Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 13 UM ÞESSAR mundir eru liðin 100 ár síðan fyrsti togari, sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga, Jón forseti, sigldi inn á Reykjavík- urhöfn. Það var 22. janúar 1907. Hann var úthafstogari, gagnstætt fyrsta togaranum sem Íslendingar eignuðust, Coot, 1905. Togaravæðingin og vélvæðing bátaflotans voru iðnbylting Íslend- inga. Við það breyttist frumstætt landbúnaðarsamfélag á nokkrum áratugum í það fjölbreytta nútíma- samfélag mennta og velmegunar sem við nú þekkjum. Togaraútgerð hefur verið rekin samfellt síðan og nú, árið 2007, virðist ekkert lát ætla að verða þar á. Með stærstu togurum síns tíma Jón forseti var meðal stærstu togara síns tíma, 233 tonn, og svo mjög var til hans vandað að hann var talinn jafngóður þeim togurum sem þá voru bestir í Englandi. Raunar hafði hann það umfram þá að hann var sérstaklega styrktur til að sigla á norrænum slóðum. Kaup- verð hans þótti óheyrilega hátt en þrátt fyrir það fengu eigendur hans það endurgreitt á aðeins þremur ár- um. Jón forseti var úr járni að mestu leyti, eins og aðrir togarar, bæði skrokkur og yfirbygging. Í honum var gufuvél. Troll Jóns forseta var í meginatriðum af því tagi sem enn tíðkast, þó mun minna, um 40 metr- ar að lengd, álíka og skipið, og gert úr hampi. Á þeim tíma sem Jón forseti var gerður út einskorðaðist togaraút- gerð á Íslandi nær alveg við Reykjavík og Hafnarfjörð. Hlutur Reykjavíkur var að jafnaði 70–90%. Þá höfðu allt að 20% bæjarbúa framfæri sitt af útgerðinni. Reykja- vík var togarabær. Jón forseti var í eigu fiskveiðafélagsins Alliance en að því stóðu nokkrir kunnir skip- stjórar og einn kaupmaður. Útgerð Jóns forseta gekk vel lengst af. Þó fór fyrir honum eins og tæplega helmingi togara á þeim tíma, þ.e. hann strandaði. Gerðist það við Stafnes í illviðri að nóttu til þann 27. febrúar1928. Á togaranum var 25 manna áhöfn og tókst með harðfylgi manna úr landi að bjarga 10 þeirra, en 15 fórust með skipinu. Þetta slys varð mjög til að ýta á eft- ir stofnun Slysavarnafélags Íslands, sem var stofnað skömmu síðar og svo fyrstu björgunarsveitir á vegum þess. 100 ár frá Jóni forseta Tíminn líður Frá sýningunni Togarar í 100 ár í húsakynnum Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík á Grandagarði 8, Jón forseti í forgrunni. Safnið er opið yfir vetrarmánuðina kl. 13.00–17.00 um helgar. ÚR VERINU HELGI Áss Grétarsson lögfræð- ingur flytur í dag erindi á Rann- sóknardögum Háskóla Íslands sem ber heitið „Úthlutun kvóta í botn- fiski árin 1984–1990“. Helgi Áss er starfsmaður Laga- stofnunar Háskóla Íslands og sinn- ir þriggja ára rannsóknarverkefni á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í auglýsingu frá lagadeild HÍ um erindið segir m.a.: „Allt frá því að Ísland var numið og þar til að langt var liðið á 20. öldina var al- mannaréttur til fiskveiða í sjó. Þessi skipan leiddi hægt og sígandi til þess að fiskistofnar voru í hættu ásamt því að hallarekstur í fisk- veiðum var viðvarandi, m.a. voru veiðar ekki ábatasamar í verðmæt- ustu tegundunum, botnfiski. Til að leysa þennan vanda var til bráðabirgða komið á kvótakerfi í botnfiski árið 1984 sem setti um- talsverðar hömlur á hverjir mættu stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Þessi bráðabirgðaráðstöfun var framlengd árin 1985–1990 og lagði grunninn að þeim meginreglum sem hafa gilt síðan árið 1991 um úthlutun kvóta í fiskveiðum. Í erindinu verður leitast við að lýsa reglum sem mæltu fyrir um hverjir mættu veiða botnfisk og hvernig kvóta hafi verið skipt árin 1984–1990. Þetta hefur mikilvægan fræðilegan tilgang þar sem fram til þessa hefur ekki verið óalgengt að ónákvæmni hafi gætt við útlist- un á innihaldi reglnanna. Í svokölluðum Valdimarsdómi Hæstaréttar, H 1998 4076, var m.a. fullyrt að við úthlutun kvóta í botnfiski árið 1984 hafi verið miðað við veiðireynslu á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Einnig hefur verið haldið fram að skipting veiðiréttarins hafi verið bundin föst við þetta viðmið- unartímabil um langt árabil. Í erindinu verða þessar fullyrð- ingar véfengdar og reynt að draga fram nákvæmari mynd af skipt- ingu kvóta í botnfiski árin 1984– 1990 og hvaða áhrif þær höfðu þegar kvótanum var skipt með lög- um um stjórn fiskveiða nr. 38/ 1990.“ Erindið verður í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 14.40 og stendur yfir í um það bil hálftíma. Flytur erindi um úthlutun kvótans 1984 til 1990 Grímsey | Þeir eru ánægðir bræð- urnir og útgerðarmennirnir Gunnar og Sigurður Hannessynir með nýju Sæbjörgu EA 184. Nýja Sæbjörg er 27 tonna dragnóta- og netabátur. Þeir bræður eiga og reka ásamt föður sínum, fiskhúsið Sæbjörgu. Þetta skip er það fimmta í eigu þeirra feðga sem ber þetta góða nafn. Sæbjörg EA 184 kemur frá Ólafsvík og munu 3–4 menn verða í áhöfn. Grímseyingar glöddust innilega við komu Sæbjargar því með komu hennar eru þrjú ný glæsiskip komin með heimahöfn í Grímsey á rúmum mánuði. Sæbjörgin er gerð út á netaveiðar. Ný Sæbjörg EA til Grímseyjar Morgunblaðið/Helga Mattína Útgerð Bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir við Sæbjörgu EA 184, um borð er Ívar Bjarki Sigurðsson. Allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.