Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 25

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur 30. desember 1979 25 um, þar sem ASÍ hafði verið stofnað i húsinu. Reknetaveiðar hófust þann 25. ágúst og höfðu 71 bátur fengið leyfi til veiöanna. Greenpeace-menn yfirgáfu Is- landsmið um miðjan mánuðinn en þá hafði Landhelgisgæslan lagt hald á gúmmibát þeirra og fullyrti leiðangursst jórinn Wilkinson að hann hefði verið skemmdur fyrir þeim. Að kvöldi hins 28. ágúst var stofnaður að tilhlutan S.A.A. sparisjóðurinn Atak, sem hafa skal á stefnuskrá sinni að styðja áfengissjúka til þess að yfirvinna sjúkdóm sinn. SEPTEMBER Utanrikisráðherrar Norður- landa héldu fund i Reykjavik um mánaðamótin ágúst/september og ræddu þeir einkum ástand og horfur i alþjóðamálum á þeim svæðum þar sem ófriðlegast var um þær mundir. Rafbill sá sem keyptur var i Bandarikjunum að frumkvæði Háskóla Islands kom til landsins þann 1. september, en billinn verður prófaður við islenskar að- stæður af Gisla Jónssyni prófessor. Verkfall Grafiska sveinafélags- ins hófst á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3ja september og komu blöð þvi ekki út að nýju fyrr en hinn 14. september. Verkfallið olli einnig erfiðleikum hjá fisk- framleiðendum, sem voru að verða uppiskroppa með umbúöir utan um fisk til útflutnings, þegar verkfallið leystist þann 13. mánaðarins. Akveðið var þann 13. að veita Arnarflugi flestar þær flugleiðir, sem Vængir höfðu áður flogið á og olli þessi ráðstöfun nokkrum urg meðal annarra flugfélaga sem sótt höfðu um flugleyfin, en sex sóttu um leyfin. Alþjóðlegri vörusýningu lauk þann 9. september i Laugardals- höll og sóttu hana um 70 þúsund manns. Tákn sýningarinnar var tveggja hæða strætisvagn sem sýningargestir óku meö um borg- ina við mikinn fögnuð þeirra yngstu. 76 ernir reyndust vera eftir i is- lenska arnarstofninum á haustinu 1979 og hafa menn nokkrar áhyggjur af framtið hans, en varp gekk ekki vel þetta árið vegna kulda. Ferðaskrifstofan Sunna hætti rekstri um miðjan mánuðinn vegna rekstrarerfiðleika eftir meira en tveggja áratuga starf- semi. Fjórir menn voru hnepptir i varðhald þann 14. september, vegna gruns um eiturlyfjasmygl. Vestmannaeyingar urðu Is- landsmeistarar 1979 i knatt- spyrnu og háðu þeir úrslitaleikinn gegn Vikingi á Laugardalsvelli þann 15. september. Kartöfluuppskera varð ein hin lélegasta sem menn mundu á ár- inu og sögðu bændur i Þykkvabæ öll grös fallin i næturfrostum um miðjan mánuðinn. 34 vietnamskir flóttamenn komu tii Islands frá Kuala Lumpur þann 20. september. Rauði kross Islands undirbjó komu þeirra, bæði hvað varðaði húsaskjól og fæði og komið var á D Sjá næstu opnu Valbjörn Þorláksson varð lang stigahæstur keppenda á HM-' keppni öldunga i Hannover. sem tvö skip úr flotadeildum NATO lágu en þau voru hér i kurteisisheimsókn. 78 skip fengu leyfi til hringnóta- veiða á haustinu og gengu veiðarnar allvel, en þeim lauk i byrjun desember. 24 metra langan búrhval rak á land á Jökulfjörðum um miðjan mánuð og gátu menn sér þess til að skepnan hefði verið veik. Deila mikil reis i Grindavik • þann 27. september vegna þeirrar ráðstöfunar menntamála- .ráðherra að skipa mann i stöðu skólastjóra grunnskóla Grinda- vikur, sem var án tilskilinna rétt- inda. Þótt sumarið væri eitt hið versta í manna minnum nyrðra, skorti Reykvíkinga ekki sólar- daga og sumarið i höfuðborginni var afbragðsgott. námskeiðum i islensku fyrir fólk- ið. Atök urðu milli herstöðvaand- stæðinga og lögreglu við mót- mælaaðgerðir við Sundahöfn, þar Rainbow Warrior kom. tvívegis á Islandsmiö á árinu og var sett iögbann á skipið að kröfu Hvals h.f. Fundur utanrikisráðherra Norðurlanda hófst f Reykjavfk 29. ágúst. Vegna hagstæöra innkaupa getum við nú boöið nokkrar samstæöur af þessum vinsælu norsku veggskápum á lækkuöu veröi. Húsgögn osrSu9urla„dsbraut „ mnrettmgar sími 86 900 ALTERNATORAR >? pi í FORD BRONCO MAVERICK ' CHEVROLET NOVA BLAZER DODGE DART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN TOYOTA — LADA VOLGA — MOSKVITCH VOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fl Verð frá 26.800,- Einnig: Startarar, Cut-out anker, bendixar, segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. Bílaraf h.f. Borgartúni 19. Sími: 24700 Frá Lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna: Hinn 1. aprii 1980 munu taka gildi nýjar reglur um útreikningsaðferð á greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum og á flutn- ingi réttinda úr öðrum sjóðum til Lifeyris- sjóðs starfsmanna rikisins, Lifeyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs hjúkrun- arkvenna. Nýju reglurnar verða þannig: A. Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i timann, er félagar i nefndum sjóðum kynnu að eiga rétt á að greiða vegna eldri starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, verður sjóðsfé- lagi að greiða iðgjöld miðað við þau laun sem hann hefur þegar réttinda- kaupin eru greidd. B. Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki heimilaðir nema náðst hafi sam- komulag við aðra lifeyrissjóði um framkvæmd þeirra. Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi aðeins leyfð, að um þau sé sótt innan árs frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi, (sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð hjúkrunarkvenna.) Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins. Lifeyrissjóður barnakennara. Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.