Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 29 MINNINGAR SPENNAN eykst með hverjum deginum sem nær líður að lokum Co- rus-ofurmótsins sem fer fram þessa dagana í strandbænum Wijk aan Zee í Hollandi. Azerski stórmeistarinn Teimour Radjabov (2.729) vann hvern sigurinn á fætur öðrum og að loknum fimm umferðum hafði hann fjóra og hálfan vinning á meðan fyrrverandi heimsmeistararnir Veselin Topalov (2.783) og Viswanathan Anand (2.779) komu næstir með 3½ vinning. Í sjöttu umferð gerði Radjabov jafntefli við fyrrverandi FIDE-heimsmeistarann Ruslan Ponomarjov (2.723) á meðan Anand laut í lægra haldi með svörtu gegn heimsmeistaranum Vladimir Kramnik (2.766) og Topalov þurfti að sætta sig við skiptan hlut gegn tékk- neska undrabarninu David Navara (2.719). Búlgarinn Topalov er þekktur fyrir sína frábæru endaspretti á skákmót- um og tefldi við Ponomarjov í sjöundu umferð. Keppnisharka Topalovs er mikil enda tekur hann að þessu leyti til skákstíl Fischers til fyrirmyndar. Sá búlgarski hafði svart í skákinni og tefldi djarft til sigurs og þó að ein- stökum sinnum hafi hallað á hann í hinum miklu flækjum sem upp komu stóð hann uppi sem sigurvegari. Ind- verjinn Anand hafði með hvítu unnið tafl gegn Radjabov en ónákvæmni hans gerði að verkum að forystusauð- ur mótsins slapp með skrekkinn og jafntefli varð niðurstaðan. Kramnik teflir ákaflega traust og gerði einu sinni sem oftar jafntefli með svörtu í litlausri skák gegn Armenanum Le- von Aronjan (2.744). Sá eitilharði Ar- meni gerði sér lítið fyrir í áttundu um- ferð og skellti Azeranum Radjabov á meðan eftirfarandi gerðist í skák Ve- selins Topalovs og Viswanathan An- ands: Hvítt: Veselin Topalov (2.783) Svart: Viswanathan Anand (2.779) 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Bc3 d5 9. Re5 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. Rd2 0–0 12. 0–0 Rf6 13. e4 dxe4 14. a4 Í stað þess að losa um stöðuna með því að undirbúa eða leika c6-c5 fórnar svartur manni í því skyni. 14. … Rd5 15. cxd5 Bxf1 16. d6 Bxg2 17. dxe7 Dxe7 18. Kxg2 f5 Enn sem komið er hefur ekkert nýtt gerst frá áður þekktum skákum þar sem staðan kom upp nýverið í skák milli Indverjans Sasikirans og Rússans Motylevs. Nú er röðin komin að Topalov að galdra fram nýjung sem setur svartan í vanda. Stöðumynd 1 19. b4! Snjall leikur sem reynir að halda taflinu lokuðu og þannig koma í veg fyrir svörtu hrókarnir verði virkir. Þó að hrókur og tvö peð fyrir tvo létta menn eigi að jafnaði að vera fullnægj- andi til að halda jafnvæginu þá hefur hvítur of sterk tök á miðborðinu til að svartur geti varið stöðu sína auðveld- lega. 19. … Dd7 20. De2 Dd5 21. f3 exf3+ 22. Rxf3 h6 23. He1 Hfe8 24. Dc2 Had8 25. Bd2 Dd7 26. Kf2 Hc8 27. Bf4 Dd5 28. He5 Dd7 29. h4 Ha8 30. Bd2! Enn á ný kemur hvítur í veg fyrir að svartur geti opnað línur á borð við peðaframrás a7-a5. 30 … Hac8 31. Dc4 Kh7 32. Bc3 Dd6 33. Re1 b5?! 34. Dc5! Dd8 35. Rd3 og hér kaus svartur að gefast upp. Stöðumynd 2 Satt best að segja var þessi uppgjöf Indverjans furðuleg þó að staða hans sé sennilega töpuð. Enn var hægt að berjast og sagði Topalov eftir skákina að hann sjálfur hefði aldrei gefist upp. Þessi úrslit höfðu í för með sér að Topalov er kominn í efsta sætið með sex vinninga af átta mögulegum og Radjabov er í öðru sæti með 5½ vinn- ing. Aronjan, Karjakin og Kramnik koma næstir með fimm vinninga. Lokaumferðirnar fimm á mótinu verða án efa hörkuspennandi og hægt er að fylgjast með þeim í beinni út- sendingu á heimasíðu mótsins, www.coruschess.com. Sigurbjörn