Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 22

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 30. desember 1979 ÁRIÐ 1979 í MÁLI OG MYNDUM Senn er árið liðið í aldanna skaut og ókunnir viðburðir eru framundan á nýja árinu sem sumir verða tiundaðir í árslok 1980 eins og ætlunin er að gera hér nú: Stutt yfirlit um helstu merkistíðindi á árinu 1979. Kannski hefði verið gaman að geta fengið strax í hendurnar blaðið á gamlársdag 1980 með svona yf irliti — þar verður ef laust margt að sjá sem koma mundi á óvart nú. En annars er ekkert víst að það yrði hið minnsta gaman, því mikil blessuð náð er það nú annars að vita ekki minnsta grand hvað ókomið er og geta haldið í vonina um að allt fari á besta veg. Það mun honum að minnsta kosti hafa þótt manninum sem kl. 1 eftir miðnætti, aðfaranótt 1. janúar sl. lenti í fyrsta árekstri ársins inni við Rauðalæk í Reykjavík. Janúar. I byrjun árs var færð lika erfið á götum höfuðborgarinnar og víða um land og snjór á götum fram undir vor. Úrkoma á gamlársdag 1978 mældist 20 cm á Suðurlandi. Hinn 3. janúar tók efnahagsnefnd rikisstjórnarinnar Miklum snjó kyngdi niður um áramótin, vegfarendum til mikillar armæðu, en óvinum borgarstjórnarmeirihlutans tii nokkurrar Þórðargleði. til starfa og var henni ætlaö að skila tillögum sinum fyrir 1. febrúar og var hún skipuð einum ráðherra frá hverjum stjórnar- flokkanna. Sama dag var Reykjavikurborg einnig að spá i efnahagsmálin og meirihlutinn bar fram tillögu um heildarúttekt á borgarrekstrin- um. Fiskverð hækkaði þann 4. um 11% og báru sjómenn og fisk- verkendur sig illa yfir þeirri ákvöröun. Hinn 5. var visitalan þegar komin yfir 1. mars-strikið og 35% innborgunarskylda sett á innflutt húsgögn innréttingar ofl. til stuðnings iðnaði. Mikið óveður gekk yfir sunnan- lands og vestan 4. janúar og meira en 50 rafmagnsstaurar brotnuðu á þessu svæði en i Stykkishólmi fór vindhraðinn upp i 15-16 stig, vindmæli sló i botn og þak losnaði af ibúðarhúsi. Föstudagsmorguninn 5. janúar kom hin nýja DC-10 þota Flug- leiða i fyrsta sinn til Keflavikur- flugvallar eftir nokkrar tafir vegna óveðra i Evrópu. Skottulækningar erlendra galdralækna vöktu nokkuð umtal og landlæknir ritaði aðvörunar- grein vegna dansks teppagerðar- manns sem hafði stórfé af um það DC-10 þota Flugteiða kom til landsins þann 5. janúar. Hreyflar hennar, sem eru smiðaðir af Gcneral Electric eru engin smá- smiði. bil 120 íslendingum á ferðum sin- um hérlendis. Mikil leit hófst þann 8. janúar að tveimur piltum, 14 og 15 ára og þeirra leitað i marga daga. Loks komst upp að þeir höfðu tekið sér far með Bakkafossi til Banda- rikjanna sem laumufarþegar og komu þeir aftur heim meö skipinu, þar sem þeir fengu ekki landgönguleyfi vestra. Fiskveiðisamningur var gerður við Færeyinga að kvöldi hins 10. janúar, þar sem loðnuveiði- heimild þeirra var lækkuð um helming og leyfö veiði á 1000 tonn- um af þorski, en til endurgjalds skyldu islendingar mega veiða 35000 tonn af kolmunna i land- helgi Færeyinga. 