Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 30

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 30. desember 1979 i il't'ri'i'l \ww billlnn som flestir hafa vorið að loita að — Bíllinn er fallegur, hannaður með notagildi að leiðarljósi og innréttingin er frábær. — Vegna þess hve DATSUN Cherry er breiður er leit að öðrum eins þægind- um í minni gerðum bíla. — DATSUN Cherry er tæknilega full- kominn og búinn öllum þeim kostum sem hagsýnt fólk kann að meta. FRAMHJÓLADRIF STÓR SKUTHURÐ Einar S. Einarsson, forseti S.í. ,, Hr áskinnaleikur stjórn- málamannanna er mér minnisstæðastur” „Af erlendum vettvangi þá eru mér efst i huga þær miklu hör- mungar sem duniö hafa yfir ibúa Indókina á árinu og ennfremur það mikla hjálparstarf sem þar hefur verið unnið”, sagði Einar S. Einarsson. Mér er einnig ofarlega i huga veiting friðarverðlauna Nóbels til móður Theresu, fyrir það mikla starf sem hún hefur unnið á Ind- landi og heift og hefndarþorsti erkiklerksins Khomeinis i íran er manni einnig minnisstæður. Af vettvagni þjóðmálanna er mér minnisstæðast hið heimatil- búna hallæri sem hér rlkir, en það stafar að mlnu mati fyrst og fremst af hráskinnaleik stjórn- málamannanna, sem ekki hafa getað komið sér saman um að stjórna landinu. Hvað skákinni hérlendis við- vikur, þá er helst að minnast ágæts árangurs Islenskra ung- menna á árinu. Þar ber trúlega hæst glæsilegan árangur Karls Þorsteins á barnaársmótinu á Puerto Rico, þar sem hann bar sigur úr býtum og einnig er ferð islenskra ungmenna til New York borgar mér ákaflega minnisstæð. Ég held að þeirri ferð sé best lýst með orðum Arellusar Nielssonar I hugvekju i einu dagblaðanna, en þar sagði hann m.a. að þessi börn hefðu lagt heimsborgina að fótum sér með hugsuninni einni saman. Þess er einnig að minnast að ís- lendingar unnu Norðurlanda- meistaratitilinn i keppni Grunn- og framhaldsskóla á árinu. Aðaiheiður Bjarnfreðsdóttir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar „Eiga ábyrgð- arlausir angurgapar að teyma þjóðina út í kosningar — á nýjan leik?” ,,A árinu eru mér minnisstæð- ust vonbrigði og sársauki þess fólks, sem ég umgengst mest, vegna sundrungar þeirra flokka, sem kenna sig við verkalýö og fengu i kosningum 1978 öflugan stuðnina alþýöu manna”, sagöi Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maöur Starfsmannafélagsins Sóknar. „Þessu lyktaði svo með fyrirvaralausu brotthlaupi krata Ur rikisstjórn, með skammdegis- kosningum og rikisstjórn á lánuð- um og lausum stólum. Hverju ég spái fyrir næsta ár fer eftir þvi hvað verður með stjórn landsins. Tekst að mynda sterka meirihlutastjórn, sem stjórnar i friði við launafólk og þorir að meta þá mest, sem verst eru settir. Eða eiga ábyrgðar- lausir angurgapar að teyma þjóð- ina Ut i hverjar kosningar af ann- arri, þar til við erum sokkin svo djúpt i stjórnleysi og óreiðu, að útiendir hirða okkur á nýjan leik. Þvi verða þeir 60 að svara”. Einar S. Einarsson Hvað framtiðina varðar þá ber ég vissan ugg i brjósti varðandi fjármálaþróunina hér á Islandi. Ég tel þvi miður að nokkur hætta sé á algjöru efnahagshruni hér á næsta áratug, ef sá hráskinna- leikur sem ég minntist á hér áðan helduráfram. Menn verða að láta hagsmuni þjóðarinnar sitja I fyrirrúmi, fyrir eiginhagsmuna- semi og flokkshagsmunum. Ég er bjartsýnn á framtiðina á skáksviðinu. Þessi áratugur sem nú er að liða hefur fært okkur ís- lendingum þrjá alþjóðlega meist- ara I skák, einn stórmeistara og einn heimsmeistara og ég efa ekki að niundi áratugurinn verður okkur ekki siður hagstæður. Hér er fjöldi efnilegra skákmanna, sem vafalaust eiga eftir að láta mikið kveða að sér I framtiðinni og auka þannig hróður landsins á skáksviðinu”, sagði Einar S. Einarsson að lokum. 2JA EÐA 4 DYRA 52 HESTAFLA VÉL (DIN) SJALFSTÆÐ FJÖÐRUN Á ÖLLUM HJÓLUM LITAÐAR RÚÐUR HALOGEN LJÓS SPARNEYTNI OG HATT ENDURSÖLU-VERÐ Og þegar verðið er tekið með i reikn- inginn. — þá eru f lestir sammála okk- ur um að DATSUN CHERRY verði enn einn metsölubíllinn frá DATSUN. Til afgrelðslv strax Óskum viðskiptavínum okkar svo og landsmönnum öllum Farsasldar á nýja árinu þökkum viðskiptin á liðnum árvm INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simör 33560 og 37/10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.