einn efstur á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur Þegar sjö umferðum af níu er lokið á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur hefur Hafnfirðingurinn Sigurbjörn Björnsson (2.297) foryst- una á mótinu með sex vinninga. Í sjö- undu umferð lagði hann Þorvarð F. Ólafsson (2.151) að velli á meðan al- þjóðlegu meistararnir Bragi Þor- finnsson (2.384) og Sævar Bjarnason (2.230) gerðu jafntefli í innbyrðis við- ureign. Þessi og önnur úrslit þýddu að Kristján Eðvarðsson (2.240) og stórmeistarinn Henrik Danielsen (2.506) komust í annað sætið með 5½ vinning ásamt tveim áðurnefndum al- þjóðlegum meisturum. Lokaumferðir mótsins fara fram næstkomandi mið- vikudag og föstudag í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Öllum áhorfendum er velkomið að fylgjast með áhugaverðum skákum sem hefjast kl. 19.30 báða dagana. SKÁK Wijk aan Zee í Hollandi 12.–28. janúar 2007 CORUS-SKÁKHÁTÍÐIN 2007 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Stöðumynd 2 Stöðumynd 1 Topalov í toppformi á Corus-mótinu Af hverju kemur lífið manni alltaf á óvart? Jafnvel þegar maður veit að einhvern tím- ann tekur lífið enda. Miðvikudaginn 10. janúar kvaddi afi minn, Haraldur Leó, þennan heim. Þetta var maður með hjarta úr gulli og var alltaf eitt- hvað að bralla. Síðustu ár fór hann að sækja föndurtíma/smíðatíma í Skóg- arbæ og var eins og verkfærin lékju í höndunum á honum, það voru rosa- lega flottir hlutir sem komu frá hon- um. Afi var frekar rólegur maður. Það var aldrei neinn asi á honum. Síðustu dagana sína var afi mjög hress, þrátt fyrir að síðustu ár hafi hann ekki verið við góða heilsu. Hann var farinn að heyra illa og hafði mjög litla sjón. Þrátt fyrir að afi hafi oft verið alvar- lega lasinn reis hann alltaf upp úr veikindum sínum. Miðvikudagurinn byrjaði sem venjulegur dagur. Í há- deginu fór ég að heimsækja mömmu í vinnuna af því ég hafði séð að hún og Haraldur Leó Hálfdánarson ✝ Haraldur LeóHálfdánarson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 2. október 1919. Hann andaðist á heimili sínu 10. janúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Árbæjarkirkju 22. janúar. pabbi voru mikið að reyna ná í mig og fannst það mjög undar- legt. Þegar ég kom í vinnuna til hennar var hún að fara heim og fannst mér það undar- legt. Þá sagði hún mér að afi hefði dáið um morguninn. Það var eins og ég hefði verið slegin með blautri tusku í andlitið. Þrátt fyrir að afi hafi oft ver- ið lasinn og mér sagt að þetta væri sennilega hans síðasta stund og ég undirbúið mig undir það brá mér samt. Við náð- um í Helgu systur og fórum heim í Hábæ til ömmu. Það var frekar skrít- ið að koma þangað og afi sat ekki í stólnum sínum inni í stofu eða stóð upp til að taka utan um mann sínu þétta faðmlagi og það var enginn sem tók hendurnar á manni og rúllaði í þær hita eftir að hafa verið úti í kuld- anum. Það var enginn sem sagði: ,,Ertu komin, litla lambið mitt, rosa- lega er þér kalt á fingrunum!“ Þegar sest var við kaffiborðið var skrítið að sjá að afi kom ekki og settist hjá okk- ur til að spjalla eða fá sér kaffisopa. Já, þetta var skrítin tilfinning. Marg- ar minningar þutu í gegnum huga manns um það þegar maður var í heimsókn hjá ömmu og afa og ég dró dótakassann alveg fram að stólnum hjá afa og var að leika mér í kringum hann og byggði spilaborgir þarna í kring. Eins þegar verið var að horfa á fréttir heima hjá þeim, þá sat maður annaðhvort við hliðina á stólnum hans eða við fætur hans. Stundum náði ég að setjast í stólinn