Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. desember 1979 13 Minnisstæðustu atburðir ársins .... Minnisstæðustu .... Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar ,Kaldhæðnis- legt að dragaúr framleiðslu’ Þaö vill nú einu sinni vera þannig að þeir atburðir sem tengjast starfinu standa manni skýrast og lengst fyrir hugskots- sjónum, sagði Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar. Af innlendum vettvangi kemur mér strax í hug ástand og horfur i landbúnaðarmálum sem sköpuð- ust s.l. vor og sumar. Leit lengi vel út fyrir, að framleiðsla á land- búnaðarvörum myndi dragast stórlega saman vegna lélegs tiðarfars. Töldu sumir, að þar með hefði óvænt ,,lausn” borist á offramleiðsluvandamálum land- búnaðarins. Það virtist gjörsam- lega gleymast að slik „lausn” kemur þyngst niður á þeim sem minnst mega sin. Auðvitað verður að leysa þessi mál með öðrum hætti. Hinsvegar finnst mér og ugglaust fleirum sem störfum i tengslum við íslenska matvælaframleiðslu, það vera allt að þvi kaldhæönislegt að hér uppi á tslandi skuli menn eyða ómældri orku i að finna leiðir til að draga úr íramleiöslu á þeim bestu og hollustu matvælum sem völ er á, á meðan fólk hrynur úr hungri svo að segja allt í kringum okkur. Er ekki hugsanlegt að á þessum málum geti orðið snögg og óvænt breyting. Hverjum heföi dottið i hug að á örskömmum tima gæti komið upp núverandi staða i oliumálum? Gæti ekki orðið stutt i það, að gæfa og vel- gengni þjóðar byggðist fyrst og fremst á þvi hve mikið hún á og getur framleitt af orku og mat- vælum. Hvoru tveggja er mann- kyninu jafn nauðsynlegt. Ég minnist ekki siöasta árs sem árs stórra atburða. Miklu frekar árs vonbrigða á stjórnmála- og efnahagssviðinu. Reynslan sem fékkst á árinu undirstrikar nauð- syn á einingu, ekki aðeins meðal stjórnmálamanna og flokka heldur þjóðarinnar allrar ef ráða á við meiri háttar vandamál, eins og t.d. verðbólguna. Af erlendum vettvangi er mér minnisstæðust þróun málai Iran meö öllum þeim beinu og óbeinu áhrifum sem hún hefur haft. Óttarr Möller fyrrv. forstjóri „Bjartsýnn á framtíðina” — takistað vernda lýðræðið” „Taka gislanna i tran. En fyrir mig persónulega má segja aö fjórar ferðir marki liðið ár, sagði Óttarr Möller fyrrv. forstjóri Eimskipafélags tsiands”. „Ber fyrst að telja ferð, sem lauk á sl. ári hjá Eimskipafélagi Islands og hófst fyrir 40 árum. Ferð i kringum landiö, þar sem ég I hálfan mánuö fékk tækifæri til aö kynnast enn einu sinni stór- fengleika og fegurö okkar kalda lands. Þetta var hálfs mánaðar ferðalag og bjart veður alla daga nema einn. Og á móti, ferð til Filippseyja, þar sem ég kynntist góðu fólki, en flestir voru fátækir. Rlkidæmiðsafnastá fárramanna hendur, enda er þarna einræði. Mér telst svo til, að meðallaun séu 18 sinnum hærrihér en í þessu landi eilifs sumars. Fjórða ferðin er „Feröin, sem aldrei var far- in”, eftir Sigurð Nordal. Þrosk- andi lestur. Ég las ekki þetta listaverk fyrr en á sl. hausti. Um framtíðina þetta: Ég er bjartsýnn. Ég trúi þvi að ís- lendingar vakni af þungum Þyrnirósarsvefni. Kveði niður verðbólgudrauginn, sem er verst- ur þeim, sem minnst mega sin. Takist að vernda lýðræðið sem nú er í hættu vegna þrýstihópa og upplausnar i þjóöfélaginu. Égtrúi þvi, að markvisst veröi unnið að verndun og uppbyggingu gjöfulla