Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 35

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 35
Sunnudagur 30. desember 1979 35 Hunangssæt mynd Regnboginn Prúöuleikararnir/The Muppet Movie Leikstjóri: James Frawley Stjórnendur brúöa: Jim Hen- son, Frank Oz, Jerry Nelson og Dave Golez. Flestir kannast viö prúöuleik- arana sem stytt hafa okkur ts- lendingum stundirnar annan hvern föstudag og notiö hafa mikilla vinsælda. Þetta er fyrsta kvikmyndin f fullri lengd sem gerö er meö þessum skemmtilegu brúöum en ef fleiri fylgja i kjölfariö þá held ég aö framleiöendur ættu aö fá sér aöra menn til aö sjá um handrit auk þess að lita i eigin barm. Myndin fjallar i stuttu máli um froskinn Kermit sem situr i feninu og dreymir um heima og geima. Umboðsmaður frá Hollywood villist til hans og hvetur hann til að ferðast til Hollywood. Kermit heldur á stað og á leiðinni eignast hann vini, Fossa Björn, Dr. Tönn, Svinku, Gunsa og óvin, Doc Hopper,sem vill fá hann til að auglýsa djúpsteiktar froska- lappir. Kermit kemst að lokum, ásamt vinum sinum til Holly- wood og brátt veröur kvik- myndin um Prúöuleikarana aö veruleika. ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Agæt ★ ★ Sæmileg ★ Ekki áhugaverð KVIKMYNDA HORNIÐ Erfitt siálfsmorð Tónabfó Þá er öllu lokið / The End Leikstjóri Burt Reynolds Aðalhlutverk Burt Reynolds, Dom De Luise og Sally Field Myndin fjallar um fasteigna- sala Lawson (Reynolds) en hann hefur fengið vitneskju um það að hann eigi ekki nema 3 mánuði eftir ólifaöa og að siöustu stundirnar muni vera sérstaklega kvalafullar. Hann ákveöur þvi að fremja sjálfs- morð frekar en aö þurfa að kveljast mikið. Ein af sjálfsmorðstilraunum hans endar með þvi að hann vaknar á geðsjúkrahúsi með einn af geðsjúklingunum Morton (DeLuies) við rúmstokkinn. Morton fær fljótt áhuga á þvi að koma Lawson inn i eilifðina en það gengur brösótt þó ekki skorti viljann. Eftir eina erfiða sjálfsmorðs- tilraun sem mistekst þá kemst Lawson i raun um það að hann vilji i rauninni halda áfram að lifa en það þýðir ekki að segja Morton það. Fyrri hluti myndarinnar fjall- ar á léttan hátt um áhrif þau (★ ★ ★) sem vitneskja um nálægan dauða hefur á menn. Reynolds tekst ákaflega vel að fjalla um þetta efni á léttann hátt og i raun hefur hann, að piinu áliti, töluverða hæfileika sem gamanleikari. Seinni hluti myndarinnar er næstum hreinn farsi sérstak- lega er DeLuise kemur til skjalanna. Hann er hreint út sagt frábær i hlutverki sinu sem klofinn persónuleiki haldinn minnimáttarkennd og nokkrum öðrum geðsjúkdómum. Hann nýtur mikillar hjálpar frá handriti sem er meinfyndið á köflum. Allur leikur i aukahlutverkum er góður, enda ekki við ööru að búast þar sem fólk eins og Joanne Woodward, Strother Martin og Carl Reiner eru i aukahlutverkum. t stuttu máli sagt þá ættu þeir sem vilja liðka hláturtaugarnar i skammdeginu ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara. Friðrik Indriöason Gleðilegt ár þökkum viðskiptin á síðastliðnu ári tUJiitKi Ánanaustum Sími 28855 (★) Töfrar Prúðuleikaranna i sjónvarpinu hverfa næstum alveg i myndinni. Myndin á að visu sina góðu punkta en handrit og framleiðsla eru hörmuleg. Inn á milli skemmtilegra „prúðuatriða” er blandað væm- inni hunangsleðju, svo þykkri á stundum að næstum teppir háls manns af kligju. Brúðurnar (prúðurnar) standa ávallt fyrir sinu en hand- rit og aðstandendur myndarinn- ar gefa þeim ekki tækifæri til þess að njóta sin þannig, að þrátt fyrir góða spretti þá virk- ar myndin að minu áliti i heild leiðinleg, sérstaklega fyrir aldurshópinn 14 ára og uppúr. Hinsvegar hefur myndin sina kosti fyrir yngstu áhorfendurn- a . Fjöldi þekktra leikara kemur fram i myndinni og segir eina linu eða svo fyrir utan Charles Durning sem leikur aöalbófann Doc Hopper en hann er hvorki betri eða verri en slikir bófar gerast almennt. Friðrik Indriðason Öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum til lands og sjóvar óskum við gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið ó órinu sem er að líða Vinnslustöðin hf. V estmannaey jum Gleðilegt ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum gott samstarf og viðskiptin á liðnum árum Hraðfrystihús Grundarfj arðar Sparisjóður vélstjóra óskar starfsmönnum sínum og viðskiptavinum til lands og sjávar g/eði/egs nýs árs og þakkar samskipti og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.