Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 30. desember 1979 í spegli tímans bridge Gerðist kraftaverk? Einn af bandarisku heimsmeisturun- um, Edwin Kantar, hefur i mörgárskrifaö þátt i ameriska timaritiB The Bridge World, um varnarspilamennsku. Hann virðist hafa haft gott af þeim skrifum, eftir spilinu hér að neöan aö dæma, þar sem hann sat i austur. Spilið kom fyrir I „dollara” tvimenning i Monte Carlo og sagnhafi var Evrópumeistarinn i kvenna- flokki: Nicola Gardener. Noröur. S. DG1094 H. D753 T. G4 L. K6 Vestur. S. AK53 H. K T. 75 L. A108432 Suður. S. 2 H. AG1064 T. KD10863 L. 5 Vestur. Norður. Austur. Suður 1 tigull 2 lauf 2 spaðar 3 lauf 3 hjörtu 4 lauf 4 hjörtu allirpass Austur. S. 876 H. 982 T. A92 L. DG97 Lokasamningurinn var sá sami á flestum borðum og útspilið var venjulega spaðakóngur. Siöan tók vestur á laufás og spilaði spaðaás, sem sagnhafi trompaði. Svona gekk vörnin hjá Nicolu og hún spil- aði nú, eins og flestir aðrir, litlum tigli á gosann, i þeirri von að fá innkomu i blind- an , til að geta siðan svinað trompinu. Kantar sá strax hvers vegna sagnhafi var að ómaka sig til að spila tigli og i stað þess að taka á tigulásinn, fylgdi hann i slaginn með tvistinum. Og Nicola var ekki seinn á sér að taka trompsvininguna. Þetta virð- ist e .t.v. ekki vera neinn sérstakur galdur, sem Kantar framkvæmdi þarna, en það segir sina sögu, að spilafélagi hans var eini spilarinn i salnum, sem fékk á hjarta- kónginn. Litla stúlkan á myndinni og fjölskylda hennar halda því fram að stórfurðuleg fyrirbrigði hafi gerst á heimili þeirra# sem sé ekki hægt að kalla annað en kraftaverk. Jenny McAlevy, sem er 10 ára, á heima i Brentwood á Long Island við New York. Hún hafði áhuga á jurtasöfnun og m.a. tók hún haustið 1978 stórt og fallegt laufblað af tré í garðinum heima hjá sér til þess að þurrka það i bók. Bókin sem fyrir valinu varð var Líf Jesú Krists, sem henni hafði verið gefin. Síðan gleymdist blaðið í bókinni, en um það bil ári seinna mundi telpan eftir þvi og fór að gá hvort tekist hefði vel að þurra blaðið. Viti menn, þegar bókin var opnuð kom blaðið í Ijós, fallegt og ófölnað, en á því var greinileg mynd, sem telpan og móðir hennar segja að sé mynd af Jesú. Það varð uppi fótur og fit á heimilinu, sumir reyndu að útskýra þetta furðuverk með því að myndin hefði orðið til eftir mynd i bókinni, en í henni var engin slík mynd. Ekki hefur enn fengist nein skýring á fyrirbærinu. Sóknar- prestur fjölskyIdunnar fékk Gerald Ryan biskup til þess að koma og fylgjast með málinu, en hann sagði aðeins: — Þetta er fallegur viðburður og blessun fyrir telp- una að trúa á þetta, en sérfræðingar verða að rannsaka þetta nánar áður en við kirkjunnar menn þorum að lýsa yfir að hér hafi kraftaverk gerst, en sattað segja er engu líkara en svo hafi verið. Fjölskyldunni hefur verið boðið of fjár fyrir myndina á laufblaðinu, en allir á heimilinu eru sammála um að ekki komi til greina að selja dýr- gripinn. krossgata 3189. Lárétt 1) Magi. -6) Eins,- 8) Tal. - 10) Hvitiand- liti. -12) Nafar. -13) Guö. -14) Aria. - 16) Fersk. - 17) Fiskur - 19) Sæti. - Lóðrétt 2) Sjávardýr i þolfalli. - 3) Drykkur. - 4) Skolla. - 5) Fjárhirðir. - 7) Fáni. - 9) Fiska. -11) Fugl. -15) Aðgæzia. -16) Hár. - 18) Kusk. - Ráðning á gátu No. 3188 Lárétt 1) Yggli. - 6) Nái. - 8) Sný. -10) Tem. - 12) Ná -13) Tá. -14) Uss. -16) Pan. -17) Efa. - 19) Glatt. - Lóðrétt 2) Gný. - 3) Gá. - 4) Lit. - 5) ösnur. - 7) Smána. - 9) Nás.- 11) Eta. - 15) Sel. - 16) Pat. - 18) Fa. - /Ksfú rc.t ;s'y með morgunkaffinu 1 11 /d! m:y skák Héreigast við tveir „áhugasérfræðing- ar” og það er hvitur sem á leik og vinnur. N.N. N.N. hxg7 Gefiö Ekkert fær borgiö þvi að svartur verði mát i næsta leik eða þarnæsta. — Til þess að grennast þarftu meiri hreyfingu, t.d. að hreyfa höfuðið frá hægri til vinstri þeg- ar þér er boðið aftur á diskinn. 'í l"'| ' — Þú skalt aldrei þiggja far með fljúgandi diski Matthildur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.