fiskimiða og óbeisluö orka verði nýtt. Einnig að fyrirtæki i landinu verði byggð upp. Ég trúi þvi aö Islendingar losi sig við áhrifavald „prófessora” i lýðskrumi og þrætubókalist, en taki til við að fara að góðu for- dæmi manna eins og t.d. athafna- mannsins Einars Guðfinnssonar i Bolungarvik. Églasævisögu hans nýlega og þykir hún frábær. Ein- ar hugsar fyrst og fremst um hag fyrirtækja sinna og þar með fólksins i þorpinu, sem hann hefur átt rikastan þátt i að byggja upp. Ef íslendingar velja sér slika menn til forystu og lýðræðissinn- ar I landinu læra af orðum skálds- ins „Litla þjóð, sem átt i vök að verjast/ Vertu ei við sjálfa þig að berjast”, þá er sannarlega ástæða til að vera bjartsýnn. Kristinn Finnbogason, Framkvæmdastjóri Iscargo „Vænti mikils á þeim ára- tug sem nú fer í hönd” „Það eru einkum tvö atvik sem mér eru minnisstæö á þessu ári”, sagði Kristinn Finnbogason, fram'kvæmdastjóri Iscargo. er hann var beðinn að minnast árs- ins sem nú er að liða. „í fyrsta lagi er mér minnis- stætt að ég lét af störfum á>-Tim- anum á árinu og tók við þessu starfi hér hjá Iscargo, sem ég kann mjög vel viö og hins vegar er það sem vakti mesta ánægju mina á árinu, en það eru úrslit siðustu alþingiskosninga. Það var greinilegt á úrslitum kosning- anna að almenningur i landinu haföi áttað sig á,að sá lygaáróöur sem var viðhafður fyrir kosning- arnar 1978 var ekkert nema moð- reykur og sjónhverfingar og enn- fremur var greinilegt að menn höfðu áttað sig á þvi, að Fram- sóknarflokkurinn er það afl i is- lensku þjóðfélagi sem þarf að efla ef fólki á að liöa vel hér og landið á að vera byggilegt. Um framtiðina er það að segja, aö ég sem framkvæmdastjóri Is- cargo vænti mikils á þessum áratug sem nú fer i hönd. Við fá- um nú strax eftir áramótin nýja flugvél, sem mun ábyggilega valda straumhvörfum i vöru- flutningum og þeim flutningum sem Iscargo hefur stundað und- anfarinn áratug. Ég geri mér líka grein fyrir þvi að þessi niundi tugur aldarinnar mun lfklega verða áratugur tölv- unnar. Það er kunnara en frá þurfi aö segja að tölvurnar eru i æ rikari mæli aö gripa inn i alla þætti hins mannlega lifs og það er þvi meðnokkrum kviöa sem ég lit fram á veginn, þó aö sá kviði sé aö sjálfsögðu blandinn eftirvænt- ingu. Ég óttast að þessi skelfilega tölvunotkun sem alls staðar er að koma til — eiginlega frá vöggu til grafar, ef svo má að orði komast, aö hún brjóti niður hinn mannlega þátt sem aðaláherslan hefur veriö lögð á hingaö til. Ég vil hvetja menn til að íhuga þennan þátt vel, þannig að manngildið og hinn mannlegi þáttur veröi ekki fótum troðinn. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til þess að óska Timanum og starfsfólki hans alls hins besta i framtiðinni”, sagði Kristinn Finnbogason að lokum. Oskum öllum viðskiptavinum okkar árs og friðar Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða A WZX-íSLEkZKA HI Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum um land allt farsæ/dar á nýja árínu Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Oliufélagið h.f. Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum til lands og sjávar farsældar á nýja árinu. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða Eyjafiskur sf. Kirkjuvegi 12 Box 131 Vestmannaeyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.