Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 30. desember 1979 15 Minnisstæðustu atburðir ársins .... Minnisstæðustu .... Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari ,JStaesti ára- tugur vekur mér bæði óhug og von” Óvissan i stjórnmálum Islend- inga er mér mjög ofarlega i huga og svo mun áreiðanlega vera hjá þorra landsmanna. Það væri góö nýársgjöf, ef forystumönnum þjóðarinnar tækist að stýra skiit- unni okkar framhjá skerjum og boðum og sigla henni heilli i höfn með hækkandi sól, sagði Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari rikisins. Persónuleg málefni eru mér þó efst i huga um þessi áramót. Sárastur er sonarmissir sem leiðir hugann óneitanlega á ýms- anhátt inn á nýjar brautir. Einn- ig skipti ég um starf á árinu. Ég hvarf frá Háskóla tslands til að taka viö embætti rfldssáttasemj- ara. Mikil umskipti á margan hátt, sem ég mun ekki veratalinn öfundsverður af með þeirri óvissu i kjaramálum, sem framundan er. Ég kveð háskólann með þakk- læti i huga og góðar minningar og áþáósksjálfummértil handa, að mér auönist að verða að ein- hverjugagni á vinnumarkaðnum. Aerlendum vettvangi ber hæst fall ýmissa einræðisherra og harðstjóra með afleiðingum, sem koma á einhvern hátt við flesta menn hvar sem þeir búa. Þeirri spurningu er þó ennþá ósvarað að mestu hvort grimmdin þoki úr valdastóli með nýjum herrum. Næsti áratugur vekur mér bæði óhug og von. óhug að þvi leyti að grimmd og vaxandi átök lít af misskiptum efnislegum gæðum i heiminum, ólikri trú, stjórn- málaskoðunum eða siðum geti leitt mannkynið út I tortimingar- styrjöld. Von að þvi leyti, að mér finnst þeim öflum vaxa ásmegin, ekki sist meðal margs ungs fólks, sem sækjast eftir félagslegum og andlegum verðmætum til lifsfyll- ingar. Þetta fólk veit, að efnisleg gæði eru ekki óþrjótandi i heimin- um. Það hefur þvi óbeit á bruðl- inuokkar siðustu áratugina, en er jafnframt ljóst, að án efnislegra gæða getum við ekki verið. Það verður hins vegar að fara betur með þau en við höfum gert. Theódór A. Jónsson formaður Sjálfebjargar „Árið 1980 vekur for- ráðamenn til umhugsunar og aðgerða” „Undirtektir við söfnun til sundlaugar Sjálfsbjargar eru mér mjög minnisstæðar frá ár- inu,semnúerað liða.sagði Theó- dór A. Jónsson formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra. Söfnunarféð er undirstaðan undir það að sundlaugin er nú að verða fokheld. Safnast hefur á sjöunda tug milljóna. Jafnframt gekk i gildi á sl. sumri ný bygginga- reglugerð, þar sem i fyrsta sinn erlögskipað að taka tiUit til fatl- aðra við gerð húsa. Af öörum málum vil ég nefna óvænt úrslit Alþingiskosninganna. Ef við litum til næsta áratugs með hag fatlaöra fyrir augum, þá býstégviðað verulegar framfar- ir muni eiga sér stað á þvi' sviði. Við erum alltaf þó nokkrum ár- um á eftir Noröurlöndunum i tryggingamálum. En þar er það núsvo og hefur verið i allmörg ár, að fólk getur lifað á örorkulífeyri einum saman. Ég held lika, að þær spurningar sem Sjálfsbjörg og Blindrafélagið sendu fulltrú- um stjórnmálaflokkanna og sá undirbúningur, sem veröur árið 1980fyrir Alþjóðaár fatlaðra 1981, komi til með að vekja forráða- menn til umhugsunar og að- gerða um þann mikla vanda, sem rikir i málefnum fatlaðra — og i hjúkrunarmálum aldraðs fólks. Ég held lika, að blessaðir stjórnmálamennirnir komist að þvi að það er bjartara yfir, en þeirreyna aö mála á veggina nú. Þeir tala um hækkandi oliuverð, en gleyma þvi, að stærsti út- gjaldaliður þjóðanna er til her- mála. Þeim lið höfum við til þessa getað sleppt." „Ég er bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir kreppu- ástand” — segir Egill Ólafeson tónlistarmaður og formaður S.A.T.T. „Það hlýtur að vera ferðalagið mikla. Ferðalag Þursaflokksins með hrynþursaharkið um Norð- urlöndin, Luxemborg, Holiand og Frísland og svo stofnun Samtak- anna”, sagði Egill Ólafsson tón- listarmaður og formaður Sam- taka alþýöutónskálda og — tón- listarmanna er við báðum hann um aö staldra við um áramót, IIta um öxl og minnast þess sem hon- um þótti markverðast á árinu. ,,Er við komum heim Ur þessu ferðalagi, þá stóð hér yfir stjórn- arkreppa, sem stendur reyndar ennog ætlihún standi ekkia.m.k. út næsta ár. Þessistjórnarkreppa og sú peningakreppa sem nú rik- ir, er það sem mér er