10. janúar kom nýtt skip til landsins i eigu SIS og hafði það hlotið nafniö Arnarfell. Miklar deilur hófust milli stéttarfélaga flugmanna og milli þeirra og Flugleiða, bæði vegna starfsaldurslista við sameiningu félaganna og launajöfnunar á hinar ýmsu flugvélar, ekki sist hina nýju DC-10 þotu. Mikið aftakaveður gerði norðanlands að kvöldi 15. janúar og fórust tveir rækjubátar ásamt fjórum mönnum á Skjálfandaflóa þá um kvöldið. Bátarnir voru Guðrún ÞH 14 og Þistill ÞH 88. Hinn 20. janúar auglýstu flug- menn i FIA skyndiverkföll, á til- teknar flugleiðir innanlands og utan eftir vikudögum og olli þetta talsveröum truflunum á sam- j>öngum, þótt aðgerðir hæfust ekki fyrr en 27. janúar vegna "ikipunar og sáttaumleitana opin- berrar samninganefndar, sem þó varð litt ágengt. Furðuljós sást á himni fjóra kilómetra frá bænum Sultum i Þingeyjarsýslum á þrettánda- kvöld og fundust ekki skýringar á fyrirbærinu, en tveir hringir, eins og snjór heföi bráðnað undan heitum hlut, fundust á svæðinu. Mikla athygli vakti könnun sem gerð var á innflutningsverslun i landinu sem leiddi i ljós að inn- kaupsverð væri 14-19% of hátt og sýndist sitt hverjum um tildrög þess. Ung stúlka lést af völdum áverka sem hún hlaut af völdum ungs manns laugardaginn 27. janúar. Ráöherranefnd efnahagsmál- anna.skilaði af sér hinn 31. janúar og skyldu tillögur hennar vera grundvöllur frumvarps um lang- timaaðgerðir i efnahagsmálum. Snemma að morgni hins 31. janúar var framið vopnað rán i pósthúsinu i Sandgerði og komst árásarmaðurinn undan meö 300 þúsund krónur. FEBRÚAR Stjórnarráð Islands fagnaði 75 ára afmæli sinu hinn 1. febrúar og var þess minnst á ýmsan hátt. Hetjudáð lögreglumanns i Kópavogi vakti athygli hinn 2. febrúar þegar hann bjargaöi litilli stúlku úr bil, sem lenti á hvolfi i Kópavogslæk. Bæjarútgerð Reykjavikur sam- þykkti 2. febrúar kaup tveggja togara af minni gerð, annars frá Portúgal en hins frá Stálvik. 1979 var barnaár Sameinuðu þjóðanna og þann 4. febrúar flutti ungur piltur sunnudagshugvekju i sjónvarpi. Barnaársins var ann- ars minnst við hin fjölbreytileg- ustu tækifnri allt árið og fyrir kom að tækifærið væri notað til að auglýsa umdeilanlega gagnlegan varning fyrir ungu kynslóðina. Silfurtunglið sem Sjónvarpið lét kvikmynda og likaði vel hér- lendis, fann ekki náð fyrir augum norrænna sjónvarpsstöðva og vildi engin þeirra kaupa myndina til sýningar. Verkföll flugmanna héldu stöðugt áfram en eftir fund meö forsætisráðherra hinn 9. féllust flugmenn á frestun til hins 23. febrúar. Eitt nýjasta skip danska flotans Grænlandsfarið Magnús Jensen leitaði hafnar i Reykjavik vegna klósettstiflu. Loðnuveiöar voru komnar i fullan gang og þann 8. febrúar kom Þormóður Goði til landsins endurbyggður til loðnuveiða undir nafninu Óli Óskars, eftir eiganda sinum. Forsætisráðherra lagði fram efnahagsfrumvarp stjórnarinnar þann 12. febrúar og var þar gert ráð fyrir verðtryggingu inn og út- lána fyrir árslok 1980. Mikið uppþot varö innan is- lensks lagmetisiðnaðar, þegar það fréttist hinn 14. að Rússar hefðu gert tugmilljónakröfu á hendur fyrirtækinu K.J. & Co á Björn Guðmundsson, formaður FIA, afhendir Haligrimi Dalberg formanni sáttanefndar rikisins, úrslit atkvæðagreiðslu fundar flugmanna, þar sem ein sáttatil- lagan var felld. Akureyri vegna gallaðrar salt- sildar. Oðafoss missti stýrið i hafi 120 milur frá Noregi þann 11. febrúar og sigldu skipverjar til hafnar á