á undan honum, þá sneri hann stólnum í hringi, þegar maður var orðinn ringlaður sneri hann bara hinn hringinn. Sumrin eru mér minnisstæð þegar amma og afi ferðuðust á rúgbrauðinu sínu (hús- bílnum), þá man ég hvað ég beið alltaf spennt í sveitinni eftir að hvíta rúg- brauðið beygði niður afleggjarann í Njarðvík og amma og afi lentu í sveit- inni. Við afi fengum okkur oft göngu- túr í fjörunni og tíndum steina eða gengum inn með ánni og áttum góða stundir. Síðustu heimsókn minni til afa mun ég seint gleyma. Afi opnaði dyrnar og ég hvíslaði ,,Hæ, afi, þetta er Stein- unn“ og lagði köldu höndina mína í lófa hans og hann þekkti mig um leið og bros hans breiddist yfir andlitið og ætlaði engan enda að taka. Hann spurði mig spjörunum úr um framtíð- aráform mín og hvernig mér liði. Og ég heyrði rödd af himni, sem sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ (Opinberunarbókin 14:13.) Elsku afi, ég veit að þú hefur það gott og hefur fengið hvíld frá erfiði anna lífsins og ég hlakka til að hitta þig á ný þegar við hittumst á himnum. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Kveðja Steinunn Þuríður. SAMGÖNGURÁÐ efnir á næstunni til fundaraðar um samgöngumál. Sá fyrsti fer fram fimmtudaginn 25. janúar á Grand hóteli í Reykjavík og stendur frá kl. 15 til 17. Fund- arefnið er: Ferðir, búseta og sam- göngukerfi. Á dagskrá fyrsta fundarins eru þrjú erindi: Bjarni Reynarsson hjá Land-ráði sf. kynnir niðurstöður rannsókna sinna á áhrifasviði höf- uðborgarsvæðisins og helstu þétt- býlisstaða; Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Bifröst, ræðir áhrif umbóta á samgöngukerfinu á byggð og þriðji fyrirlesari er Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, sem fjallar um breyt- ingar á umferð og búsetu árin 2000 til 2005. Fundurinn er opinn öllum og að- gangur ókeypis. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið post- ur@sam.stjr.is eigi síðar en kl. 12 fimmtudaginn 25. janúar. Í samgönguráði sitja flug- málastjóri, siglingastjóri og vega- málastjóri auk formanns ráðsins, sem er Ingimundur Sigurpálsson. Á næstu fundum, sem eru ráðgerðir í febrúar, mars, apríl og maí, er ráð- gert að fjalla um öryggi vega, fjár- mögnun samgöngumannvirkja og umhverfislega sjálfbærar sam- göngur. Fundur um ferðir, búsetu og samgöngu- kerfi FRÉTTIR NÝLEGA var farandbikar Guð- mundar Karls Gíslasonar, fyrrum maraþonhlaupara, veittur í þriðja sinn. Guðmundur andaðist af slys- förum 7. júní 2004. Farandbikarinn er veittur þeim Íslendingi á þrítugsaldri, sem kemur fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavík. Að þessu sinni kom hann í hlut Þórólfs Inga Þórssonar sem hljóp vega- lengdina, 42,2 km, í Reykjavík- urmaraþoni Glitnis síðastliðið sumar á 3 klst. og 32 mínútum. Var bikarinn afhentur við athöfn í anddyri Vesturbæjarlaug- arinnar 12. janúar síðastliðinn. Sigurvegari árið 2005 var Frosti Hallfríðarson. Auk farandbikars- ins hafa verðlaunahafar fengið farseðil til Evrópu í boði Ice- landair, Flugleiða. Í viðtali við Þórólf og Frosta kom fram að farandbikar Guðmundar hafi ver- ið þeim báðum hvatning til að takast á við maraþonhlaupin. Guðmundur Karl Gíslason, sem farandbikarinn er tileinkaður, var meðal fremstu maraþon- hlaupara landsins fyrir nokkrum árum. Hann hóf að stunda lang- hlaup árið 2000, þá einungis 21 árs. Framfarir hans í lang- hlaupum voru mjög örar og á rúmum tveimur árum hljóp hann samtals 12 maraþonhlaup. Þar af sigraði hann í þremur slíkum hlaupum. Nánari upplýsingar um hlaupaferil Guðmundar er að