Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 29

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 29
Sunnudagur 30. desember 1979 29 Stevie Wonder The secret life of plants / Motown ★ ★ ★ ★ ★ Undrabarn tónlistarinnar, hinn blindi tónlistarsnillingur Steveland Morris — betur þekktur undir nafninu Stevie Wonder, hefur haft þaö fyrir siö a undanförnum árum aö koma fólki rækiiega á óvart meö tón- smiöum sfnum og allt frá þvi aö fyrsta plata hans ieit dagsins Ijós fyrir rúmum áratug síöan hefur hann veriö i stööugri framför. Það er ekki ofsöaum saat aö Stevie Wonder hafi veriö undra- barn á tónlistarsviöinu. Þessi þeldökki tónlistarmaöur, sem veriö hefur blindur frá fæðingu kom i fyrsta sinn fram opinber- lega þegar á barnsaldri og má segja að hann hafi slegið i gegn með undraverðum hraöa. Ungur gerði hann samning við Motown hljómplötufyrirtækið i Bandarikjunum, sem stendur enn, en fyrsta lag hans til aö ööl- ast vinsældir var „Fingertips”, sem selst hefur i milljónum ein- taka. Hljómplötur Stevie Wonder hafa átt miklum og ég held ég megi segja almennum vin- sældum að fagna um gjörvallan heim og það hefur jafnan talist til meiriháttar viðburða er hann hefur sent frá sér nýjar plötur. Arið 1977 kom út platan „Songs in thekey of life”, sem var mjög vel tekið en siðan varð bið á hljómplötuútgáfunni, þar til á þessu ári er Stevie Wonder sendi frá sér plötuna „The secretlifeof plants”. Ég held að aðdáendur Stevie Wonder geti verið sammála um það aö biöin hafi borgað sig og satt best að segja er mér til efs að Stevie Wonder hafi sent betri plötu frá sér. Svo að nokkur grein sé gerð til tilurð þessarar stórmerku plötu, þá fjallar hún eins og nafnið gefur raunar til kynna, um hið leynda lif plantnanna og er tón- listin byggð á samnefndri bók eftir þá Peter Tomkins og Christopher Bird. StevieWonder samdi þessa tónlist upphaflega við kvikmynd sem væntanlega verður frumsýnd innan skamms og ef sú mynd verður i einhverju samræmi við tónlistina, þá eiga menn von á góðu. Um tónlistina á plötunni er annars það að segja, að henni verður ekki með orðum lýst — þvilik er snilligáfa Stevie Wonder. Orð verða óneitanlega fátækleg þegar slik meistara- verk, sem „The secret life of plants” eru annars vegar og þá má heita furðulegt hvernig blindum manninum tekst upp i lýsingu sinni á þvi sem hann hefur aldrei séö — nema i hug- anum. Næmleikur Stevie Wonder er með ólikindum og segja má að hann opni okkur sjáandi nýjar dyr — inn I ókunn- an heim, með ljóðrænni og um- fram allt myndrænni lýsingu sinni á hinu leynda lifi plantn- anna. Þess má að lokum geta aö umslagið utan um plötuna er einstaklega skemmtilegt — með upphleyptu letri og myndum, auk blindraleturs og ættu þannig blindir að hafa a.m.k. jafnmikla ef ekki meiri ánægju af þessari plötu og þeir sem sjá- andi eru. — ESE Ýmsir - Propaganda / AM Records ★ ★ ★ „Propaganda (No wave II)” nefnist ný piata meö ýmsum listamönnum sem AM hljóm- plötufyrirtækið hefur sent frá sér. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna þd er hér á ferö- inni „áróöur” af engri ákveö- inni bylgjulengd — þó aö flytj- endurnir flokkist hins vegar flest allir undir þaö sem nefnt hefur veriö „nýbylgja” eöa „nýbitlarokk”. A „Propaganda” fara hljóm- sveitirnar Squeeze og The Police á kostum ásamt popp- stjörnunni Joe Jackson, en aörir sem láta i sér heyra eru Bobby Henry, Shrink, The Secret og The Reds. Eins og lög gera ráð fyrir, þá ber að sjálfsögðu mest á stjörnunum á þessari plötu, þ.e.a.s. The Police og Joe Jack- son, en minni spámennirnir koma þó verulega á óvart og ekki erótrúlegtaö a.m.k. Bobby Henry og Shrink eigi eftir aö láta meirakveða að sér I fram- tiðinni. „Propaganda” er sérstök samansafnsplata að þvi leyti aö önnur plötuhliðin er tekin upp á hljómleikum (Squeeze, Joe Jackson og The Police), en á hinni hliðinni eru eingöngu stúdlóupptökur. „Live” upptök- urnar