Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. desember 1979 11 Minnisstæðustu atburðir ársins .... Minnisstæðustu.... Hvað er þér minnisstæðast f rá árinu 1979 og hvernig leggst næsti áratugur i þig? Þessar spurningar lögð- um við fyrir f jölda mætra manna úr ýmsum stéttum og félagasamtökum og fara svör þeirra hér á eftir. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri „Pólítískur órói næsta áratug” „Þegar ég li't tii þjdðmálanna, er mér minnisstæðastur sá mikli kosningasigur sem Framsóknar- flokkurinn vann nii i desember”, sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri á Akureyri. „Þegar ég hins vegar lit mér nær, i' mitt umhverfi, koma annars vegar upp ihugann þeirerfiðleikar, sem urðu á félagssvæði Kaupfélags Eyfirðinga vegnaerfiðs árferðis i landbúnaðinum, en hins vegar sá ánægjulegi atburður, að nú i nóv- ember hófst fyrsta vinnsla á mjólkurvörum i nýju mjólkur- stöðinni á Akureyri. Þessa mjólkurstöð höfum við verið að byggja undanfarin sex ár og er hún nú að verða tilbúin. Ég hygg, að varla verði komist hjá þvi, að horfast i augu við þá staðreynd að á næsta áratug mun- um við sjá efnahagserfiðleika og pólitiskan óróa umfram það, sem einkenndi þann áratug, sem nú er að liða. Erfiðleikarnir tengjast einkum orkumálunum I heiminum og vaxandi verðbólgu. Manni sýnist, að strax á árinu 1980 muni efnahagssamdráttur á Vesturlöndum leiða til minnkandi eftirspurnar á olíu um stundar sakir og þá gæti verð á oliuvörum farið eitthvaö lækkandi. Sé hins vegar litið lengra fram eftir ára- tugnum, virðist næsta einsýnt, að orkuskorts muni gæta, orkuverð fari hækkandi og verðbólga muni þar með aukast, sem aftur getur leitt til atvinnuleysis og efna- hagssamdráttar. Slikt ástand getur bitnað harkalega á útflutn- ingsmörkuðum okkar tslendinga. Með þetta I huga finnst mér enn nauðsynlegra en ella, að við ts- lendingar náum hið allra skjót- asta tökum á eigin efnahags- málum, kveðum niður verðbólg- una og verðum þannig betur i stakk búnir til að mæta utanað- komandi erfiðleikum”. Dr. Hinrik Frehen kaþólski biskupinn „Vígsla séra Ágústs minn- isstæðust” „Tveir atburðir eru mér sérstak- lega ofarlega i huga/'sagði dr. Hinrik Frehen, kaþólski biskup- inn I Reykjavlk. „Fyrst ber að nefna prestvigslu séra Ágústs Eyjólfssonar. Sllkur atburður er dýrlegur endir eftir langan og oft erfiðan undirbúningstíma. Tekur söfnuðurinn þar þátt ekki slður en hinn ungi prestur. Hann veit og virðir, að „hann er úr flokki manna tekinn, og settur fyrir menn” eins og segir I Hebrea- bréfinu 5,1. Þessi prestvigsla er mjög uppörvandi tákn fyrir fram- tiðina, þar sem lif og gróska kaþólsku kirkjunnar byggist á nærveruog starfi prestanna. Séra Agúst kom til starfa einmitt, er núverandi klerkastétt er tekin að eldast. En það verður að taka fram, að hann er fyrstur til vlgslu af fjölmörgum ungum mönnum, sem nú eru að undirbúa sig fyrir prestskap á Islandi. Hinn atburðurinn er hálfrar aldar afmæli Landakotskirkju. Margt hefur gengið i bylgjum á þessum fimmtiu árum, en ég trúi þvíogvona,að við göngum núinn á alveg nýtt framfaraskeið. Endurnýjunin, sem átt hefur sér stað á Landakotskirkju hið innra sem hið ytra, helst i hendur við endurnýjun og eflingu kaþólska safnaðarins sjálfs. Við getum með gleði fullyrt, að söfnuðurinn er einhuga. Við eigum marga trygga vini og kaþólsk starfsemi og útgáfa er á uppleið. Ég sé þvi' fulla ástæðu til þess að bera traust til framtíðarinn- ar”. Gisli Jónsson, prófessor „Gerð verði langtima áætlun um nýtingu á á innlendum orkugjöfum” „Kaupin á rafmagnsbilnum hingað til lands og hvað þessum tilraunum hefur verið vel tekið bæði af hinu opinbera og almenn- ingi er það sem mér er minnis- stæðast á þessu ári”, sagði Gisli Jónsson, prófessor er hann var beðinn að svara þvi hvað honum væri efst i huga nú um áramót. Gisli sagði einnig að það væri athyglisvert hvað bensinnotkun Islendinga hefði farið minnkandi og benti það til þess, þrátt fyrir hátt verð hérlendis, að almenn- ingur gerði sér nú ljósari grein fyrir þvi að ollubirgðir heims væru ekki ótakmarkaðar og þvi nauðsynlegt að fara sparlega með eldsneyti. Af erlendum vettvangi sagði Gisli, að sér væri minnisstæðast slysið i kjarnorkuverinu I Harris- burg I Bandarlkjunum, en það hefði reynst mjög afdrifarikt hvað framtið kjarnorkuvera á- hrærði. Sagðist Gisli búast við þvi að nú yrði lögð aukin áhersla á að reisa kjarnorkuver fjarri byggð- um bólum, sem þýða myndi hærra raforkuverð til neytenda. Er Gisli var spurður