Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. desember 1979 19 rmaður Framsóknarflokksins: orkufrekan iðnað i islenskri eigu til að styrkja okkar atvinnu- og framleiðslu- grundvöll. Þetta átak i orkumálum er svo mikilvægt nú, að engu máli skiptir þótt fresta verði á meðan ýmsum öðr- um æskilegum framkvæmdum. Við íslendingar erum að þvi leyti einnig óvénjulega vel staddir að okkar þjóðarbúskapur byggir að verulegu leyti á endurnýjanlegum auðlindum. Ef rétt e^með farið eru fiskistofnarn- ir traustir og geta risið undir stórauk- inni framleiðslu. Á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar eru jafnframt mjög miklir möguleikar til aukinna tekna með meiri hagkvæmni i veiðum, bættri nýtingu i vinnslu og minni sóun, t.d. á orku. Um landbúnaðinn má svipað segja. Hann býggir á auðlind, sem er óþrjót- andi, ef rétt er með farið. Miklir mögu- leikar á nýrri arðsamri framleiðslu eru enn að mestu ónotaðir. Af nánum kynn- um minum af landbúnaði undanfarið veit ég, að með samstilltu átaki bænda og rikisvalds má á örfáum árum leysa þau vandamál, sem að landbúnaði steðja nú, stilla hina hefðbundnu fram- leiðslu i hóf miðað við þarfir þjóðarinn- ar og islensks iðnaðar, en styrkja um leið búsetu og gjaldeyrisöflun með nýj- um búgreinum. Vafaiaust mun iðnaðurinn taka við mestum hluta af fjölgun þjóðarinnar. Þetta ber markvisst að gera iðnaðinum kleift, enda eru möguleikar miklir, ekki sist ef byggt er á innlendu hráefni og orku. Ótalinn er þó mesti auðurhm, landið sjálft og eigin menning. Þarna búa ó- tæmandi möguleikar til betra mannlifs. Það þekkja þeir, sem kunna að njóta útivistar i viðáttu okkar lands. Næstu verkefni Þótt aðkallandi sé að hefjast handa> við að styrkja grundvöll þjóðarbúsins eins og ég hefi rakið, mun það þó allt reynast erfitt við núverandi aðstæður. Þvi veld- ur óðaverðbólgan, fyrst og»fremst. Kapphlaupið við hana krefst nánast alls þess þróttar, sem við eigum. FJest fyrir- tæki og mikill fjöldi einstaklinga hafa fjárfest gifurlega og safnað skuldum i trausti þess að eignatilfærsla sú, sem fylgir verðbólgunni, og mikil vinna á þenslutimum geri þeim kleift að risa undir. Þvi mundi hrun fylgja skyndi- legri stöðvun verðbólgunnar. Við framsóknarmenn viljum þvi ráðast gegn verðbólgunni i áföngum með markvissum aðgerðum, þannig að ekki leiði til atvinnuleysis. Enginn má þó ætla að slik breyting frá rótgróinni verðbólgustefnu verði sársaukalaus. Hún mun snerta alla. Or verðbólgufjár- festingu mun draga og atvinna þvi verða eitthvað minni um tima. Atvinnu- grundvöllinn ber hins vegar að styrkja með auknum undirstöðufram- kvæmdum, einkum á sviði orkumála og tilfærslu til fiskiðnaðar, þar sem skort- ur er á fólki. Þrátt fyrir slik vinnubrögð verður að gera ráð fyrir samdrætti þjóðartekna á næstu árum, þar til ný fjárfesting i orkumálum og iðnaði til lands og sjávar fer að gefa góðan arð. Ekki verður held- ur hjá þvi komist að orkukreppa og samdráttur i heiminum almennt hafi veruleg áhrif til tekjuskerðingar hér á landi. Þvi er það spurningin, á hvern máta getum við dregið sem mest úr slikum áhrifum. 1 þvi sambandi verður tekjuskiptingin i þjóðfélaginu afar mik- ilvæg. Við íslendingar höfum af nægum tekjum að taka þannig að allir geti við unað. Okkur ber að lögbinda lágmarks tekjutryggingu öllum til handa, þannig að sérhver einstaklingur geti lifað sómasamlegu lifi. Ef þjóðartekjur dragast saman merkir þetta að sjálf- sögðu timabundinn tekjuflutning frá þeim, sem meiri tekjur hafa.Gegn sliku munu ihaldsöflin berjast. En, þegar grannt er skoðað, hvaða leið eygja menn aðra? Sannarlega getum við, sem betur búum, séð af meiru en hinir, sem minna mega sin. Að öllum likindum er slik tekju- stefna lykillinn að þvi að takast megi að ráða niðurlögum verðbólgunnar. íslensk flokkaskipun Eins og ég sagði i upphafi