Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Night at the Museum kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Night at the Museum LÚXUS kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Apocalypto kl. 5, 8 og 10.55 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine kl. 5.50 B.i. 7 ára Köld slóð kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 12 ára Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára Eragon kl. 3.40 B.i. 10 ára Artúr & Mínimóarnir kl. 3.40 Casino Royale kl. 10.10 B.i. 10 ára Night at the Museum kl. 5.50, 8 og 10.10 Apocalypto kl. 8 B.i. 16 ára Köld slóð kl. 6 B.i. 12 ára - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir eeee MHG - FRÉTTABLAÐIÐ eeee H.J. - MBL eeee LIB - TOPP5.IS ATH: EKKERT HLÉ Á MYNDUM GRÆNA LJÓSSINS FRÁBÆR GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ BEN STILLER OG ROBIN WILLIAMS FYRSTA STÓRMY ND ÁRSINS TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG eeee SVALI Á FM 957 eeee Þ.Þ. - FBL ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins4 ÓSKARSTILNEFNINGAR3 Málverkasýningin Einsýna listfrá Færeyjum stendur til 4. febrúar nk. Listamennirnir sem sýna eru Edward Fuglø, Astri Lu- ihn, Sigrún Gunnarsdóttir, Tor- bjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Verkin á sýning- unni sýna svo ekki verður um villst, að landslagið er enn áhrifavaldur í færeyskri myndlist. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Sýning Melkorku Huldudóttur„Beinin mín brotin“ stendur nú yfir á Vesturveggnum í Skaftfelli. Gallerí Vesturveggur er á jarð- hæð Skaftfells eða í Bístrói menn- ingarmiðstöðvarinnar á Seyðisfirði. Markmið Vesturveggjarins er að gefa ungum myndlistarmönnum tækifæri til að sýna verk sín á op- inberum vettvangi. Hljómsveitin Roðlaust ogbeinlaust sendi frá sér nýj- an geisladisk í sumar, Sjómanna- söngva, sem hefur að geyma 14 sjómannasöngva frá ýmsum tím- um. Þetta er þriðji geisladiskur hljómsveitarinnar en áður hafa komið út diskarnir Bráðabirgða- lög (2001) og Brælublús (2003). Hljómsveitin Roðlaust og bein- laust er að stórum hluta skipuð áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði, þaðan sem hún á rætur sínar að rekja. Roðlaust og beinlaust hafa frá upphafi stutt björg- unar- og slysavarnarmál sjómanna með sölu á diskum sínum en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið til slíkra mála. Nk. laugardag ætlar Mogomusic ehf. og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust að afhenda Slysavarnaskóla sjó- manna ávísun upp á 1.300.000 milljónir króna. Afhendingin verður um borð í Kleifaberginu og hefst kl. 14. Þar ætlar hljómsveitin að taka lagið og margt annað verður til skemmtunar. Tónlist Áskirkja | Miðvikudaginn 24. janúar kl. 20 heldur Kór Áskirkju tónleika til styrkt- ar gluggasjóði Áskirkju og helgaðir minn- ingu séra Árna Berg Sigurbjörnssonar. Kór Áskirkju, Jóhann Friðgeir Valdimars- son, Hjörleifur Valsson, Hallveig Rúnars- dóttir. Ágóði af tónleikunum rennur til gluggasjóðs Áskirkju. Norræna húsið | Iris Ensemble frá Finn- landi flytur verk finnsk-sænska ljóðskálds- ins Edith Södergran með dansi, tónlist og upplestri í Norræna húsinu föstudag 26. janúar kl. 20. Enginn aðgangseyrir. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Landnámssýningin Reykjavík871±2, Að- alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst- arinnar. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasögum til Íslands í gegnum ald- irnar. Sjá nánar á heimasíðu: www.lands- bokasafn.is. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð og athafnir sem verða til við breyt- ingar í umhverfi mannsins og eru mynd- irnar brotabrot af menjum og tímasveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavíkursvæðinu. Til 20. febr. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðl- unarformi um hlutverk og starfsemi Seðlabanka Íslands. Sýningin er opin mán.–föst. kl. 13.30–15.30. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Að- gangur er ókeypis. