Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 17
'■Síltim»(fagur ’SO.' aesemfrec T9'79 , *Í7 Minnisstæðustu atburðir ársins .... Minnisstæðustu .... Sveinn Tryggvason Sveinn Tryggvason fyrrv. framkvæmda- stjórí Framleiðsluráðs landbúnaðarins „Vonandi kemur at- vinnuleysið ekki aftur yfir þjóðina” „Sú breyting hefur oröiö hjá okkur hjönum á þessu ári, aö bæöi börn okkar hafa komiö frá há- skólanámi aö utan og tekiö til starfa hér heima. Einnig urðum við afi og amma á árinu, sagöi Sveinn Tryggvason fyrrv. fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. „Mér mun lengi verða það minnistætt, að á árinu 1979 ákvað égaðhætta þeim störfum, sem ég hef unnið við sl. 33 ár, en þeim störfum hef ég verið bundinn i hugsun og tima að svo miklu leyti, að fjölskylda min hefur f mörgu goldið þess. Þá mun ég lengi undrast þau straumhvörf, sem urðu i land- búnaðarmálum hjá okkur. Frá þvi að elstu menn muna, hefur það sifellt glumið i eyrum fjöld- ans, að landbúnaðurinn væri hálf- gert hokur, kotbúskapur. Menn hafa talið þar vera um of mikla afturhaldssemi að ræða, en „lög- gjafinn” hefur gengið á undan og hvatt bændur til bústækkunar með hagstæðum lánum, ræktunarstyrkjum og öðrum ráð- stöfunum, er hafa haft áhrif til stækkunar búa og aukinnar fram- leiðslu. Nú hefur hins vegar verið söðlað um og gripið til ráða, sem miða að þvi að refsa þeim, sem búa myndarlega og skila mestum arði, vinna mikið og framleiða mikið. En þar hefur löggjafinn valið erfiðustu og að mörgu leyti ógeðfelldustu leiðina til stjórn- unar. Hvað veldur þessum straumhvörfum? Ohætt mun að fullyrða, að skrúfugangur sá, sem verið hefur milli verðlags og launa sé alvarlegasti þátturinn i þessu kapphlaupi. Menn einblina á krónufjöldann, en gleyma krónustærðinni. Telja má, að atvinnuleysið, sem menn á minum aldri muna og óttast mest frá þvi þeir voru ungir, sé horfið og vonandi kemur það aldrei aftur. En fjárhags- þróunina verður að laga, og þá verða menn að gæta þess að of- gera ekki i þeim ráðstöfunum, sem gripið verður til og forðast kreppuástandið, þegar allir voru atvinnulausir einhvern tima úr árinu nema embættismennirnir. Þóra Kristjánsdóttir Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur „Hin ójafna glíma við verðbólguna” „Ég hef sjálf þess að minnast að ég fékk gott starf á árinu, sem ég hef áhuga á og hef gaman að fást við, þannig að þvi leytinu var þetta gott ár fyrir mig. Úr þessu starfi er mér hvað minnisstæðust Listahátið barnanna á Kjarvals- stöðum og mig dreymir um að sjá sem oftast hér á Kjarvalsstöðum slikan aragrúa af áhugasömu fólki á öllum aldri”, sagði Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og forstöðumaður Kjarvalsstaða. „Af innanlands vettvangi er mér annars minnisstæðust sú ólga i stjórnmálunum sem nú rikir og þessi ójafna glima við verðbólguna. Hvað framtiðina varðar, þá er hún i minum huga blandin eftirvæntingu og kviða. Við vitum hvað þetta land býður upp á margt og hvers þjóðin er megnug þegar á reynir, en það er ekki bara stjórnmálamannanna að leysa úr okkar málum. Gamált máltæki segir: Eftir höfðinu dansa limirnir og ætli mætti ekki snúa þessu við og segja: þegar limirnir hristast og skakast þá dinglar höfuðið. Þannig held ég að við verðum Öll að leggjast á eitt ef takast á að leysa þann vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir i dag”, sagði Þóra Kristjándsdóttir að lokum. Séra Árelíus Níelsson „Hungur- söfnunin og kvikmyndin frá Kampútseu” „Hungursöfnunin, sem gengið hefur býsna vel hér og kvikmynd- in frá Kampútseu eru mér minnisstæöastar frá árinu 1979”, sagði séra Arelíus Nielsson. „1 Kampútseumyndinni var lýst svo fáránlegri grimmd og þar hlýtur hinn svonefndi visindalegi kommúnismi að hafa sungið sitt sfðasta. Annan eins viðbjóð hef ég aldrei séð i nafni stjórnmála. Eftirminnilegt er og, að Islend- ingarskyldu ekki sitja hjá þegar kosið var um stjórn Pol Pots á Jsngi Sameinuðu þjóðanna. Frá barnaárinum sem nú er að kveöja, minnist ég frétta um dugnaðislenskrar æsku. Ekki að- eins við söfnun til handa hungruö- um börnum heldur lika, hvernig æskan heldur metnaöi sinum og heiðri til jafns við úrval milljóna- þjóða i tafli, iþróttum, listum og tækni. Slik æska undir stjórn fram- sýnna og snjallra stjórnmála- manna hlýtur að vera mesta eign, sem nokkur þjóð getur átt. Ég álit, aö sé litiö til fortiðar- innar, séu Islenskir stjórnmála- mennhinirsnjöllustu iheimi. Það sanna landvinningar og hafrétt- arheimtá liðnum árum. En fram- undan er að nema þetta land og þetta haf að nýju. Landið býr yfir ótæmandi orku, sem getur gert okkur óháðöllum stórveldum oliu og kola. Hafið geymir auðugustu fiskimið veraldar. Um þetta virt- ist enginn vita fyrir 70 árum. En stjórnmálamenn hafa með fram- sýni og samningum getað sigraö stórveldi heimsins án nokkurs drápstækis. Eini bletturinn á Al- þingi Islendinga er löggjöfin um fóstureyðingar. Helgasti réttur- inn er að fá að fæöast. Um fimm hundruð var meinað það á þessu ári. Annars leyfi ég mér aö vera bjartsýnn á næsta áratug. Við þurfum aðeins að standa saman og senda út á sextugt djúp sundurlvt\disfjandann”. Óskum starfsfólki og viðskiptavirium Gleðilegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Steingrímsf jarðar, Hólmavík Gleðilegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að liða Hraðfrystihús Drangsness hf. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.