Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 23. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MEÐ LITI Í HÖNDUM HIN ÁTTA ÁRA MARÍA ÝR ER HARÐ- ÁKVEÐIN Í AÐ VERÐA LISTAMAÐUR >> 19 TILNEFNINGAR KUNNGJÖRÐAR ÓSKARINN ALLAR LÍKLEGAR >> 34 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÞAÐ eina sem getur komið í veg fyrir klofn- ing Frjálslynda flokksins er að Margrét Sverrisdóttir fái afdráttarlausa kosningu í varaformannssætið. Margrét lýsti því yfir í gærkvöldi að hún stæði við þau áform sín að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins á laugardag og fara þannig gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni varaformanni flokksins. Margrét hefur hugleitt að bjóða sig fram til formanns gegn Guðjóni A. Kristjánssyni, frá því að hann lýsti yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson í síðustu viku. Með kosningu Margrétar yrði a.m.k. plástur settur á stærstu svöðusárin. Á það er bent, að með Margréti sem vara- formann dragi úr hinni karllægu einsleitni sem einkenni forystusveit og þingflokk Frjálslynda flokksins. Margrét greindi frá þessu í gærkvöldi í Kastljósi Sjónvarpsins þar sem hún og Magnús Þór tókust á, en fyrr um daginn höfðu þessi áform hennar þó kvisast út. Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld: „Ég treysti því að þetta verði til þess að efla samheldni í flokknum og sam- eina fylkingar.“ Mikil smölun hefur verið í gangi Talið er að Margrét hafi mjög styrkt stöðu sína í baráttunni um varaformanns- sætið eftir að borgarstjórnarflokkur Frjáls- lynda flokksins hét henni fullum stuðningi til forystustarfa í flokknum í fyrradag. Þetta er mat viðmælenda, jafnvel þótt það liggi fyrir að Ólafur F. Magnússon, borg- arfulltrúi Frjálslyndra, hafi ekki verið nema hálfvolgur í stuðningi sínum. Eindreginn og afdráttarlaus stuðningur Guðrúnar Ás- mundsdóttur, Kjartans Eggertssonar, Ástu Þorleifsdóttur og Önnu Sigríðar Ólafsdótt- ur, er sagður gera gott betur en vega upp á móti hálfvelgju Ólafs. En ekki er þar með sagt að sigurinn sé unninn, því mikil smölun hefur átt sér stað að undanförnu, í báðum fylkingum. Flokks- mönnum hefur fjölgað um eitthvað á fimmta hundraðið á undanförnum þremur mánuð- um, eða yfir 30%. Það eina sem þarf til þess að fá að mæta og kjósa á landsþingi Frjáls- lynda flokksins er að vera skráður félagi í flokknum og er líklegt að smölun haldi áfram fram á síðustu stundu. Fyrst verður formannskosning kl. 15.00 á laugardag og strax í kjölfar hennar verður kosið um vara- formann. Guðjón fullyrti í gær í samtali við Morg- unblaðið, að enginn klofningur í Frjálslynda flokknum væri í uppsiglingu, óháð því hver niðurstaðan yrði í varaformannskosning- unni. „Við sem erum kosin til forystu eigum að vinna saman að kosningu lokinni. Það liggur beint við og ég ætlast til þess að sú verði niðurstaðan, hver sem í hlut á.“ Margrét Guðjón Magnús Þór Klofnar Frjálslyndi flokkurinn? Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NOKKUÐ hefur verið um það í vetur að kalla hefur þurft á lögreglu vegna deilna um tölvu- notkun. Síðast gerðist þetta í fyrradag þegar lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði fjöl- skyldu sem var komin í hár saman vegna þess að unglingarnir á heimilinu, tveir bræður, brugðust illa við þegar átti að takmarka tölvunotkunina. Unglingum sem hafa lengi, hugsanlega í nokk- ur ár, haft nánast óheftan aðgang að tölvu og net- sambandi gengur oft illa að sætta sig við þegar foreldrarnir taka allt í einu upp á því að tak- marka notkunina. Yfirleitt eru afleiðingarnar einskorðaðar við rifrildi eða heiftarlegt fýlukast en stundum kemur fyrir að unglingurinn missir gjörsamlega stjórn á sér. „Nú er komið nóg“ Haukur Haraldsson sálfræðingur segir að í til- fellum