Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 33
staðurstund Tilkynnt var í gær hvaða kvik- myndir og hvaða listamenn eru tilnefnd til Óskarsverðlaunanna 2007. » 34 kvikmyndir Flóki Guðmundsson veltir fyrir sér þeim íslenska – og að hans mati hvimleiða – sið að gera hlé í miðri sýningu kvikmynda. » 35 af listum Er leikarinn Tom Cruise „alveg eins og Jesú“ og verður hann tilbeðinn eins og frelsari í fram- tíðinni? » 40 fólk Kammermúsíkklúbburinn fagn- ar nú 50 ára starfsafmæli sínu. Seinni helmingur afmælisársins hófst í Bústaðakirkju. » 41 tónlist Kvikmyndin Nótt á safninu fær þrjár stjörnur hjá gagnrýnanda sem segir Ben Stiller flinkan í sínu fagi. » 43 bíódómur |miðvikudagur|24. 1. 2007| mbl.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Föðurhlutverkið hefur ekkiþótt eftirsóttur efniviður íleikverk hingað til en núhefur Bjarni Haukur Þórsson, sem er líklega best þekktur fyrir Hellisbúann, sett upp leikritið Pabbann sem verður frumsýnt í Iðnó á morgun. „Ég er búinn að vera í þessum leikhúsbransa í mörg ár og man ekki eftir neinu verki sem tekur á þennan hátt á föðurhlutverkinu svo það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta fer í fólk,“ segir Bjarni Hauk- ur, höfundur verksins og eini leikari. „Ég hef spáð í þennan efnivið í nokkurn tíma. Ég byggi handritið að miklum hluta á eigin reynslu auk þess sem ég ræddi við vini mína og aðra karlmenn í kringum mig.“ Karlmenn á hliðarlínunni Að hans sögn fjallar Pabbinn á gamansaman hátt um það hvað er að vera pabbi í nútímasamfélagi. „Eins og ég tala um í verkinu hef- ur hlutverk feðra breyst mjög mikið á seinustu tuttugu árum, ég er allt öðruvísi pabbi en pabbi minn var, áð- ur fyrr voru karlmenn að gera aðra hluti og ekki talið eðlilegt að þeir sinntu börnunum mikið. Nú erum við að fatta hvað við höfum farið á mis við í hundruð ára, en að fá að sinna barninu sínu og taka þátt í uppeldinu er ein mesta gjöf lífsins,“ segir Bjarni Haukur og er á því að staða feðra í samfélaginu dag sé mjög góð en gæti eflaust verið betri. Spurður hvort karlmenn séu í ein- hvers konar kreppu vegna þessa nýja hlutverks segir Bjarni Haukur það vel geta verið. „Karlmenn hafa engar fyr- irmyndir í að sinna föðurhlutverkinu eins og ætlast er til í dag en konan er með mikla uppsafnaða þekkingu sem móðir. Karlmenn eru meira á hliðarlínunni, að spyrja hvað þeir eigi að gera. Á sama tíma og við eig- um að taka virkan þátt í uppeldinu erum við kannski jafnmikið spurn- ingarmerki og við höfum alltaf verið. Við þurfum að leggja meira á okkur til að setja okkur inn í málin, allar þessar bækur og öll þessi aðstoð sem býðst er í mörgum tilfellum ekki miðuð að karlmönnum og þetta allt getur skapað ákveðna kreppu. En síðan er það líka mjög persónu- bundið hversu mikinn þátt karlmenn vilja taka í uppeldinu.“ Bjarni Haukur segir að það megi alveg sjá smásamfélagsspeglun í verkinu, smábrodd. „Ég er að spyrja spurninga, t.d hvað er mikilvægast í lífinu. Ég held að karlmenn séu að fatta að það mik- ilvægasta í lífinu er ekki að byggja hús og metast um hver á mestu pen- ingana heldur annað.“ Hvers vegna að eignast börn? Bjarni Haukur sló í gegn hér á landi fyrir nokkrum árum í verkinu Hellisbúanum. „Pabbinn er öðruvísi verk, ég er ekki að setja það upp til að reyna að toppa Hellisbúann, þá væri ég bara geðveikur. Mig langaði bara að segja þessa sögu.“ Eins og Hellisbúinn er Pabbinn einleikur, þar sem Bjarni Haukur stendur einn á sviðinu og segir sög- una. „Mér fannst einleiksformið rétta leiðin til að segja þessa sögu enda elsti frásagnarmáti sem til er.