Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar 569 1100 Vegna aukinna umsvifa erlendis og góðrar verkefnastöðu er Naust Marine að leita eftir starfskrafti. Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur sem viðkomandi þarf að hafa að einhverju eða öllu leyti: ● Rafvirkja- eða tæknimentun á sviði raf- magns. ● Reynsla eða þekking á rafstýrðum hraðabreytum. ● Vélstjórnarmenntun. ● Reynsla af sjó. Viðkomandi þarf að geta unnið í hóp við upp- setningu stjórnkerfa fyrir rafmagnsvindukerfi um borð í skipum. Hann þarf einnig að geta unn- ið sjálfstætt við prófanir og viðgerðir á slíkum búnaði. Tæknifræðingur / Forritari Æskilegar mentunar og hæfniskröfur sem viðkomandi þarf að hafa öðlast að einhverju eða öllu leiti: ● Tæknifræði eða mentun á sviði forritunar. ● Reynsla eða þekking á hönnun iðnstýrikerfa. ● Vélstjórnarmenntun. Viðkomandi þarf að geta unnið í hóp við hönnun og uppsetningu stjórnkerfa fyrir raf- magnsvindukerfi um borð í skipum og eftirlits- kerfa af ýmsum toga fyrir iðnað og orkuveitur. Hann þarf einnig að geta unnið sjálfstætt við prófanir og viðgerðir á slíkum búnaði. Skriflegar umsóknir sendist til NAUST MARINE HF. Skeiðarási 3, 210 Garðabæ eða á póstfang naust@naust.is fyrir 18. mars 2006. Háskólakennari við umhverfisskipulagsbraut Vegna nýrra og aukinna verkefna og fjölgun nemenda er staða háskólakennara (lektor, dósent, prófessor) við umhverfisskipulagsbraut umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands laus til umsóknar. Á umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands er fjallað um samspil náttúru, manns og forma. Fléttað er saman námsgreinum á sviðum náttúruvísinda, skipulags og hönnunar. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir í viðkomandi fræðum. Landbúnaðarháskólinn leggur áherslu á að auka rannsóknir sínar á þessu sviði og starfið býður því upp á þróun nýrrar þekkingar og fræða við umhverfisskipulagsbraut. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun (meistaragráða eða doktorsgráða) í landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, arki- tektúr, eða hliðstæðum fræðigreinum. Æskilegt er að umsækjendur hafi færni í notkun helstu hönnunarforrita og framsetningu efnis. Lögð er áhersla á frumkvæði og góða samstarfshæfileika. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu og fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem óskað er að tekið sé tillit til. Þá eru umsækjendur hvattir til að gefa til kynna áform sín og framtíðarsýn í tengslum við starf þeirra við LbhÍ, ef til ráðningar kemur. Um er að ræða fullt starf en til greina kemur að ráða í hlutastarf. Meginstarfsstöð viðkomandi er á Hvanneyri. Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og aðlögunar- samningum Landbúnaðarháskólans við viðkomandi stéttarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Auður Sveinsdóttir (audurs@lbhi.is) í síma 433 5000/ 860 7309. Umsóknir skulu sendar til starfsmannastjóra Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borganes fyrir 14. febrúar nk. Bókari Öflug fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir bókara strax í u.þ.b. 50% starf. Reynsla af DK bókhaldskerfi og þekking á færslu fjárvörslureikninga æskileg. Vinsamlegast sendið starfsferilskrá til aug- lýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merkta: ,,Bókari - 19465’’. Viðkomandi þarf að gefa hafið störf sem fyrst. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Verslunarrými í hjarta miðborgarinnar 35-40 m² verslunarrými staðsett á miðjum Laugavegi til leigu. Leigist frá 1. febrúar 2007. Ef óskað er eftir upplýsingum um húsnæðið þá vinsamlegast sendið beiðni til auglýsingadeild- ar Morgunblaðsins eða á box@mbl.is merkta: ,,V - 19470’’. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 1. febrúar 2007 kl. 9:30 á eftirfarandi eignum: Bárustígur 11, 218-2625, þingl. eig. Dominik Lipnik, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Boðaslóð 2, 218-2713, þingl. eig. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður vélstjóra. Eva VE-51 (skipaskrárnúmer 6707) 50% eignarhl. gþ., þingl. eig. Guð- laugur Valgeirsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Kópavogi. Faxastígur 4, 218-3204, þingl. eig. Íris Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Hólagata 6, 218-3924, þingl. eig. Guðný Björk Ármannsdóttir, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður. Kirkjubæjarbraut 11, 218-4358, þingl. eig. Andrés Sigmundsson, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Vestmannaeyjabær. Kirkjubæjarbraut 16, 218-4364, þingl. eig. Kristín Kolbrún Love, gerð- arbeið. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tryggingamiðstöðin hf. Strandvegur 73a, 218-4794, þingl. eig. Bjarnar Þór Erlingsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Strandvegur 73b, 218-4796, þingl. eig. Bjarnar Þór Erlingsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. janúar 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásavegur 7, 218-2374, þingl. eig. Auður Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 31. janúar 2007 kl. 14:00. Brattagata 11, 218-2783, þingl. eig. Klara Tryggvadóttir, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður, Sjóvá-Almennar Tryggingar hf. og Vátrygg- ingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 31. janúar 21007 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. janúar 2006. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., mánudaginn 29. janúar 2007 kl. 14:00 á eft- irfarandi eignum: Aðalstræti 122, Vesturbyggð, fastanr. 212-3792, þingl. eig. Sigfríður G. Sigurjónsdóttir og Egill Össurarson, gerðarbeiðendur Dagsbrún hf., Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Olíufélagið ehf., Vestur- byggð og Vörður Íslandstrygging hf. Aðalstræti 89, Vesturbyggð, fastanr. 212-3755, þingl. eig. Anna Gests- dóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Bjarkarholt, Krossholti, Vesturbyggð, fastanr. 212-3109, þingl. eig. Helga Bjarndís Nönnudóttir, gerðarbeið. Vátryggingafélag Íslands hf. Dalbraut 11, Vesturbyggð, fastanr. 212-4828, þingl. eig. Björn Magnús Magnússon, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Dalbraut 24, neðri hæð, Vesturbyggð, fastanr. 212-4846, þingl. eig. Jón Þórðarson, gerðarbeiðandi Glitnir fjármögnun. Hafnarbraut 2, Vesturbyggð, fastanr. 212-4904, þingl. eig. Lokinhamr- ar ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf. Hellisbraut 18, Reykhólum, fastanr. 212-2741, þingl. eig. Guðjón Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Jörðin Klúka, Vesturbyggð, landnr. 140452, þingl. eig. Björn Jónatan Emilsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið. Skógar, ásamt 2.045,8 fm lóð úr landi Eyrarhúsa, Tálknafirði, fastanr. 222-3742, þingl. eig. Sigurlaug Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Strandgata 1, Vesturbyggð, fastanr. 212-4961, þingl. eig. Bílddælingur ehf., þrotabú, gerðarbeiðendur Atlantsskip-Evrópa ehf. og Eimskipa- félag Íslands ehf. Strandgata 2, Vesturbyggð, fastanr. 212-4966, þingl. eig. Bílddælingur ehf., þrotabú, gerðarbeiðendur Atlantsskip-Evrópa ehf. og Eimskipa- félag Íslands ehf. Urðargata 20, 3. hæð (risíbúð), Vesturbyggð, fastanr. 212-4114, þingl. eig. Vöruafgreiðslan Patreksfirði ehf., þb., gerðarbeiðandi Vátrygg- ingafélag Íslands hf. Urðargata 5, Vesturbyggð, fastanr. 212-4096, þingl. eig. Kristinn Friðþjófsson, db., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Þórsgata 8, Vesturbyggð, fastanr. 212-4210, þingl. eig. SIJ fjárfestir ehf., gerðarbeiðendur Tollstjóraembættið og Vesturbyggð. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 23. janúar 2007, Björn Lárusson, ftr. Raðauglýsingar sími 569 1100 ,,Au pair’’ í Lúxemborg Við erum 4 manna íslensk fjölskylda, sem býr í Lúxemborg, og okkur vant- ar ,,au pair’’ til starfa í janúar, helst í eitt ár eða fram á næsta haust. Viðkomandi þarf að vera orðin a.m.k. 19 ára og hafa reynslu af barnapössun. Verkefnin eru almenn hússtörf og barnagæsla. Dóttir okkar er 11 ára og sonur 2 ára og það þriðja er á leiðinni í aprílbyrjun. Við erum frekar róleg fjölskylda og okkur vantar stúlku sem kemur til með að falla vel inn í fjölskyldumynst- ur okkar. Viljum við umfram allt að hún sé börnunum okkar vinur eða góð eldri systir. Auk þess þarf hún að vera sjálfstæð í verki, dugleg og áræðin. Laun og nánari lýsing vinnunnar verða rædd við nánari samskipti. Áhugasamir vin- samlegast hafið samband við okkur í gegnum tölvupóstinn: bjornk@pt.lu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.