Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn BÍÐIÐ HÉR ÞAR TIL YKKUR ER VÍSAÐ TIL SÆTIS BÍÐIÐ HÉR ÞAR TIL YKKUR ER VÍSAÐ TIL SÆTIS SITTU „OG ÓSK KONUNGSINS VARÐ AÐ VERULEIKA...“ „ALLT SEM AÐ HANN SNERTI BREYTTIST Í GULL! NÆSTA DAG...“ HÆTTU! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ LESA MEIRA! ÉG VEIT HVAÐ Á EFTIR AÐ GERAST... SVONA SÖGUR ENDA ALDREI VEL! AÐ SJÁ ÞIG! ÞÚ LIGGUR Í SÓLINNI ALLAN DAGINN ÉG VERÐ! AF HVERJU? VEGNA ÞESSA AÐ MAGINN Á MÉR ER SÓLARRAFHLAÐA ÞAÐ ER BULL ÉG VONA AÐ VIÐ VERÐUM JAFN LENGI SAMAN OG DAGUR OG LJÓSKA ERTU AÐ GRÍNAST? VIÐ VERÐUM SAMAN Í ÞÚSUND ÁR GRÍMUR ÞÚ ERT SVO... SVO... SVO... SVO... ÉG HELD AÐ MAMMA SÉ BÚIN MEÐ ÖLL LÝSINGARORÐIN SÍN ADDA, ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ SKOÐA NOKKRA EINKASKÓLA EG VEIT EKKI LALLI. MÉR FINNST SKÓLINN SEM ÞAU ERU Í GÓÐUR ÞRÁTT FYRIR AÐ HANN HAFI EKKI FENGIÐ HÆSTU EINKUNN Í KÖNNUNINNI, ÞÁ ER HANN ÞÆGILEGUR OG GLAÐLEGUR EN ÞAÐ ERU BARA ÞEIR BESTU SEM LIFA AF Í ÞESSUM HEIMI ÞEIR SEM ERU EKKI BESTIR VERÐA BARA UNDIR. LIGGJA BLÓÐUGIR Á STÉTTINNI OG LÁTA TRAÐKA Á SÉR ÞÚ ERT FARINN AÐ HUGSA OF MIKIÐ EINS OG DARWIN ÉG FINN ENGAR SKRÁR FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ KOMST SÍÐAST Í SKOÐUN ÞAÐ ER DÁLÍTIÐ SÍÐAN NOKKRU SEINNA... ÞETTA LÍTUR BARA MJÖG VEL HJÁ ÞÉR GLÆSILEGT! MÁ ÉG ÞÁ FARA HEIM? JÁ, UM LEIÐ OG HÚN ER BÚIN AÐ TAKA ÚR ÞÉR BLÓÐSÝNI Æ, NEI! Næstkomandi fimmtudag,25. janúar, kl. 16.30 verð-ur haldin kynning á nið-urstöðum könnunarinnar Krakkarnir í hverfinu með sérstakri áherslu á Vesturbæ. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar stendur fyrir kynning- arfundinum sem fer fram í safn- aðarheimili Neskirkju. Bryndís Guðmundsdóttir er kennsluráðgjafi í Vesturgarði og verkefnisstjóri þekkingarverkefnis um börn og samfélag: „Krakkarnir í hverfinu er heiti könnunar sem gerð hefur verið árlega undanfarin 9 ár, og er ætlað að varpa ljósi á hagi og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunn- skóla,“ segir Bryndís. „Könnunin fer fram á landsvísu, en við úrvinnslu könnunarinnar eru niðurstöður flokk- aðar m.a. eftir borgarhlutum og bæj- um, og munum við á fundinum á fimmtudag rýna í niðurstöður er varða Vesturbæ m.a. í þeim tilgangi að sjá hvar nauðsynlegt er að bregð- ast við, og þá með hvaða hætti.“ Áhrif íþrótta og fjölskyldu Könnunin var framkvæmd af fyr- irtækinu Rannsóknum og greiningu, og mun Álfgeir Logi Kristjánsson að- ferðafræðingur kynna helstu nið- urstöður: „Sjónum er sértaklega beint að rótum vanlíðunar sem getur birst í misnotkun vímuefna, geðræn- um erfiðleikum, brottfalli úr skóla og brotinni sjálfsmynd, en jafnframt er horft til atriða í félagslegu umhverfi ungmenna,“ segir Bryndís. „Í lok árs- ins 2005 var samþykkt forvarn- arstefna Reykjavíkur þar sem sér- stök áhersla er lögð á styrkingu sjálfsmyndar og félagsfærni. Rann- sóknir hafa sýnt að þættir á borð við reglulega íþróttaiðkun og góð tengsl við foreldra hafa mikil áhrif, og tengj- ast m.a. minni líkum á vímuefn- anotkun unglinga, betri líðan í skóla og bættum námsárangri.