Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 20
ingu en bregst að sama skapi illa við mikilli kyrrsetu. Öll hreyfing er betri en engin hreyfing en almennar ráðleggingar miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur samtals daglega og börn hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega. Með hreyfingu smyrjum við liðamót og losum um andlega og líkamlega spennu. Við færum líkamanum súrefni og næringarefni og losum hann við úrgangsefni. Með tímanum styrkjast bein og vöðvar og hjarta- og æðakerfið verður afkastameira. Allt þetta stuðlar að því að við höfum meiri orku og styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs og til að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Algengir fylgifiskar langvarandi kyrrsetu eru hins vegar stirðleiki, kraftleysi, verkir og vanlíð- an ásamt því að líkurnar á ýmsum sjúkdóm- um aukast til muna. Eins og komið hefur fram upplifa sumir fleiri hindranir fyrir hreyfingu á veturna en á sumrin. Snjór, kuldi, hálka og skortur á birtu eru dæmi um áhrifaþætti sem geta dregið úr hreyfingu. Við þær aðstæður er því enn mikilvægara en ella að vera vakandi fyrir því að uppfylla daglega hreyfiþörf. Hægt er að vera virk/-ur á fjölmargan hátt innan dyra svo sem með því að stunda ým- iss konar íþróttir, leikfimi eða jóga. Ef hálka er hindrun eru fjölnota íþróttahús og verslunarmiðstöðvar dæmi um hentugt Sumir líta á veturinn og það sem hon-um fylgir sem hressandi tilbreyt-ingu á meðan aðrir sjá síður kost-ina við þessa árstíð. Það getur aftur skýrt hvers vegna sumir hreyfa sig meira á sumrin en á veturna. En er það ekki bara allt í lagi? Af hverju getum við ekki lagst í vetrardvala eins og birnir? Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar við spurningunni ,,Hvaða dýr sefur mest?. Bjarndýr eru nefnd sem dæmi um dýr sem leggjast í langan vetrardvala vegna óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts og kulda. Algengt er að þau safni fituforða seint á sumrin og geta brún- birnir t.d. safnað allt að 18 kg af fitu á einni viku. Líkamsstarfsemi bjarndýrsins fer einnig í nokkurs konar orkusparandi ástand á meðan á dvalanum stendur; líkamshitinn fellur um 3–7°C og hjartsláttartíðnin lækk- ar úr 40–70 slögum/mínútu í 8–12 slög/ mínútu. Það þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að þetta fyrirkomulag er ekki hvorki nauðsynlegt né æskilegt fyrir okkur mannfólkið. Umhverfið býður upp á gnótt matar, upphitað húsnæði og utandyra kem- ur klæðnaður í samræmi við veður í stað náttúrulegs loðfeldar bjarnarins. Síðast en ekki síst hefur langvarandi kyrrseta nei- kvæð áhrif á heilsu okkar og líðan. Mannslíkaminn er hannaður fyrir hreyf- svæði til gönguæfinga. Það er hins vegar ekki síður gott að drífa sig reglulega út og fá ferskt loft í kroppinn. Veðrið er sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægileg vörn. Útivist bætir og kætir Það er fátt huggulegra en að sitja í heita pottinum eftir sundsprett á köldum vetr- ardegi og yfir dimmasta tímann er gott að njóta birtunnar t.d. með gönguferðum í há- deginu. Skauta er hægt að stunda innan- dyra og jafnvel utandyra, allan veturinn og ef nægur snjór er úti er hægt að skella sér á snjóþotu, skíði eða bara að búa til snjó- karl. Þeir sem vilja hjóla til og frá vinnu geta með fremur litlum tilkostnaði og fyr- irhöfn fjárfest í nagladekkjum og ljósum. Umfram allt ættum við að leggja áherslu á virkar samverustundir í faðmi fjölskyldu og vina. Þá njótum við þess enn betur að kúra í hlýjunni við kertaljóst á kvöldin og fyrr en varir er sólin farin að hækka á lofti. Stundum líka hreyfingu yfir veturinn Morgunblaðið/G.Rúnar Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hreyfingar Lýðheilsustöð heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ T íminn byrjar hálfsjö og það þýðir að ég er komin á staðinn um tuttugu mínútur yfir sex,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir. Tíminn sem hún nefnir er æfingatími í Boot Camp, eða herþjálfun, sem hún fer í þrisvar í viku. Auk þess lyftir hún aðra daga. „Þetta er mikil áreynsla og vel tekið á því,“ lýsir hún herþjálfuninni, „og gengur mikið út á að auka þrek, rosalega mikið um armbeygjur,“ segir hún og hlær við. „Það er