og gengur. Þú spyrö hvaöaleikrit mér séu minnisstæö Æ, ekki man ég þetta allt enn, en ég lék bæði i Galdra Lofti og Skugga Sveini, svo dæmi séu nefnd, og ýmsum leikritum öörum hjá Leikfélagi Akureyrar. 18 ára gömul lék ég tengda- mömmu I leikriti Kristinar Sigfúsdóttur og þótti takast vel, þótt ég segi sjálf frá. Já, þetta voru góöir dagar og eins og ég sagöi er leiklistin enn mitt eftir- læti.” Foreldrar Magnúsinu voru þau Kristinn Jósefsson, sjómaöur, og kona hans Guðlaug Stefania Benjaminsdóttir, en hún var syst- ir hins landskunna úrsmiös Magnúsar Benjaminssonar. Viöfundum Magnúsinu aö máli þar sem hún var i heimsókn hjá syni sinum i Hafnarfirði, en hún og maöur hennar hafa átt heimili aö Básenda 3. Merkisafmæliö á nýársdag mun hún halda hátiölegt hjá syni sinum aö Háteigi 18 i Keflavik. Eiginmaöur Ég hef lifað 99 •99 ákaflega ham- ingjuríku lífi r — segir frú Lovísa Olafsdóttir, fædd þann 31.12.1899 AM —■ N'íundi áratugur aidarinnar hefur nú brátt göngu sina og þar sem það eru talsverö tímamót á sina visu datt okkur i hug aö finna að máli tvær aldraöar konur I Reykjavik sem halda upp á 80 ára afmæli sitt um áramótin, — önnur þann 31. desember, en hin þann 1. janúar. AM —,,Ég er fædd i Stykkishólmi og þar bjó ég öll mín búskaparár, eða til ársins 1967, en manninn minn missti ég 1966” segir frú Lovisa ólafsdóttir, þegar viö heimsækjum hana á heimili hennar og dóttur hennar aö Sól- eyjargötu 19. Lovisa er fædd rétt áöur en 19. öidinni lauk, þann 31. desember 1899. Lovisa var gift Einari Jóhannessyni skipstjóra og eiga þaueina dóttur, Rut. Lovisa segir okkur aö þótt hún sjálf hafi aöeins átt eitt barn hafi eigi aö siöur veriö alla tið mikiö af börnum á heimili hennar fyrir vestan, þvi hún tók iðulega börn til sumar- dvalar. Hún var heldur ekki óvön barnaskaranum, þar sem hún er fjórða elst i ellefu systkina hópi. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Eggert Jónsson, sjómaður og Kristin Jónsdóttir, kona hans. „Ég get meö sanni sagt að ég hef lifað ákaflega hamingjuriku lifi,” segir Lovisa. „Ég hef alla ævi haft nóg að starfa og vann utan heimilisins alla tiö, þvi ann- að átti ekki viö mig en aö vera si- fellt aö. Móöir min hefur sjálfsagt kennt mér þetta aö nokkru, en hún var sjálf sivinnandi og vakti oft fram eftir nóttum, til þess aö geta komið hópnum sinum á fætur á morgnana. En þetta var hamingjuríkt lif og ólikt öllum as- anum nú, þegar enginn má vera að þvi að lifa, finnst mér stund- um. Ég er annars afar ánægð meö margt sem tekiö hefur breyt- ingum, til dæmis hve margt mér þykir gert fyrir gamalt fólk, — mér þykir ellidagarnir mesta lúxuslif. Já, og það er svo með þaö aö eigaafmæliá gamlársdag aö þaö hefur ýmsa ókosti. Allir hafa svo mikið aö gera að varla nokkur maður má vera að þvi að setjast niður með manni. Samt skal játað að ég hef tvisvar komiö mér undan öllum gestagangi, þaö var þegar ég varö 70 ára og 75 ára. En annars hef ég alltaf haldiö upp á afmæliö mitt og viö Einar maöur minn héldum undantekningar- laust upp á öll okkar brúökaups- afmæli, meöan hann lifði.” Lovisa átti annrikt i gær þegar okkur bar aö garöi, þar sem hún var i óða önn að baka fyrir af- mælið og veittist okkur blaöa- manni og ljósmyndara sá heiður aö smakka á bakstrinum ásamt rjúkandi kaffi. Vottum viö aö af- mælisgestirfrú Lovisu veröa ekki sviknir af móttökunum á gamlársdag, en hún mun veröa heima á Sóleyjargötu á afmælinu. Blaðið sendir henni bestu af- mælisóskir. Magnúsinu er Jón Sigurösson áöur litunarmeistarihjá Gefjun á Akureyri og eiga þau fjögur börn. Magnúsi'na bjó á Akureyri til vors 1947 og. segir hún okkur aö þaðan hafi hún flutst til Borgar- ness. Frá Borgarnesilá svo leiöin til Reykjavikur 1954. Eins og Magnúsina sagöi er sjónin orðin slæm og minninu nokkuö tekiö aö hraka, en hún er hress og glöö og telur lifiö hafa sér enn margt aö bjóöa og ber lof á umhyggju barna sinna. Timinn sendir afmælisbarninu hugheilar kveðjur i tilefni dagsins. ,,Ég lék tengdamömmu I leikriti Kristinar Sigfúsdóttur, þegar ég var 18 ára og þótti takast vel," segir Magnúslna Kristinsdóttir .Eiiidagarnir eru mesta lúxusllf,” segir Lovisa ólafsdóttir. íshúsfélag ísfirðinga h.f. Isafirði óskar starfsfólki og viðskiptavinum til lands og sjávar g/eðilegs nýárs Gleðilegt nýtt ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum samstarfið og viðskiptin á liðnu ári Sparisjóðiir Norðfjarðar Rækjuver h.f. Bildudal Óskum starfsfólki okkar svo og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs Pólarprjón h.f. Blöndósi Óskum starfsmönnum og viðskiptavinum gleði/egs nýs árs með þökk fyrir samstarfið og viðskiptin á liðnum árum Gleðilegt nýtt ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum samstarfið og viðskiptin á liðnum árum Söltunarfélag Dalvíkur h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.