finna á vefslóðinni http:// www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/ gkg7904/gkg7904.htm Farandbikar veittur fyrir maraþonhlaup LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu leitar vitna að umferðaróhappi á Höfðabakkabrú laugardaginn 20. janúar kl. 13:01. Ekið var á rauða Toyotu Corolla en talið er að tjón- valdurinn, sem hvarf af vettvangi, hafi verið á stærri bifreið, hugs- anlega með rauðri merkingu á hlið. Ökumaður Toyotunnar var á suð- urleið yfir Höfðabakkabrú og ók á grænu ljósi. Hann var á vinstri beygjuakrein og hugðist fara til austurs. Þeir sem geta varpað ljósi á óhappið eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu í síma 444-1000. Lýst eftir vitnum ÍSLANDSMÓT barna í skák 2007 verður haldið laugardaginn 27. janúar nk. Öll börn 10 ára og yngri (fædd 1996 og síðar) geta verið með á mótinu. Tefldar verða 8 umferðir, umhugs- unartími 10 mín. á skák fyrir hvern keppanda. Mótið verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 og hefst kl. 12.45 laugardag- inn 27. janúar. Skráning hefst á skákstað kl. 12.30 og er þátttöku- gjald 500 kr. Happdrætti verður haldið á mótinu þar sem dregið verður um ýmsa vinninga. Bikar er fyrir sigurvegara mótsins og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Sérstök verð- laun verða veitt þrem efstu stúlk- unum í mótinu (ef a.m.k. 10 stúlk- ur taka þátt) og hlýtur sú efsta titilinn „Íslandsmeistari stúlkna 2007.“ Einnig verða veitt sérstök verðlaun í hverjum aldursflokki. Íslandsmót barna í skák NÝR skákkennsluvefur í umsjón Henriks Danielsens og Kristians Guttesens hefur litið dagsins ljós. Þessum vef er m.a. ætlað til að kenna krökkum í Namibíu og á Grænlandi. Þarna eru myndbönd á ensku, dönsku og íslensku. Á hverj- um degi er nýju myndbandi bætt við og fjölgar tungumálunum stöð- ugt. Vefurinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Lagt er upp með að hafa þetta svolítið skemmtilegt fyrir börnin, fá börn til að kenna börnum og jafnvel þekkta ein- staklinga. Þá kynnir Henrik Dani- elsen nýja skákbyrjun sem hann hefur þróað og nefnist Ísbjarn- arkerfið. Þegar fram líða stundir er ætlað að bjóða upp á vikulega skák- kennslu í beinni útsendingu á vefn- um, segir í fréttatilkynningu. Slóðin á kennsluvefinn er www.videochess.net. Skákkennsla á netinu HANNA Þrúður Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til emb- ættis ritara Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins, sem haldið verður helgina 26.–27. janúar nk. Hanna Þrúður fæddist í Reykjavík en er nú búsett á Sauðárkróki. Sambýlismaður hennar er Guð- mundur Guðmundsson sjómaður og eiga þau tvö börn. Hanna bauð sig fram á lista Frjálslynda flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum ásamt því að vera framkvæmdastjóri framboðsins í Skagafirði. Síðustu fjögur ár hefur hún rekið Gistiheimilið Kotið á Sauðárkróki samhliða uppeldi barna sinna. Í fréttatilkynningu segir hún m.a.: „Mín skoðun er sú að öflugt atvinnulíf sé undirstaða samfélags- ins og sé raunar forsenda menntaðs velferðarsamfélags. Frjálslyndi flokkurinn er í mikilli sókn og þar eru margir góðir menn og konur sem vinna að málum sem varða hag allra landsmanna. Má þar nefna sjávarútvegsmál og önn- ur atvinnumál ásamt landsbyggð- armálum. Ég tel að þrátt fyrir ung- an aldur geti ég lagt ýmislegt gott til mála. Mínar aðaláherslur eru einkum varðandi ferðaþjónustu og málefni aldraðra, sem raunar má samþætta.“ Framboð til rit- ara Frjálslynda flokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.