Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 8
Sunnudagur 30. desember 1979 8 Erlent yfirlit Byltingar er að vænta í orkumálum Jóhannes Páll páfi fremur unnið a6 þvi aö styrkja þann grunn, sem fyrir er og hann telur traustan og gtíöan. Þaö má á vissan hátt segja um hann, aö hann sé boöberihinna fornu dyggöa. Sennilega þarfri- ast katólska kirkjan slíks leiö- toga i þvi rtítleysi og ringulreiö, sem nú gengur yfir heiminn. Margt bendir til, aö katólska kirkjan geti oröiö traustari og styrkari stofnun undir forystu hans. Súsaga erfræg, aöStalinhafi eitt sinn spurt á heimsstyrjald- arárunum, þegar rætt var um aö leita stuönings páfans: Hvaö mörg herfylki hefur páfinn? Páfinn getur ekki beitt her eöa lögreglu einsog Khomeini, en á- hrif hans og katólsku kirkjunnar geta veriö mikil á almennings- álitiö i heiminum, ef þeim er hyggilega beitt. ORKUMALIN eru nú mesta vandamál rikja, sem ekki ráöa yfir auöugum orkulindum. Þau hafa þvi mjög sett mark sitt á efnahagsþróunina i heiminum á árinu, sem er aö liöa. Mörg riki reyna nú aö auka orkusparnaö og eru Bandarikin i hópi þeirra. Orkuþörfin fer jafnframt vaxandi, svo aö aldrei veröur náö langt meö orkusparnaöi einum til aö leysa orkuvandann. Meginúrræöiö hlýtur aö veröa þaö aö finna nýja orkugjafa. Margt bendir til, aö þetta veröi meginverkefni visindamanna og tæknimanna á komandi ár- um. Sumirspá þvi, aö á árunum fram aö aldamótum, muni veröa mesta bylting á sviöi vis- inda og tækniþróunar, sem mannkyniö hefur lifaö til þessa. Sú bylting veröi tengd nýjum orkugjöfum, sem þá komi til sögunnar. t LOK ársins 1979 vakna óvenju margar spurningar um fram- vinduna á næsta ári, sem menn gera sér vonir um að fá svarað þá. Hver veröa t.d. afdrif Salt-2-samningsins, en sambúö 1 austurs og vesturs getur mjög oltiö á þvi? Hver verða endalokin á viöræöum Egypta og Israelsmanna um framtiö Vesturbakkans svonefnda og Gazasvæðisins, en þeim á aö ljúka á næsta ári? Hver veröur árangurinn eöa árangursleysiö af viöræöum Rússa og Kínverja, sem hófustá þessu ári? Þannig væri hægt aö halda áfram aö spyrja. Margt gæti bent til, aö næsta ár yröi örlagarikt. Sú spurning er einnig veiga- mikil, hvort sú von rætist, aö hafréttarráöstefnan nái á næsta ári samkomulagi um nýjan viö- tækan hafréttarsáttmála, sem meöalannarsleggi grundvöll aö sameiginlegri nýtingu þjóöanna á botnauðæfum úthafsins. Ef slikt samkomulag næðist, væri þaö eitt stærsta og þýöingar- mesta sporiö til viötækrar al- þjóölegrar samvinnu, sem stig- ið hefur veriö til þessa dags. Ef þaö heppnaöist, gætu fleiri góöir hlutir fylgt I kjölfariö. Leiö al- þjóölegrar samvinnu er oftast torfær, en hún er eina leiöin til aö t ryggj a f riö og örygg i I heim - inum og þvi mega menn ekki missa vonina, þótt hægt gangi oft og tiðum. Þ.Þ. TRÚMAL meira en stjórnmál, trúarhreyfingar meira en stjórnmálaflokkar settu svipinn á atburöi ársins 1979. Tveir trú- arleiötogar, þótt ólikir séu, keppa um þaö aö teljast maöur ársins, en þaö eru þeir Khom- eini og Jóhannes Páll páfi. íranska byltingin veröur aö teljast stærsti atburöur ársins. Þótt afleiðingar hennar séu hvergi nærrikomnar allar I ljós, bendir flest til þess, aö hún eigi eftir að valda meira raski I vest- anverðri Asiu en nokkur annar atburður, sem hefur gerzt þar um langt skeið. Jafnvel þótt hUn veröi ekki til þess aö steypa oliufurstunum viö Persaflóa og I Saudi-Arabiu af stóli, lætur hún hrikta svo mjög i stólum þeirra, að þeir veröa aö breyta mikiö um stefnu og starfshætti, ef þeir eiga að halda velli. Þetta getur haft hinar örlagarikustu afleiö- ingar fyrir sambúö þeirra viö vestræn riki. En þaö eru ekki vestræn riki ein, sem hafa ástæðu til aö ótt- ast hina islömsku hreyfingu, sem bylting Khomeinis hefur hrundið af stokkunum. Hún get- ur einnig ógnaö hinum komm- únistiska heimi. Sitthvað bendir tíl, aö hún geti átt eftir aö valda RUssum miklum vanda i Afghanistan og jafnvel innan landamæra Sovétrikjanna. Enn er hin Islamska hreyfing svo skammt á veg komin, aö menn veröa að láta sér nægja ágizkanirog spádóma um fram- tiöina. Til eru lika þeir, sem vona, aö