minnisstæð- ast úr þjóðlifinu. Ég er þó ekki svartsýnn á framtiðina. Þvert á móti er ég nokkuð bjartsýnn fyrir mina hönd og minna félaga, þvi að það er margsannað mál að kreppuástand er lyftistönd fyrir dægurmenninguna. Eftir þvi sem streitan eykst, þá eykst þörf fólks fyrir að lyfta sér upp, þannig aö bjart ætti að vera framundan hjá leikhúsum og tónlistarmönn- um. Bragi Amason, prófessor „Taka verður ákvörðun í orkumálum sem fyrst” „Ætli ég verði ekki að segja, að af innlendum atburðum, þá séu það stjórnarslitin i haust og kosn- ingarnar sem fylgdu á eftir, sem eru mér minnisstæðastar.” Um niunda áratuginn hafði Bragi þetta að segja: „Ef ég skoða næsta áratug frá sjónarhóli Islendinga eingöngu, þá leggst hann heldur vel i mig. Að visu hygg ég að vaxandi sviptingar i orkumálum heimsins muni verða eitt af einkennum áratugsins. Olia verður að öllum likindum öllu vandfengnari og þá jafn- framt dýrari eftir þvi sem á liður, en hækkun oliuverðs hlýtur óneitanlega að koma illa við pyngju tslendinga svo mjög sem þeir eru háðir innflutningi oliu. Ef við höldum skynsamlega á málunum ætti hækkandi oliu- verð ekki að þurfa að koma illa við landsmenn þegar til lengdar lætur. Gagnstætt þvi sem er um flestar aðrar þjóðir þá erum við svo lánsamir að eiga gnægð af ónýttum orkulindum sem tiltölu- lega auðvelt er að virkja. Við eigum t.d. næga vatnsorku til að fullnægja allri orkuþörf lands- manna um langa framtið. Ég held að ekki sé ofmælt, að vatnsorkan sé verðmætasta orkan sem völ er á Iheiminum i dag, en auk þess er þessi orkulind okkar ótæmandi þ.e.a.s. hún eyðist ekki þó af sé tekið likt og olian. Þá er enn ónýtt mest öll varmaorka landsins, en hún er að öllum likindum tvöfalt meiri en vatnsorkan. Miðað við höfðatölu, þá held ég að við getum talið okkur með orkuauðugri þjóðum heims og eigum i dag margra kosta völ i orkumálum. Við gætum t.a.m. notað orku- lindir okkar til þess að framleiða eldsneyti sem kæmi I stað þess sem við ný flytjum til landsins, eða við gætum notað þær til þess að framleiða margvislegar verð- mætar afurðir, sem við gætum selt á erlendum mörkuðum. Hvaða leið er skynsamlegt og þjóðhagslega hagkvæmt að fara i þessum efnum? Um það verðum við að taka ákvörðun sem fyrst. E.t.v. verður þetta ein þýðingar- mesta ákvörðun næsta áratugs og ef við vöndum vel til hennar, þá held ég að við getum litið fram- tiðina björtum augum”, sagði Bragi Arnason að lokum. Guðríður Þorsteinsdóttir „Stjómarslit ogkosningar” ,,A innlendum vettvangi held ég að stjórnarslitin og desember- kosningarnar veröi mér einna minnisstæðastar. Þá verður árs- ins 1979 sjálfsagt einnig minnst sem verðbólguárs. Af erlendum viðburöum hygg ég, að atburöirnir i íran muni skyggja á allt annaö á liðnu ári. — Af atburðum, sem snerta starf mitt, held ég, að mér veröi einna minnisstæðastur úrskurður kjaradóms um afnám þaks ávisi- tölubætur, en það hefur sem kunnugt er veriö eitt af helstu baráttumálum BHM, aö um- sömdum launahlutföllum sé ekki raskað á samningatimabili meö skerðingu veröbóta. Þá er mér einnig ofarlega i huga, aö ég var nýlega skipuð formaður Jafnrétt- isráðs og geri ég mér ljóst, aö ég hef tekist á hendur erfitt verkefni, en jafnframt mjög áhugavert. Um framtíöina vil ég segja, að ég er að eðlisfari bjartsýn og þrátt fyrir slæmt ástand I efna- hagsmálum og stjórnmálum, lit ég björtum augum til næsta ára- tugs. Það kann að vera, aö viö þurfum að leggja eitthvað á okkur, nú á næstunni, til að draga úr þeirri geigvænlegu verðbólgu, sem hér hefur geisað undanfariö. En ég trúi þvi, aö lifskjör eigi eftir að batna að nýju og veröa a.m.k. jafngóð og þau voru best á siðasta áratug. Hvað varðar jafnréttismálin, tel ég, að þráttfyrir allt hafi mik- iö áunnist á siðasta áratug. T.d. hefur hlutfall þeirra kvenna, sem ljúka langskólanámi hækkað mjög, en ég tel, að það sé ein meginforsenda fyrir jafnrétti kynjanna, aö konur afli sér menntunar til jafns viö karla”. Meitillinn, Þorlákshöfn Óskar starfsfólki sínu til lands og sjávar svo og viðskiptavinum öllum Gleðilegs nýárs Með þökk fyrir samstarf og viðskipti ó liðnum árum Fiskvinnslan Bíldudal Oskar starfsmönnum sínum og viðskiptavinum Gleðilegs nýs árs, og þakkar samskiptin ó liðnu óri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.