sem þessum sé líklegt að vandamálið eigi sér langan aðdraganda. Hann segir afar mik- ilvægt að setja skýrar reglur allt frá fyrstu tíð og það verði að vera ótvírætt að foreldrarnir ráði því hversu miklum tíma börnin eyði við tölvuna og hvað þau geri meðan á því stendur. Þegar börn hafi náð unglingsaldri og hafi vanist því að eyða miklum tíma í tölvunni og séu hugsanlega komin á kaf í netleiki, s.s. World of Warcraft eða Eve Online, sé erfitt að grípa inn í. „Svo þegar for- eldrarnir fá upp í kok, eins og gerist og gengur í uppeldi, þá grípa þeir til þess óyndisúrræðis að slökkva á netsambandinu og segja: „Nú er komið nóg.“ Og þá reiðist sá sem er í tölvunni því hon- um finnst ekkert vit í þessu,“ segir Haukur. Þetta sé að vissu leyti skiljanleg afstaða því að gera megi ráð fyrir að viðkomandi sé orðinn góð- ur leikmaður og jafnvel í liði sem treysti á hann. Hið sama á við um netnotkun og tölvuleiki en að mati Hauks er það beinlínis skylda foreldra að vita hvað börnin aðhafast á Netinu, rétt eins og þeir telji það jafnan skyldu sína að vita hverjir eru leikfélagar barnanna og hvað þau geri í skóla og frítíma. Ef vandamál tengd tölvunotkun fara úr bönd- unum geti foreldrar leitað sér hjálpar, m.a. hjá Heimili og skóla eða hjá sálfræðingum. Lögregla kölluð á heimili vegna deilna um tölvunotkun  Mikilvægt að setja reglur um netnotkun frá fyrstu tíð og fylgjast vel með Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KÓPAVOGSBÆR mun greiða eig- anda jarðarinnar Vatnsenda 2,25 milljarða króna fyrir 1. febrúar nk. fyrir samtals 863 hektara lands sem bærinn tekur eignarnámi. Sátt hef- ur náðst í málinu en viðræður hafa staðið milli aðila í tæpt ár. Sam- kvæmt henni mun landeigandinn, Þorsteinn Hjaltested, ekki greiða gatnagerðargjöld eða önnur tengd gjöld til bæjarins vegna lóða sem skipulagðar eru á landi hans og lóða sem hann fær á landi Kópavogs- bæjar og mun því heildarkostnaður bæjarins vegna kaupanna nema um 3,2–3,5 milljörðum króna. Um tvö þúsund íbúðir geta risið á svæðinu. Tillögur varðandi málið voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gærkvöldi. Samfylking greiddi atkvæði gegn tillögunum. Samkvæmt sáttinni er sam- komulag um að undanskilja eign- arnámi Elliðavatn ásamt kraga í kringum vatnið, tæplega 72 hekt- ara. Á hluta þess svæðis verða skipulagðar minnst 300 lóðir undir sérbýli. Landeigandinn leggur Kópavogsbæ til land undir götur, veitur og opin svæði sem bærinn tekur á móti að sér að fullklára og viðhalda, landeiganda að kostnað- arlausu. Einnig fær landeigandi 11% af öllum íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthlutað verður á hinu eign- arnumda landi og mun ekki greiða gjöld þeim tengd til bæjarins. Kaupir Vatns- enda fyrir um 3,5 milljarða Í HNOTSKURN »Vegna kvaða sem hvíldu ájörðinni var ekki hægt að selja landið að hluta eða í heild og því varð Kópavogsbær að taka það eignarnámi. »Samkomulagið fer nú tilumfjöllunar hjá matsnefnd eignarnámsbóta. »Gunnar Birgisson bæj-arstjóri telur samninginn tryggja fjárhagslega afkomu bæjarsjóðs. Reuters Á Indlandi Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem verið hefur á Indlandi undanfarna daga hefur þegið boð um sæti í þróunarráði Indlands. | 8 EFTIR vetrarhörkurnar síðustu vikur bregður nú svo við að útlit er fyrir janúarhitamet á land- inu í dag. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í gærkvöldi á bloggsíðu sinni, Veðurvakt- inni, að afar hlýtt loft yfir landinu gæti vegið að janúarhitametinu frá árinu 1992 þegar hitinn á Dalatanga mældist 18,8 gráður á Celcius. Að sögn Einars var einkum búist við miklum hita suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum. | 4 Horfur á janúarhitameti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.