Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI hafernir, eða tólf fuglar, sáust í árvissri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) en nokkur sinni áður, allt frá Meðallandi í austri, vestur og norður um til Vestfjarða. Þá sáust óvenju- margar súlur í talningunni en þær koma yfir- leitt að landinu síðla í janúar. Meðal sjaldgæfra fuglategunda má nefna hvítönd í Meðallandi og kúfönd á Sogi en sú síðarnefnda er sárasjaldgæfur flæk- ingur frá Norður-Ameríku og er af- ar lík duggönd. Talningin fór fram helgina 6.–7. janúar 2007 en NÍ hefur skipulagt talningarnar frá árinu 1952. Talið var á um 150 einstökum svæðum um land allt og hafa niðurstöður borist frá 132 svæðum. Um 130 manns tóku þátt í talningunni, allt sjálfboðaliðar. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum er æður langalgengust sem fyrr en óvenju fáir snjótittlingar sáust eins og jafnan þegar snjór er lítill, segir í frétt Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Hafa aldrei talið fleiri haferni frá árinu 1952 FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur þegið boð um að taka sæti í þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um á hvern hátt Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. Slíkri sjálfbærri þróun er ætlaður forgangur í stefnumótun. Þróunarráðið hélt sinn fyrsta fund í Delhi á mánudag. Í frétt frá skrifstofu forseta Íslands kemur fram að ráðið skipa þekktir vís- indamenn, sérfræðingar, stjórn- endur rannsóknarstofnana og for- ystumenn á alþjóðavettvangi ásamt áhrifamönnum í indverskum þjóðmálum. Meðal þeirra eru hag- fræðingurinn Jeffrey Sachs, for- stöðumaður Earth Institute við Columbia-háskólann í Bandaríkj- unum, James Speth, prófessor við Yale-háskólann í Bandaríkjunum, Björn Stigson, forseti Alþjóðavið- skiptaráðsins um sjálfbæra þróun (World Business Council for Sus- tainable Development), dr. R.K. Pachauri, forstjóri tækni- og vís- indastofnunarinnar TERI, Lalit Mansingh, fyrrum sendiherra Ind- lands í Bandaríkjunum, og ind- versku þingmennirnir Suresh P. Prabhu og Jyotiraditya Scindia. Bráðnun jökla ógnar Meðal þeirra verkefna sem þró- unarráðið fjallar um er vatnsbú- skapur Indverja en bráðnun jökla og íss í Himalayafjöllum ógnar lífskjörum hundraða milljóna Ind- verja vegna breytinga sem þessi þróun hefur á vatnsmagn í meg- infljótum Indlands. Þróunarráðið, sem á ensku ber heitið India Council for Sustai- nable Development, mun skila til- lögum sem teknar verða til um- fjöllunar af indverskum ráðamönnum og stofnunum á ólík- um sviðum þjóðlífsins. Tekur sæti í þróunarráði Indlands Hið árlega þorrablót sjálfstæðismanna í Reykjavík verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 27. janúar 2007. Blótið hefst kl. 20.00 en húsið verður opnað kl. 19.00. Blótstjórn verður í höndum Illuga Gunnarssonar hagfræðings en heiðursgestur verður Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður. Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars: Minni karla og kvenna, fjöldasöngur, veglegir happadrættisvinningar, Fóstbræður syngja nokkur þorralög o.fl. o.fl. Miðasala í Valhöll, sími 5151700 Miðaverð kr. 4.900 kr. Hittumst hress í góðra vina hópi. Þorrablótsnefndin. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Þorrablót VEÐUR Áhugamenn um stjórnmál veltamjög fyrir sér stöðu Valgerðar Sverrisdóttur um þessar mundir. Það er eins og hún sé laus úr álög- um.     Frammistaða hennar í embætti ut-anríkisráðherra er til fyr- irmyndar. Hún breytti stefnu Ís- lendinga í friðargæzlumálum og beindi henni í réttan farveg. Hún hefur vakið athygli fyrir að svipta hulu leyndardómsins af gömlum skjölum. Hún hefur gert flest rétt frá al- mannasjónarmiði séð frá því að hún tók við hinu nýja ráðherraemb- ætti.     Hvað er að ger-ast?     Sumir telja aðValgerður sé markvisst og út- hugsað að skapa sér sérstöðu. Hún geri ráð fyrir því að Framsókn- arflokkurinn verði í stjórnarand- stöðu eftir kosningar og vilji gjarn- an að flokkurinn endurnýist þannig.     Hún telji að Jón Sigurðsson verðiekki langlífur sem formaður Framsóknarflokksins ef fram fer sem horfir og til hennar verði leit- að.     Öll háttsemi hennar um þessarmundir beinist að því að und- irbúa jarðveginn.     Það kann vel að vera að sitthvaðsé til í þessum vangaveltum áhugamanna um stjórnmál. Og það kann vel að vera, að frammistaða Valgerðar Sverrisdóttur í embætti utanríkisráðherra geri það að verk- um, að til hennar verði leitað um að taka við forystu Framsóknarflokks- ins. Vorið og sumarið 2006 var það óhugsandi. Nú er þetta vel hugs- anlegt.     Vegna þess að Valgerður er lausúr álögum. STAKSTEINAR Valgerður Sverrisdóttir Laus úr álögum                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -- . / -0 -' -1 +-1 +. 0 +2 -/ 3! 4 3! 4 3! 4 3!    3! 3! 3! 3! 3! 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +2 +( 0 1 ' - - +0 +2 5 +/  !4  ! 6 4 3! 4 3! 3! ) % 4 3! 3! 6*%    !4 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 0 1 . 2 1 +-0 +- 5 ' +/ - 6 3! 3! 3! 3!  ! 3! )*3! 4 3! 4 3! 3! 9! : ;                     !"  #      $% & ! ' ( ) #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   78    ;= 2!>         /     :! %    *      9  :     ;  5 .  <6    (:-079    ;  ) 5 1      ;  <   )       < = * 9-5:-(7"    ;     9  <       % >; *3  *=    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 02( 11- 51/ 591 59' 59- -550 --1/ ''1 ?-0 -.'' -(05 (-0 -0'? ''0' -220 -/05 -500 -51( -52' -55? -.2( -.0' -.-2 -.-' '52. 09/ '9- -9- '95 591 59- 59- 59' 09. -9' -9/ 595            FRÉTTIR VOTVIÐRASAMT var í höfuðborginni í gær og því drungalegt yfir að líta. Snjórinn lét undan síga en von- andi verður þó ekki „allt að klessu“ eins og segir í kvæðinu. Um tíma í gær var þéttur rigningarúði og skyggni því lítið. Ökumenn tóku mið af því og umferðin gekk hægt, en þó yfirleitt örugglega, fyrir sig. Morgunblaðið/Golli Verður allt að klessu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.