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning- arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönn- uðum í samhengi við íslenska náttúru. Berlin Excursion, bókagerðarlist frá for- lagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín. Fyrirheitna landið og Handritin að auki. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv- intýralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safn- búð og notalegt kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Myndlist 101 gallery | Stephan Stephensen, aka president bongo. If you want blo- od … you’ve got it! Sýningartími til 15. feb. 2007. Opið þriðjudaga til laugadaga kl. 14–17. Anima gallerí | Þórunn Hjartardóttir. Ljósmyndir og málverk. Sýningin stendur til 27. jan. Opið kl. 13–17 þri.–lau. www.a- nimagalleri.is. Artótek Grófarhúsi | Opnuð hefur verið sýning á verkum Guðrúnar Öyahals mynd- listarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ýmis iðnaðarefni s.s. gler, nagla, sand og rafmagnsvír. Guðrún lauk námi frá MHÍ árið 1997. Sjá nánar á www.artotek.is. Sýningin stendur til 18. febrúar. Café Mílanó | Flæðarmálið – Ljós- myndasýning Rafns Hafnfjörð á Café Míl- anó, Faxafeni 11. Opið kl. 8–23.30 virka daga, kl. 8–18 laug- ardaga og kl.12–18 sunnudaga. Gallerí Auga fyrir auga | Ljósmyndasýn- ing David McMillan á myndum frá Cherno- byl. Myndirnar eru teknar eftir kjarn- orkuslysið 1986. MacMillan byrjaði að mynda í Chernobyl 1994 og hefur síðan farið þangað 11 sinn- um og er hluti afraksturs hans til sýnis til loka janúar. Opið miðvikud. og föstud. kl. 15–19 og laugard. og sunnud. kl. 14–17. Gallerí Úlfur | Nú stendur yfir sýning Þór- halls Sigurðssonar í Galleríi Úlfi á Bald- ursgötu 11. Þórhallur er sjálfmenntaður málari fyrir utan að hann var í eitt ár í fornámi MHÍ og í ár á myndlistarbraut í lýðháskóla í Danmörku. Sýninguna kallar hann Fæðingu upphafs og stendur hún til 20. febrúar. Opið mán.–föst. kl. 14–18. Laug. og sun. kl. 16–18. Gallery Turpentine | Yfirlitssýning á verk- um Jóns Gunnars Árnasonar frá árunum 1960–1987 stendur yfir í Gallery Turpent- ine, frá 19. janúar til 3. febrúar. Hafnarborg | Nú stendur yfir í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, málverkasýningin Einsýna list. Listamennirnir eru Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Torbjørn Ol- sen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Til 4. febrúar. Hrafnista Hafnarfirði | Olga Steinunn Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2. mars. i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafns- sonar stendur yfir til 24. febrúar. Opið er þri.–föst. kl. 11–17 og laug. kl. 13–17. Kaffi Sólon | Erla Magna Alexand- ersdóttir – Veröldin sem ég sé og finn. Erla sýnir málverk. Erla hefur lært hjá mörgum þekktum listamönnum hérlendis og erlendis; Egg- erti Péturssyni, Finni Jónssyni, Birgi Birg- issyni, Arngunni Ýri, Einari Garibalda, Ro- berti Ciabani í Flórens Ítalíu. Hægt er að kaupa verk á sýningunni með Visa/Euro léttgreiðslum. Til 2. febrúar. Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Sýningin heitir Ljósaskipti – Jólasýning Kling og Bang og stendur til 28. janúar. Listasafn ASÍ | Jóhann Ludwig Torfason sýnir „Ný leikföng“: tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvit- uðu yngstu kynslóð og silkiþrykktar þrautir. Hlynur Helgason sýnir verk sem hann nefnir „63 dyr Landspítala við Hring- braut“: kvikmynd, ljósmyndir og málverk. Til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de L’ombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/ Regard Fauve, sýning á frönskum ex- pressjónisma í upphafi 20. aldar. Sýningin kemur frá Musée des beaux-arts í Bor- deaux í Frakklandi, 52 verk eftir 13 lista- menn. Sýning á verkum Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið 11–17 alla daga, lokað mánudaga. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gull- pensillinn sýnir ný málverk undir samheit- inu Indigo í Gerðarsafni. Í Gullpenslinum eru nokkrir af þekktustu málurum þjóð- arinnar. Málverkin eru ólík en mynda mjög áhugaverða heild þar sem hinn einstaki blái litur, indígó, er í öndvegi. Boðið er upp á leiðsögn listamanna á sunnudögum kl. 15. Safnbúð og kaffistofa. Til 11. febrúar. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Hlað- gerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin ber heitið Tvísýna og um er að ræða mál- verk í anda raunsæisstefnu af börnum, húsum og umhverfi. Listasalur Mosfellsbæjar | Sýning Bryn- dísar Brynjarsd. „Hið óendanlega rými og form“ er samspil áhrifa listasögunnar og minninga frá æskuslóðum hennar þar sem leika saman form og rými. Sýningin stendur til 17. feb. Listasalur Mosfells- bæjar, Kjarna, Þverholti 2, opinn virka daga kl. 12–19, lau. 12–15, er í Bókasafni Mosfellsbæjar. Nýlistasafnið | Sýning Kolbeins „Still drinking about you“, er einstakt tækifæri fyrir gesti til að skyggnast inn í íveru listamannsins. En hún fjallar einnig á for- dómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins. Opin frá kl. 13–17 til 31. janúar. Um helgar verður opið til miðnættis. Lok- að mánudaga og þriðjudaga. Skaftfell | Melkorka Huldudóttir sýnir „Beinin mín brotin“ á Vesturvegg Skaft- fells í janúar. Sýningin er opin um helgar frá 13–18 eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is. Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar hefur verið framlengd til 20. febrúar. Sýningin er opin frá kl. 13–17 allar helgar eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóðminjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingi- mundar og Kristjáns Magnússona. Mynd- irnar fanga anda jólanna á sjöunda ára- tugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jóla- stemningu bernsku sinnar. Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasal Þjóð- minjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórð- arsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmynd- ara og ferðamálafrömuðar. Myndirnar tók hann við störf og ferðalög á tímabilinu 1946–60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal Þjóð- minjasafnsins stendur yfir sýning á út- saumuðu handverki listfengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rann- sóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynja- dýraveröld fortíðarinnar. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús á Álfabakka 14a miðvikudag kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Námskeiðin í gömlu dönsunum byrja 15. jan. Allir velkomnir. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Fimmtudaginn 25. jan. kl. 17.15 spjallar Jón Yngvi Jóhanns- son bókmenntafræðingur, um nýjustu bækurnar í Bókasafni Kópavogs. Einnig er hægt að spyrja og taka þátt í umræðum. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. Múltí Kúltí | Ásta Valdimarsdóttir verður með skemmtilegar æfingar kl. 12 til að fá okkur til að hreyfa okkur, brosa og hlæja í skammdeginu. Thorvaldsen bar | Áhugaljósmyndarinn Kristján Eldjárn er með ljósmyndasýningu á Thorvaldsen bar, Austurstræti 8–10, Rvík. Um er að ræða 8 svarthvítar ljós- myndir prentaðar á álplötur, 1,10 x 1,50 að stærð. Til 15. febrúar. Mannfagnaður Húnvetningafélagið í Reykjavík | Laug- ard. 3. febr. er þorrablót í Húnabúð, Skeif- unni 11, 3. hæð, (lyfta). Fjölbreytt dagskrá, m.a. fjöldasöngur, stjórnandi Eiríkur Grímsson, veislustjóri sr. Hjálmar Jóns- son, hljómsveit Húnakórsins leikur fyrir dansi. Miðapantanir í síma 895 0021. Miðasala í Húnabúð 1. febr. kl. 20–21. Skaftfellingabúð | Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður haldin í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178, kl. 20. Kaffiveit- ingar í hléi. Fyrirlestrar og fundir Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Fræðslu- fundur um skjalaflokkunarkerfi verður haldinn á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Félags um skjalastjórn, Lykils og Þjóðskjalasafns hinn 30. janúar kl. 09– 12 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skráning: magnus.lyngdal.magnusson- @reykjavik.is. ITC-Fífa | Kynningarfundur ITC-Fífu er staðurstund Myndlist Melkorka sýnir í Skaftfelli Myndlist Sýning frá Færeyjum Tónlist Hljómsveitin „Roðlaust og bein- laust“ styrkir Slysavarnaskólann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.