líka mikið hlaupið og ýmsar æfingar sem maður er ekki vanur annars staðar frá. Mottóið er eig- inlega að setja aldrei klukkuna á hérna … “ nú hikar hún og hlær, „ég man ekki einu sinni hvað það heitir, ég nota það aldrei,“ segir hún en tekst að lokum að rifja upp að hún er að tala um „snúsið“ á klukkunni. Mottóið er sem sagt að fara alltaf á fætur um leið og klukkan hringir, aldrei að kúra aðeins lengur. Á fjórum fótum með rassinn upp í loft Annan hvorn laugardag er tveggja tíma útiæfing í herþjálfuninni og þá er eins gott að hafa eitthvað í fata- skápnum sem má rifna og óhreinkast án eftirsjár. „Það er farið í öllum veðrum. Við hlaupum t.d. í snjónum, ótroðnum, og gerum armbeygjur. Stundum löbbum við eins og björn- inn,“ segir hún og sýnir lauslega takt- ana í bjarnargöngunni sem eru þann- ig að skriðið er á fjórum fótum með rassinn upp í loft. „Við skríðum líka á maganum og löbbum á tánum. Þetta eru frábærar æfingar,“ segir hún með áherslu og að þær taki verulega á. Viðbúið er að manneskja sem stundar svona æfingar reglulega sé í góðu formi og Hrafnhildur tekur jú undir það. „Ég get hlaupið nokkuð langt,“ segir hún en viðurkennir að sprettir séu henni ennþá erfiðir. Þó stendur það til bóta því herþjálfunin gengur líka mikið út á að taka spretti. Hrafnhildur hóf æfingar í Boot Camp í maí síðastliðnum eftir ábend- ingu frá vini. „Ég fór bara daginn eft- ir með vinkonu minni og ég ætla sko aldrei að hætta,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er orðinn lífsstíll.“ Þá daga sem hún lyftir fer hún líka fyrir vinnu á morgnana í World Class. Hún þjálf- ar þá til skiptis efri og neðri hluta lík- amans og telur að reglulegar æfingar séu skrokknum lífsnauðsynlegar. Hefur þyngst um 23 kíló Ólíkt kannski flestum var þörf fyr- ir að léttast ekki hvatinn að því að Hrafnhildur hóf þessar stífu æfingar. Hún þurfti þvert á móti að þyngja sig og hefur náð þeim árangri að þyngj- ast um 23 kíló á einu ári. Hún segist því spá í mataræðið líka … „ég passa upp á það af því að ég er að byggja upp vöðva og ég þurfti markvisst að bæta á mig. Ég var hræðilega grönn en er á góðu róli núna og þarf bara að halda þessu svona,“ segir hún og hlær. Æfingarnar hafa styrkt Hrafnhildi á fleiri vegu en líkamlega. „Þetta byggir fólk mjög mikið upp, gefur meiri útgeislun, vil ég meina, og gef- ur á allan hátt mikið.“ Auk æfinganna sem hér hafa verið raktar stundar hún skíði á vetrum og fjallgöngur á sumrum. Hrafnhildur er hársnyrtir, rekur hárgreiðslustofuna Greiðuna við Háaleitisbraut. Eins og allir vita snýst starf hársnyrtis að mestu leyti um að standa allan daginn, með örfá- um undantekningum þegar sest er á háan koll til að komast betur að hári viðskiptavinanna. Þessi vinnuaðstaða aftrar Hrafnhildi ekki frá því að vera á háum hælum meira og minna í vinnunni langflesta daga. „Mér finnst þetta betri staða, hentar mér í það minnsta betur,“ segir hún um hæl- ana. „Ég hef líka heyrt að þetta sé betra fyrir hnén,“ bætir hún við og hlær. Hress allan tímann Dagleg dagskrá Hrafnhildar er þétt skipuð. Á fætur klukkan sex og á æfingu. Eftir það fer hún heim og kemur krökkunum í skólann áður en hún heldur til vinnu. Þangað er hún mætt vel fyrir níu og vinnudagurinn er til sex. Þegar hún er búin að gefa krökkunum kvöldmat segir hún að sér finnist notalegt að setjast um stund og gleyma sér við sjónvarpið áður en hún leggst til hvílu, vanalega um ellefuleytið. „Ég er sko alveg hress allan tímann,“ segir hún að- spurð. „Dett ekkert út af við sjón- varpið,“ klykkir hún út með og hlær innilega.  Engir venjulegir hælar Ekki myndu allar kona bjóða í að standa allan dag- inn á öðrum eins hælum.  Hársnyrtirinn Hrafnhild- ur Arnardóttir í vinnugall- anum á stofunni sinni við Háaleitisbraut. Boxarinn Hrafnhildur tekur vel á því í herþjálfuninni 3–4 sinnum í viku. Morgunblaðið/ÞÖK Aldrei að kúra aðeins lengur  Hreyfum okkur daglega, allan ársins hring.  Hreyfing veitir aukna orku og slökun.  Virkjum alla fjölskylduna.  Klæðum okkur í samræmi við veður.  Njótum birtunnar með útivist í há- deginu.  Jóga, skíði, snjókarlagerð … virkjum hugmyndaflugið.  Nagladekk eru fáanleg fyrir reiðhjól.  Notum endurskinsmerki. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.