Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 26

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 30. desember 1979 anum og óku með allt saman á braut. Laugardagskvöldið 13. október kom upp eldur i húsinu Lauga- vegur 163 og fórust þar karl- maður og kona, bæði á miðjum aldri. Yfirskoðunarmenn rikis- reikninga gagnrýndu fjárreiður Jóns Sólness, alþingismanns sem þeir töldu hafa látið tvigreiða sér simareikninga i starfi hans i Kröflunefnd. Taldi Jón þetta málatilbúning öfundarmanna sinna. Nýtt oliuskip Skipadeildar SIS kom til landsins aðfaranótt 16. október og hét það Stapafell. Hátt hrikti i stoðum meirihluta- samstarfsins i borgarstjórn þeg- ar Sjöfn Sigurbjörnsdóttir greiddi atkvæði gegn hinum nýja sam- eignarsamningi um Landsvirkjun i borgarstjórn þann 18. október. Skoðanakannanir siðdegis- blaðanna spáðu Sjálfstæðisflokki mikilli fylgisaukningu i væntan- legum kosningum i desember. Sjónvarpið hafði hug á að efna til skoðanakönnunar um fylgi flokk- anna, en útvarpsráð felldi þá til- lögu. bann 24. október hafði Ólafur Jóhannesson ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Fram- sóknarflokksins i Reykjavik og vakti framganga hans i barátt- unni mikla og óskipta athygli. Dr. Bragi Jósepsson bauð sig fram til formanns i Alþýðuflokkn- um gegn Benedikt Gröndal sem þó sigraði dr. Braga með yfir- burðum. Forsætisráðherrar Norður- landa héldu fund sinn i Reykjavik þann 30. október til 1. nóvember. bann 30. október fréttist um þá ákvörðun Jóns G. Sólness að bjóða fram sérstakan lista á Norðurlandi eystra i komandi Al- þingiskosningum. OKTÓBER Föstudagskvöldið 5. október til- kynnti Benedikt Gröndal, utan- rikisráðherra, þar sem hann var staddur á landsfundi Alþýðu- flokkskvenna, að þingflokkurinn hefi beint þeirri áskorun til flokksstjórnar, að hún féllist á að Alþýðuflokkurinn hætti þátttöku i stjórnarsamstarfinu. Alþingi var sett þann 11. októ- ber. A rikisráðsfundi hinn 12. október var stjórn Ólafs Jó- hannessonar veitt lausn, en falið að sitja þar til ný stjórn tæki við völdum. bann 16. okt. tók svo við ný stjórn Alþýðuflokks, sem sitja skyldi til Alþingiskosninga i byrj- un desember. Rauf hinn nýi for- sætisráðherra Benedikt Gröndal þing að kvöldi hins 16. október að loknum fjörugum útvarpsumræð- um. bann 12. október lagði fjár- málaráðherra fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi þar sem óskir ráðuneyta voru skornar niður um 40-50 milljarða. Urðu sumir sam- ráðherra hans ókvæða við ýmsu sem i frumvarpinu kom fram og efndu til blaðamannafunda, þar Vietnamska flóttafólkið kom til landsins þann 20. september. Hér sjást tveir snáðar i íslenskum lopafatnaði á komudaginn. Árið 1979 í máli og myndum Verkfall grafiska sveinafélags- ins lauk þann 13. september. Framkvæmdastjóri Blaðaprents, Óðinn Rögnvaldsson, býður bóri Sigurðsson, annan grafisku sveinanna i prentsmiðjunni Rafmagnsbíllinn sem Háskóli velkominn til starfa. íslands keypti til landsins. lækna sem við skólatannlækning- ar starfa og voru þessar fjárhæðir mikið ræddar af almenningi og i fjölmiðlum. Fimmtudaginn 11. október var framið „mannrán” i Hamra- hlíöarskóla þegar fjórir grimu- klæddir nemendur rændu kjör- stjóra við kosningu til skemmti- nefndar skólans svo og kjörkass- Hernámsandstæðingar reistu flotadeild NATO, sem hér kom i heimsókn 18. september nfðstöng. bessum myndarlega hrosshaus var siðar stolið og vissi enginn hvað af varð. gegn verðbólgu”, sem m.a. fólst i þvi að skera rikisútgjöld niður um 35 milljarða. Loðnuveiðum lauk þann 10. nóvember, þegar aflinn var orðinn 430 þúsund lestir. Hæstu skip á vertiðinni voru Siguröur RE og Óli Óskars RE. Tveir menn fórust þann 8. nóvember þegar flugvél þeirra hrapaði i Borgarfirði við bæinn Sigmundarstaði i bverárhlið. Stálfélagið hf. kynnti hug- myndir sinar um að reisa is- lenska stálverksmiðju nærri Hafnarfirði sem framlejtt gæti um 15 þúsund tonn af stáli árlega úr brotajárni. Deila upphófst á Grundarfirði milli yfirvalda og Sofí'oniasar Cesilsonar, en sá siðarnefndi vildi ekki hlita þvi að fá ekki leyfi til sem þeir ræddu ýmis hugðarefni sin og ráðstafanir á siðustu stund- um stjórnarinnar. Jón Aðalsteinn Jónsson vakti athygli á feiknháum tekjum tann- NÓVEMBER 1 byrjun nóvember gengu Flug- leiðir frá kaupum á nýrri Boeing 727 og undirritaði Sigurður Helgason forstjóri samning um 17.8 milljón dala lán vegna kaup- anna i London. Kosningabaráttan var komin i fullan gang i byrjun nóvember og hinn 9. nóvember boðaði Sjálf- stæðisflokkurinn „Leiftursókn Frá hinum sögulega landsfundi alþýðuflokkskvenna, þar sem Benedikt Gröndal tilkynnti að þingflokkur Alþýðuflokksins vildi slita stjórnarsamstarfinu. beir sem kvöddu og hinir sem tóku viö. skelfiskveiða á Breiðafirði. Setti sýslumaður lögregluvörð við bát Soffoníasar, til þess að hindra að hann færi til veiðanna. Samtök frjálslyndra og vinstri- manna lýstu sums staðar yfir Koivisto, forsætisráðherra Finna og Faildin, forsætisráð- herra Svia á forsætisráðherra- fundi Norðurlanda i Reykjavik. 30.október. stuðningi við Framsóknarflokk- inn i kosningunum, td. á Norður- landi vestra. Athygli vakti sú yfirlýsing Vil- mundar Gylfasonar, dómsmála- ráðherra að þrjú skattsvikamál hefðu týnst i „kerfinu”, en þetta reyndist þá á misskilningi byggt og málin hvert um ,sig á visum stað. BSRB lagði fram launakröfur sinar þann 28. nóvember og kom þar fram að lægstu laun skyldu verða yfir 300 þúsund krónur og 5 lægstu flokkarnir hækkuðu um 30%. Mikið óveður gekk yfir Vest- firði i vikunni fyrir kosningar og var simasambandslaust vestur i sólarhring. Áttu menn von á að önnur hryðja mundi ganga yfir kosningahelgina en sem betur fór kom ekki til þess. Snjóflóð féll i önundarfirði þann 29. nóvember og báðu Al- mannavarnir fulltrúa sina á Vest- fjörðum að vera vel á verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.