hUn eigi eftir aö renna út i sandinn. Sú spá er þó ekki likleg. En jafnvel þótt svo færi, veröur Vestur-Asia aldrei aftur þaö, sem hún var fyrir Irönsku byltinguna. JOHANNES Páll páfi er ekki byltingarmaöur eins og Khom- eini. En hann er ekki minni áróðursmaöur. Feröalög hans viöa um lönd, en þó einkum heimsókn hans til Póllands, hafa veriö engu minni heims- fréttir en atburöirnir i tran. Páfinnhefur ekkiboöaö nýjung- ar eöa breytingar, heldur miklu Khomeini Trúarleiðtogar settu svipinn á áríð 1979 ÍJtgcfandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulitrúi: Oddur Óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 sími 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000ámánuöi. Blaöaprent. Óvissan um áramótín Það mun valda ugg ýmissa nú við áramótin, að rikisstjórnin, sem situr að völdum, er bráðabirgða- stjórn, sem búin er að biðjast lausnar, en stárfar vegna tilmæla forseta Islands þangað til ný rikis- stjórn hefur verið mynduð. í raun réttri má segja, að rikið sé forustulaust. Ástand efnahagsmála og þjóðmála er hins vegar þannig ástatt, að meiri þörf er fyrir starfhæfa og röska rikisstjórn en oft áður. Það var von margra, að eftir kosningar yrði mynduð vinstri stjórn, enda hnigu úrslit þeirra ein- dregið i þá átt. 1 samræmi við það fól forseti íslands Steingrimi Hermannssyni, formanni Framsóknar- flokksins, að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Sú tilraun bar ekki árangur að þessu sinni og verður ekki reynd aftur, nema aðrar tilraunir hafi mistek- izt. Áreiðanlega er það mörgum mikil vonbrigði, að þessi tilraun skyldi ekki heppnast. Ein ástæðan til þess er sú, að kosningabaráttan hefur skapað ýmis pólitisk sárindi, sem tekur sinn tima að læknast. Af þessu er ljóst, að kosningabaráttan hefur ekki bætt andrúmsloftið, en vænta verður þess að það batni aftur, þegar frá liður. Forseti Islands hefur nú falið Geir Hallgrimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar og hefur hann tekizt það verk á hendur. Haldi Geir Hallgrimsson fast við leiftursóknina, mun stjórnarmyndunartilraun hans mistakast. Morgunblaðið hefur gefið i skyn, að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig ekki bundinn af henni lengur, þvi að hún hafi beðið ósigur i kosningunum. Mbl. hefur mælt með þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp samstarf við Alþýðubandalagið og hefur sú hugmynd fundið vissan hljómgrunn hjá þvi. 1 frásögn Morgunblaðsins af fundi þingflokks og flokksstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var siðastliðinn fimmtudag, er sagt, að „lítill minnihluti hafi viljað útiloka samstarf við Alþýðu- bandalagið” og má af þvi ráða, að mikill meirihluti hafi verið samstarfinu fylgjandi. Jafnframt segir Mbl. að „meirihluta fundarmanna mun hafa þótt litið til samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks koma.” Þetta orðalag verður vart skilið á annan veg en meirihlutinn hafi verið slíku samstarfi andvigur og kemur það ekki á óvart, þar sem ihaldsstefna Sjálfstæðisflokksins og umbóta- stefna Framsóknarflokksins eru meginandstæð- urnar i islenzkum stjórnmálum. Þannig er þá staðan i stjórnmálunum um áramót- in. Þótt ýmsir forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins hafi löngun til samstarfs, er ekki liklegt, að það muni takast. Þá munu taka við tilraunir til myndunar minnihlutastjórnar, en mis- ' heppnist þær tilraunir, virðast horfur á utanþings- stjórn. Hér verður engu spáð um hver útkoman verður. Fyrir Framsóknarflokkinn gildir mest i þessum hráskinnsleik að halda réttum áttum i samræmi við þau fyrirheit, sem hann gaf kjósendum og hlaut stuðning þeirra i kosningunum. Slik vinnubrögð eru heiðarlegust og heilladrýgst, þegar til lengdar læt- ur. Þrátt fyrir óvissuna, er ekki ástæða til kviða. Ýmsir þurfa tima til að jafna sig eftir kosningar og viðhorfin breytast, þegar málin skýrast betur. Landið er gott og þjóðin dugandi og getur þvi átt góða framtið, ef hún gætir að sér i tima. Þvi er á- stæða til að vona, að árið 1980 reynist Islendingum gott ár. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.