“ Bryndís segir kynninguna eiga að gagnast bæði foreldrum, starfs- mönnum skóla, og öllum þeim sem koma að starfi með börnum og ung- lingum. „Rannsóknin veitir mik- ilvægar upplýsingar um stöðu mála í hverfinu, og er góður grunnur fyrir okkur sem vinnum að málefnum barna og ungmenna,“ segir Bryndís. Stöðugt á verði „Vesturbærinn kemur þokkalega út úr könnuninni að þessu sinni, en við verðum að gæta þess að sofna ekki á verðinum. Merki um að neysla vímuefna sé að aukast er áhyggju- efni, og að svo virðist sem aðhaldi og eftirliti foreldra sé ábótavant. Gott forvarnarstarf felst í því að styrkja einstaklinginn frá blautu barnsbeini, og efla félagsfærni með virkum hætti.“ Nálgast má heildarskýrslur rann- sóknarinnar Krakkarnir í hverfinu á heimasíðu Rannsókna og greiningar, www.rannsoknir.is. Upplýsingar um forvarnastefnu Reykjavíkurborgar má finna á www.reykjavik.is. Fundurinn í safnaðarheimili Nes- kirkju er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Heilsa | Niðurstöður könnunar um hagi og líðan nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Krakkarnir í Vesturbæ  Bryndís Guð- mundsdóttir fæddist á Ísafirði 1943. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963, kennaraprófi frá Kennaraskól- anum 1964 og lauk árið 1993 námi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Bryndís starfaði um langt skeið við kennslu og sem námsráðgjafi. Hún hefur starfað sem kennsluráðgjafi hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2002. Bryndís á tvo syni og fjögur barnabörn. Glæsileg 180,7 fm íbúð á 6. hæð í lyfthúsi. Stæði í bílageymslu. Stórfenglegt útsýni (sjá myndir á netinu). Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni eru m.a stórar stofur með suðursvölum útaf, eldhús, þvottahús og tvö herbergi. Á efri hæðinni eru tvö herb. og sjónvarpshol. Um það bil 40 fm hellulögð verönd er útaf efri hæðinni. Verð 49,5 millj. 5172 EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (MIÐVIKUDAG) FRÁ KL. 20-21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - KÓRSALIR 3 - ÞAKÍB. 0602 Casino Royale verður fyrstaJames Bond-kvikmyndin sem sýnd verður í kínverskum kvik- myndahúsum, og segir fram- kvæmdastjóri Sony Pictures í Kína að hún muni slá öll frumsýning- armet erlendra kvikmynda. Myndin verður sýnd í yfir eitt þúsund bíóum, í öllum helstu borg- um og mörgum minni bæjum. Framkvæmdastjóri Sony í Kína, Li Chow, segir að það hafi ekki verið auðvelt að fá heimild til að sýna myndina í landinu, „og við erum enn ánægðari með að hafa ekki þurft að klippa neitt úr henni“. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.