álits á þvi hvað hann héldi að niundi áratug- urinn myndi bera i skauti sér, með tilliti til notkunar rafmagns- bila, svaraði hann því til að hans spá væri sú, að notkun rafmagns- bíla myndi stóraukast á næstu ár- um. Þar kæmi aðallega tvennt til, tæknilegri fullkomnun fleygði stöðugt fram og með fjöldafram- leiðslu hlyti verð rafmagnsbil- anna að lækka. Gisli sagði, að sú reynsla sem fengist hefði af raf- magnsbil Háskólans lofaði mjög góðu, þó að billinn hefði einungis verið i notkun um skamma hrið og sagðist Gisli t.d. aldrei hafa ekið betri bil i snjó og hálku ef jeppar væru undanskildir. Gisli sagði, að hann væri vissu- lega bjartsýnn á framtiðina. Það væri von hans að gerð yrði lahg- tima áætlun um nýtingu á inn- lendum orkugjöfum, þannlg að t.a.m. árið 2000 þyrfti ekki að flytja dropa af eldsneyti inn til landsins. „Þetta er vissulega stór draumur, en ég vil horfa langt fram i timann og setja markið hátt”, sagði Gisli Jónsson, prófessor að lokum. Guðmundur Kjærnested, skipherra „Hin furðu- legu og óvæntu kosn- ingaúrslit minnis- stæðust” „Hvað sjálfan mig snertir, þá er mér þetta ár minnisstæðast fyrir þær sakir, að ég hef verið i landi og þvi sofið heima hjá mér allar nætur, sem er nokkuð sem ekki hefur komið fyrir i ein 20-30 ár”, sagði Guðmundur Kjærne- sted skipherra hjá Landhelgis- gæslunni er hann var inntur eftir þvi hvað honum væri minnisstæð- ast á árinu sem nú er að liða. „Hvað viðvikur þjóðmálunum eru það helst hin furðulegu og ó- væntu kosningaúrslit, sem mér eru i fersku minni og af erlendum vettvangi er það taka gislanna I bandariska sendiráðinu i Iran og framkoma Khomeinis i þvi máli”, sagði Guðmundur Kjærne- sted að lokum. Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi rikisstjómarinnar „Áratugur- inn vekur frekar kvíða en tílhlökkun” A opinberum vettvangi er þing- rof i' upphafi annars þings á kjör- timabilinu og kosningar á jóla- föstu eftirminnilegur atburður og þegar við bætast óvænt kosninga- úrslit og alger óvissa um myndun þingmeirihluta á viösjárverðum timum, er spennan i þjóðmálum nægt tilefni til að gera árið minnisstætt, sagði Magnús Torfi Ölafsson blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Ahrifarikt var fyrir mig að ferðast um Flandern , þar sem saga Evrópu á örlagaríkum timum hefur hvað eftir annað kristallast. Fornar borgir geyma bæði djásn og djöfulskap fyrri tfð- ar og fornar hefðir lifa góðu lifi, svo mannlif I heimkynnum Efna- hagsbandalags Evrópu ber með sér tengslin við upphaf nýju aldar noröan Alpa. Aratugurinn framundan er um flest, sem i verður ráðiö, þannig i stakk búinn, að frekar vekur kvlöa en tilhlökkun. Asókn ört fjölgandi mannkyns I misskipt og takmörkuö föng til framfæris og lifsfyllingar ber I sér átök og ókyrrð. Eftir er aö vita, hvort stórbrotin viðfangsefni og vanda- mál verða til að kalla fram þaö hugvit I vísindum, tækni og um- fram allt stjórnvisku, sem þarf til aðráöa framúrþeim á skaplegan hátt. A lokaáratugum aldarinnar er um það spurt, hvort menn hafi lært að gagni af reynslu fyrri aldarhelmingsins,hvernig ofstopi og einsýni gefast við lausn sam- búðarvanda i mannlegu félagi. Vilborg Sigurðar- dóttir, simstöðvarstjóri i Grimsey „í fyrsta sinn í frí saman í 19 ár” „Það er ósköp fátt sem mér er minnisstætt i sambandi við þetta ár sem nú er að liða, nema ef það væri viku ferðalag sem við hjónin fórum I siðast liðið sumar. Það má vera að íslendingum þyki þetta ekki merkilegt, en það vill svo til að þetta var I fyrsta skipti I 19 ár, sem við gátum tekið okkur fri saman vegna starfa okkar hér i eynni”, sagði Vilborg Sigurðar- dóttir simstöðvarstjóri i Grims- ey, sem jafnframt sér um veður- athuganir er við slógum á þráðinn til hennar nú fyrir helgina. „Ég læt það alveg vera að mynda einhverja skoðun á efna- hagsmálum og verðbólgu, en hvað okkur Grimseyinga varðar, þá lit ég björtum augum til fram- tiðarinnar. Það virðist allt vera á uppleið, ekki sist ef meiri fiskur er i sjónum en taliö hefur verið hingað til, þvi að öll okkar af- koma byggist á sjónum og fisk- veiðum”,sagði Vilborg að lokum. —-J---------------------------------------------- Við þökkum innilega auðsynda samúð og vinarhug við andlát og útför Jónu Bjarneyjar Helgadóttur Ljósheimum 22. Eldjárn Magnússon börn, tengdabörn og barnabörn. ÆT Oskum viðskiptavinum g/eði/egs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári ZZJbiikkver Seljabrekku 4, Kópavogi Simar 44040 og 44100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.