Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 30. desember 1979 Mvsmm Steingrímur Hermannsson foi Góðir íslendingar. Ársins 1916 mun lengi verða minnst i islenskri stjórnmálasögu. Þá var grundvöllur lagður að þeirri flokkaskip- un, sem enn er ráðandi hér á landi i öll- um meginatriðum, flokkaskipun, sem hafði á áratugnum áður rutt sér til rúms i flestum okkar nágrannalöndum og rekja má til þeirra miklu þjóðfélags- breytinga, sem fylgdu iðnbyltingu átj- ándu og nitjándu aldarinnar. Með nýrri tækni breyttust vestrænar þjóðir úr bændaþjóðfélögum i iðnriki. Stórar iðnaðarborgir risu og fjölmenn stétt iðnaðarmanna myndaðist. Þjóðar- framleiðslan tók jafnframt að aukast. Almenningur eygði i fyrsta sinn smávon um bætt lifskjör. Sú flokkaskipun, sem fylgdi þessari þróun, var að sjálfsögðu spegilmynd af iðnaðarþjóðfélaginu. Annars vegar mynduðust flokkar, sem kröfðust auk- innar aðildar f jöldans i þeim auði, sem hann á svo rikan þátt i að skapa. Þeir hlutu nafnið vinstri menn og greindust viða i tvo eða fleiri flokka, frá frjáls- lyndum til kommúnista, eftir þvi hve hratt þeir vildu fara að settu marki og hve langt. Hins vegar sameinuðust landeigendur, verksmiðjueigendur og nýrikir verzlunarmenn um að vernda sinn eignarétt og auð. Þeir nefndust i- haldsmenn. Þessi flokkaskipun hefur i megin- dráttum haldist allt til vorra daga. Með hraðvaxandi framleiðslu eftirstriðsár- anna hefur þó aukinn kaupmáttur al- mennings orðið framleiðendum nauð- syn eða með öðrum orðum aukin pen- ingaráð og bætt kjör. Þetta hefur að sjálfsögðu breytt töluvert viðhorfi i- haldsmanna. Þessari þróun er vel lýst i bók hins þekkta ameriska hagfræðings Kenneth Galbraith ,,Hið nýja iðnaðar- þjóðfélag”. Segja má að hægri stefnan hafi færst inn að miðju. Með aukinni velmegun hefur jafnframt dregið úr þunganum i baráttu vinstri flokkanna fyrir bættum lifskjörum almennings. Þessar tvær hreyfingar, hægri og vinstri, hafa nálgast. Þvi rek ég þessa þróun nú, að margt bendir til þess að á næstu árum muni mjög draga úr þeirri aukningu þjóðar- framleiðslu, sem svo mikil hefur verið á undanförnum árum og gert hefur mönnum kleift að bæta lifskjörin. í ljósi sögunnar hlýtur sú spurning að vakna hvort mörkin á milli hægri og vinstri skerpist þá ekki að nýju, þegar ákveða skal hvernig skipta beri byrðum sam- dráttar. Er samdráttur framundan? Ilinn mikli hagvöxtur siðustu áratuga hefur fyrst og fremst byggst á tækni, sem gert hefur mönnum kleift að nýta i stöðugt vaxandi mæli auðlindir heims- ins til aukinnar framleiðslu, meiri hag- vaxtar. Og þetta hafa menn gert skefja- og hugsunarlaust. Á siðustu árum hefur sú spurning orð- ið stöðugt áleitnari, hvort ekki muni auðlindum heimsins flestum ákveðin takmörk sett. Um það efast að visu eng- inn hugsandi maður, en óljósara er hins vegar hvenær slikra takmarka muni fara að gæta. Þessi spurning komst i sviðsljósið fyrir fáum árum, þegar nokkrir vis- indamenn við hinn þekkta ameriska visindaháskóla M.I.T. birtu skýrslu sina um takmörk hagvaxtar. Miðað við gefnar forsendur um magn auðlinda og mannfjölgun i heiminum komust þeir að þeirri niðurstöðu, að mannkynið