“ Leikverkið er frásögn, þar sem pabbinn fjallar um aðdraganda þess að hann og konan hans ákváðu að eignast barn, um meðgönguna, fæð- inguna, fyrstu skrefin og uppeldis- tímabilið sem varir lengst. Allt er séð frá sjónarhóli kalmannsins. Ein af vangaveltunum í leikritinu er spurningin hvers vegna við eign- umst börn og vert er að spyrja Bjarna að lokum hvert svarið er við henni. „Ekki vantar fólkið, það er til nóg af því og ef okkur vantar það þá flytjum við það inn. En eignumst við börn af ást eða sjálfselsku eða finnst okkur bara svona gott að gera’ða? Þessum spurningum svara ég í leik- ritinu á minn hátt og fólk verður bara að koma sér í Iðnó og fá svör- in,“ segir Bjarni Haukur og hlær. Leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjónsson en hann leikstýrði Bjarna einnig í Hellisbúanum. Um leikmynd sér Egill Eðvarðsson, lýs- ing er í höndum Árna Baldvinssonar og Þórir Úlfarsson gerir tónlistina. Frumsýning er eins og áður segir á morgun, fimmtudag, í Iðnó. Frá sjónarhóli karlmannsins Morgunblaðið/Ásdís Pabbinn Að brjóta saman þvottinn er eitt af hlutverkum feðra nútímans sem Bjarni Haukur fjallar um í verki sínu. Pabbinn, gamanleikur um föðurhlut- verkið eftir Bjarna Hauk Þórsson TÓNLISTARHÓPURINN CA- PUT hefur um langt skeið verið í fararbroddi hér á Íslandi hvað varðar flutning á nýrri tónlist. Í kvöld kl. 20 mun hópurinn flytja í Salnum í Kópavogi tónlist eftir þýsk/hollenska tónskáldið Gott- fried Michael Koenig. Koenig er eitt af fremstu tónskáldum 20. ald- arinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu. Tón- skáldið er jafnframt sérstakur gestur Myrkra músíkdaga 2007 og verður viðstaddur tónleikana í kvöld. Flytjendur eru þau Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Svava Bern- harðsdóttir á víólu, Sigurður Hall- dórsson á selló, Valgerður Andr- ésdóttir á píanó, Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason á flautu og Guðni Franzson á klar- inett. Á efnisskránni verða eftirtalin verk: Klangfiguren II – elektróník (1955/56), Segments 92–98 fyrir fiðlu og selló (1983), Terminus X – elektróník (1967), Per Flauti fyrir tvær flautur (1997), Blätter fyrir strengjatríó (1992), Funktion In- digo – elektróník (1969), Int- ermezzo (Segments 85–91) fyrir flautur, klarinettur og píanó (1987). CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 af ungum íslenskum tón- listarmönnum í þeim tilgangi að flytja nýja tónlist. Hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evr- ópskra tónverka og haldið tónleika í Norður-Ameríku og í 15 löndum Evrópu. CAPUT hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu, í Ameríku og á Íslandi. Má þar nefna: „Haust í Varsjá“, Gulbenkian-hátíðina í Lissabon, New Concert Series í Toronto, Santa Cecilia í Róm, Wigmore Hall í London, Holland Festival í Amsterdam, Listahátíð í Fær- eyjum, Listahátíð í Reykjavík og Sumartónleika í Skálholtskirkju. CAPUT hefur gefið út níu hljómdiska í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Bandaríkjunum og á Ís- landi. Auk þess hafa hljóðritanir hópsins komið út á sjö safndiskum. CAPUT hlaut menning- arverðlaun Dagblaðsins árið 1995 og hafa tónverk flutt af hópnum margoft verið valin til kynningar á Alþjóðlega tónskáldaþinginu í Par- ís. CAPUT kemur fram á Myrkum músíkdögum í Salnum í kvöld Morgunblaðið/Kristinn CAPUT Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er einn af meðlimum CAPUT- hópsins sem spreyta sig á tónlist Gottfrieds Michaels Koenigs í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.