fór fram i Bandarikjun- um og er ekki annaö að heyra en að þarlendum hafi likaö breska rokkið mæta vel. The Boomtown Rats - The fíne act of surfacing / Ensign ★ ★ ★ ★ Mánudagur tii mæöu, segir gamalt máitæki og undir þaö taka liösmenn Irsku hljóm- sveitarinnar The Boomtown Rats i laginu „I don’t like mondays” á nýjustu plötu hljóms veitarinnar „The fine act of surfacing”. Eins og menn rekur e.t.v. minni til, þá tók ung stúlka I Bandaríkjunum upp á þeim óskunda fyrr á þessu ári aö skjóta nokkra kennara sina tilbana meöriffliogeftir aö hún haföi veriö handsömuð og spurö aö þvi hvaö stjórnaö heföi gerö- um hennar þá svaraöi hún ein- faldlega: „I don’t like mondays”. Þessi atburður er Bob Geldof söngvara The Boomtown Rats yrkisef ni i fyrrgreindu lagi, sem reyndar kostaöi hljómsveitina mikil málaferli i Bandarikjun- um, en hvað sem þvl liöur er „I don’t like mondays” besta tón- smið Geldofs til þessa — eitt besta lag ársins 1979. Um „The fine act of surfac- ing” er annars það aö segja aö hún stendur næst síðustu plötu hljómsveitarinnar „Tonic for the troops” nokkuð að baki, en engu að siöur er hér á ferðinni mjög athyglisverð plata. Tón- listin er yfirleitt mjög góð — milliþungt rokk og textar Geldofs ekki siðri. Eins og á „Tonic for the Troops” er gálgahúmorinn alls ráöandi og e.t.v. kemurþaöbest fram i lag- inu „Diamond smiles”, þar sem söguhetjan hengir sig I ljósa- krónu: „She went up stairs / stood up on the vanity chair / tied her lamé belt around the chandelier / and went out kick- ing at the perfumed air. Ilaginu „Windchill factor”, sem minnir óneitanlega á „Like Clock- work” af „Tonic for the troops” lýsir Geldof „köfun” meö neöanjarðarlestinni um undir- heima Lundúnaborgar, en textagerð hans nýtur sin þó einna best i laginu „When the night comes”, sem gefur „Mánudagslaginu” litiö eftir. Það er skoðun undirritaös aö The Boomtown Rats séein besta rokkhljómsveit sem fram hefur komið i' lengri tima og tekiö er mið af uppruna hennar, sem „new wave” eöa „punk” hljóm- sveit, þá ber hún af öörum slik- um eins og gull af eir. — ESE Þaö hefur veriö venja hér á Timanum aö taka saman um hver áramót lista yfir þær plötur, sem skaraö hafa fram úr á árinu á innlendum vettvangi. Rétt er aö taka þaö fram, aö þetta á þó ein- ungis viö um þær plötur, sem fjallaö hefur verið um hér á sföunni áriö 1979, með þeirri undantekningu þó, aö pæata Arna Egilsson- ar er talin hér meö þó aö umsögn um hana veröi aö biöa nýs árs. Gleöilegtár. —ESE Erlendar plötur: 1. Bob Dylan — Slow train coming. 2. Stevie Wonder — The secret life of plants 3. Pink Floyd — The Wall 4. Graham Parker and the Rumours — Squeezing out sparks 5. JJ Cale — 5 6. John Stewart — Bombs away dream babies 7. Dire Strait — Communique 8. Frank Zappa — Sheik Yerbouti 9. Toto — Toto 10. Dire Strait — Dire Strait 11. Led Zeppelin — In through the out door 12. Elvis Costello — Armed Forces 13. Fleetwood Mac — Tusk 14. Supertramp — Breakfast in America 15. Bob Marley and the Wailers — Survival Aðrar hljómplötur sem komu til álita voru t.a.m. A1 Stewart — Tim Passages, Patti Smith — Wave, Santana — Marathon, Iggy p0p _ New Values, Jethro Tull — Stormwatch, Chicago — Chicago 13 og Dr. Hook — Sometimes you win. íslenskar plötur: 1. Jakob Magnússon — Special Treatment 2. Arni Egilsson — Basso Erectus 3. Þursaflokkurinn — Þursabit 4. Megas — Drög aö sjálfsmoröi 5. Þú og ég — Ljúfa Hf 6. Spilverk þjóöanna — Bráöabirgöabúgi 7. Mannakorn — Brottför klukkan átta 8. Heimavarnarliöið — Eitt verö ég aö segja þér.... 9. Ljósin i bænum — Disco Frisco 10. Brimkló —.Sannar dægurvisur Aörar hljómplötur sem komu til álita voru Magnús Þór Sig- mundsson — Alfar og Mezzoforte — Mezzojorte. i Útgerðarfélag Skagfirðinga sendir starfsmönnum sínum og viðskiptavinum bestu nýérsóskir og þakkar samvinnu á árinu sem er að líða Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.