þessarar greinar var grundvöllurinn að islenskri flokkaskipun lagður árið 1916. Þá voru stofnaðir bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn og þar með vinstri armur islenskra stjórnmála mótaður. Einna m^stan þátt i stofnun þessara flokka beggja átti einn og sami maður- inn, Jónas Jónsson frá Hriflu. Athyglis- vert er að Jónas nefndi Framsóknar- flokkinn iðulega vinstrimannaflokk. Þessari ummótun islenskra flokka lauk 1924 með stofnun íhaldsflokksins, hægra megin, sem nokkrum árum siðar hlaut nafnið Sjálfstæðisflokkur. Með þessu var horfið frá flokka- skipun, sem einkenndist af viðhorfi manna til Dana. í Jjess stað var af- staða tekin með tilliti til innlendra hagsmuna og stétta. Þessi flokkaskipun hefur litið breyst, þegar undan er skilið stofnun Kommún- istaflokksins 1930. Hann stofnuðu byltingarsinnar, sem klufu sig út úr Álþýðuflokknum. Sá flokkur hefur siðan smám saman þróast i Alþýðubandalag- ið, eins og kunnugt er. Framsóknarflokkurinn hefur frá upp- hafi verið jafnaðarflokkur, sem byggir á félagshyggju og i atvinnurekstri eink- um á samvinnuhreyfingunni, þótt smærri einkarekstur einstaklinga hafi á siðari árum átt auknum stuðningi að fagna i flokknum, enda eðlilegt með bættum lifskjörum og vaxandi umsvif- um i þjóðarbúinu. Framsóknarflokkur- inn varð í upphafi höfuðandstæðingur íhaldsflokksins og siðar Sjálfstæðis- flokksins. Samstarf þessara flokka í rikisstjórn hefur þó nokkrum sinnum orðið, fyrst 1932 til 1934. Aldrei hefur slikt þó verið sársaukalaust. Þannig leiddi fyrrnefnt samstarf til klofnings Framsóknarflokksins 1934. Almenn þróun i heiminum og batnandi lifskjör hafa að sjálfsögðu haft svipuð áhrif i stjórnmálum hér á landi og áður er lýst erlendis. Flokkarnir hafa færst saman. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þau verkefni, sem eru framundan og ég hefi fjallað um, muni greina flokkana að nýju i sundur. Það er eðlilegt og æskilegt. Þannig verða línurnar skýrari. Við lausn þeirra verkefna er Fram- sóknarflokknum tvimælalaust eðli- legast að vinna með þeim flokkum öðrum, sem eru jafnaðarflokkar og teljast til vinstri i islenskum stjómmál- um. Hvernig þjóð- félag viljum við? Við framsóknarmenn viljum þjóðfélag, þar sem einstaklingar eru frjálsir til eðlilegra athafna, en sameinast um hin stærri verkefni á félagslegum grundvelli. Við viljum samvinnu, ekki aðeins i atvinnurekstri heldur einnig i samskiptum einstak- linga. Við viljum öryggi öllum til handa til heilsugæslu, menntunar og til lifsvið- urværis almennt. Við framsóknarmenn viljum jöfnuð með mönnum og á milli landshluta og stétta. Þeir sem skara fram úr eiga að sjálfsögðu að njóta þess i góðum lifskjörum, en óþarft er að aðrir liði skort. Við íslendingar erum ein litil þjóð. Landsmenn eiga allir rikan þátt i þvi að skapa þann auð, sem við siðan njótum öll. Þeir sem fá notið margra kosta þéttbýlisins geta ekki verið án þeirrar frumframleiðslu, sem er svo mikil viða i dreifbýlinu. Það er þvi réttmæt krafa að jafna betur en nú er gert á milli þétt- býlis og dreifbýlis. Við framsóknarmenn setjum manngildið ofar auðmagninu. Maðurinn má aldrei verða þræll fjár- magnsins, enda er góðs mannlifs fyrst og fremst að leita á öðrum sviðum. Þar erum við Islendingar rikir. Við eigum gott land, sem þó má enn gera betra til að búa i. Þetta er kjarni þeirrar vinstri stefnu, sem við framsóknarmenn berjumst fyrir. Ég þakka árið sem er að liða. Sérstaklega þakka ég framsóknar- mönnum og öðrum fylgismönnum flokksins þeirra mikla stuðning. Það verður hinsvegar betur þakkað með at- höfnum en orðum. Að lokum óska ég landsmönnum öllum þess að árið 1980 megi verða okkur íslendingum farsælt. Það er von min að á þvi ári megi takast að stiga stórt skref til heiibrigðara og betra mannlifs. tsmaxr*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.