væri á hraðleið inn i kreppu og framundan væri hrun hins vestræna hagkerfis, ef ekki yrði án tafar snúið af braut aukinn- ar framleiðslu og sóunar. Siðan hafa margir spreytt sig á slikum spám. Úr nálægð kreppunnar hefur að visu verið dregið, en flestir eru hins vegar sam- mála um það, að framundan sé mikil takmörkun hagvaxtar og jafnvel sam- dráttur. Vorið 1978 fékk ég ásamt nokkrum islenskum visindamönnum tækifæri til þess að sitja ráðstefnu, sem fjallaði um framtiðarhorfur á ýmsum sviðum vis- inda, tækni og mannlifs almennt. Þar fluttu erindi þekktir fræðimenn á við- komandi sviði. Um niðurstöður þeirra var siðan fjallað af ekki siður lærðum gagnrýnendum. Þannig var m.a. rætt um orkumálin. Fyrirlesarinn taldi gifurlega orku- kreppu framundan með samdrætti, sem óljóst væri hvernig eða hvort vestræn hagkerfi fengju staðist. Andmælandinn var þvi sammála að slik orkukreppa væri á næsta leiti, en taldi að visindi og þekking mundi gera manninum kleift að afla orku eftir nýjum leiðum, en þó ekki fyrr en eftir tvo til þrjá áratugi, mikla erfiðleika og gifurlega fjárfest- ingu i nýjum orkugjöfum. Báðir töldu þessir menn að oliuskortsins og þar með samdráttar færi alvarlega að gæta um miðjan næsta áratug. Frummælandinn fullyrti, að kostnaður við þróun nýrra orkugjafa, sem ekki tortima heiminum með mengun, mundi reynast þjóðunum ofvaxinn, nema stórkostlega væri dreg- ið úr öllum öðrum útgjöldum, bæði fjár- festingu og félagslegri þjónustu. Ef til vill hljómar þetta sem enn ein spá um heimsendi. Það er misskilning- ur. Þetta er spá um erfiðleika, byggð á visindalegri athugun og þekkingu. Margar staðreyndir styðja og þessar niðurstöður. Skortur er þegar orðinn á oliu og verðið ört hækkandi, hagvöxtur dvinandi og þróun nýrra orkugjafa langt á eftir fyrri vonum manna. Ég skal ekkert um það segja hve miklir umræddir erfiðleikar verða. Hitt veit ég, að maðurinn getur yfirstiglið þá, ef hann bregður við fljótt og af skyn- semi. Er ekki kominn timi til að við íslend- ingar stöldrum við, hættum að ösla á- Steingrimiir Hermannsson. fram i óðaverðbólgu og kapphlaupi eftir oft vafasömum lifsgæðum, vægast sagt, en hugleiðum á hvern máta við getum treystþann grundvöll, sem við byggjum á? Staða íslands í ótryggðri framtíð 1 þeirri erfiðu framtið sem spáð er, búum við Islendingar að ýmsu leyti bet- ur en flestar aðrar þjóðir. Við erum að visu mjög háðir innfluttri oliu, en við eigum langmestan hluta af óþrjótandi vatnsorku og jarðvarma ó- notaðan. Að visu er mjög kostnaðar- samt að virkja þessa orku og nýta hana bæði beint og til fran/leiðslu á eldsneyti i stað þess sem innflutt er. Það eru þó smámunir hjá þvi, sem kosta mun að þróa þá orkugjafa, sem flestar aðrar þjóðir eru háðar, t.d. kjarnorku eða vetnisorku. Okkur Islendingum ber án tafar að marka framsýna stefnu i orkumálum. Við eigum að setja okkur það markmið að nýta innan fárra ára innlenda orku i stað innfluttrar, alls staðar þar sem það er unnt og setja jafnframt á fót hóflegan (íwtw.t.^iiBwrnnpi'—gwifiwM—BriraMTT—iii i cm n.irrrmTMa—■MtaacBga—MHnaMtaiirrBWM»iHiia>i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.