neyöarstýri. Vélbáturinn Guðmundur Ólafs- son ÓF 40 fórst i mynni ólafs- fjarðar hinn 20. febrúar og með honum einn maður en Arnar ÓF 3 bjargaði fimm skipverjum. Friörik Þór Einarsson setti glæsilegt Islandsmet i þristökki innanhúss er hann stökk 14.92 metra. ' Italska risaskipið Edera fékk á sig brotsjó djúpt úti af landinu hinn 17. og leitaði hafnar og við- gerðar i Reykjavik. Mikil flóð urðu i ölvusá i lok mánaöarins og vegaskemmdir talsverðar, svo at menn þurftu á sumum bæjum að nota báta við að gegna fé sinu. Mikla athygli vöktu átök á aðal- fundi Náttrurulækningafélags Reykjavikur hinn 24. þar sem flest fór i handskolum, atkvæða- Lögreglumaður bjargaði 1 Itilli stúlku úr þessum bíl, sem lenti á hvolfi úti i Kópavogslæk. greiðslur sem fundarstjórn, en mjög hafði verið tekist á um völd- in i félaginu fyrir fundinn og talið af sumum að smalað hefði verið miklum fjölda til að gerast félagsmenn vegna „stjórnar- byltingar”. Mars Þann 1. mars ritaöi forsætis- ráðherra borgarstjórn bréf þar sem skorað var á borgarstjórn að taka við Bernhöftstorfunni og 1 koma henni úr ábyrgð rikissjóðs enda hafði verið samþykkt fyrir löngu að borgarstjórn að þiggja gjöfina. Islenska landsliöið i handbolta kom á óvart þegar það fréttist 1. mars að þeir höfðu „burstað” Hollendinga 28:14 i keppninni um 3ja sætið i B keppninni á Spáni. 1. mars lagði Sjálfstæðis- flokkurinn fram tillögu um þing- rof og nýjar kosningar, en nokkur umbrot voru innan rikisstjórnar- innar sem leitaöi samkomulags- grundvallar um nýja efnahags- frumvarpið. 1 byrjun mánaöarins var i gangi undirbúningur að eignar- námi Deildartunguhvers vegna hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar sem sætti mikilli mót- stöðu eigenda, sem vildu selja hverinn á hærra verði. Að kvöldi hins 1. mars fórst vél- báturinn Ver VE 200 og meö hon- Flutningaskipiö Edera leitaði hafnar i Reykjavik þann 20. febrúar, eftir aö hafa laskast i brotsjó. um fjórir menn en tveimur bjargaði Bakkavik AR 100 sem kom á slysstað skömmu eftir að báturinn sökk. Skipulagsnefnd um raforku- öflun lagði hinn 2. mars einróma til stofnun nýrrar Landsvirkjun- ar, sem hafi með höndum megin- orkuvinnslu og dreifingu á orku i landinu. Laugardaginn 3ja mars voru sex Islendingar handteknir i Kaupmannahöfn með fikniefni fyrir um 350 milljónir króna og þar af kókain fyrir 310 milljónir. Þriðjudaginn 6. mars fórust tveir menntaskólapiltar i snjó- flóði i Þverfellshorni ofan Mógils- ár. Voru piltarnir á niðurleið þeg- ar hengja klofnaöi ofan við þá og skall yfir þá. Þriðji pilturinn komst heim að Leirvogstungu og gerði aðvart um slysið. Hinn 9. mars samþykkti út- varpsráð að verja 35 milljónum til kvikmyndunar Paradisar- heimtar sem gera skyldi hér- lendis i Danmörku og Utah. i kring um Arnarbælisbæi. Knattspyrnuvertiðin hófst þann 16. mars með leik Hauka og Akra- ness á Hvaleyrarholtsvelli. Knattspyrnuráð Reykjavikur at- hugaði möguleika á að fá Arsenal eða Liverpool til Islands, i tilefni af 60 ára afmæli sinu. Loðnuvertiö lauk hinn 18. mars og var aflinn 520 þúsund lestir AM tók saman Flóö og vegaskemmdir uröu viösvegarum land i vatnavöxtum i lok febrúar. Þannig var umhorfs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.