Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 23
a. Grunn- t í ljós að reyt- til að mál á til- bendir á byggðar lum. ið skipu- mið og hverfi inn- a starf- um stað. nþáttum ipulags- erður ti þarf að Hann snæðin til ð því að verðar þrettán atnsleka ræða. ús tjónið ekki jafn mikið og látið var af, enn er þó óvitað um fjárhagslegt tjón vegna lekans. Magnús segir eign- irnar almennt mjög vel með farnar og að auðvelt ætti að vera að koma þeim í almenna nýtingu ef verk- efnin eru fyrir hendi. „Markmiðið er að leggja okkur niður eins fljótt og hægt er,“ segir Magnús og bætir við að stórfé kosti að halda bæjarfélaginu gangandi, þó svo enginn sé þar íbúi. „Við erum ekki alveg komnir niður á upphæð- ina en það skiptir tugum milljóna króna á mánuði.“ Þróunarfélagið tók við þeim skyldum sem ríkið tók á sig vegna mengunarmála en áhyggjur hafa verið. s.s. vegna hugsanlegrar mengunar í grunnvatni. Magnús segir að úttektir verði gerðar á mengunarmálum. „Það var gert ráð fyrir verulegum upphæðum til að vinna þessa mengun og koma í veg fyrir hana, færa jarðveg eða hvað sem þarf til.“ Það sem skoðað verð- ur helst er olíumengun auk gamalla urðunastaða. „Í leiðinni munum við fara í gegnum eignirnar allar og sjá hvað af þeim eru í því horfi að við munum þurfa að láta fjarlægja þær. Það eru nokkur hús sem eru með asbest í klæðningu sem verður að laga eða breyta.“ Erlendir aðilar sýna áhuga Nýverið var tekin í notkun vef- síða Þróunarfélags Keflavík- urflugvallar, www.kadeco.is, þar sem settar verða inn upplýsingar um eignir til sölu og leigu. Nafnið er skammstöfun félagsins á enska tungu, sbr. Keflavík airport deve- lopment corparation. „Þessu er svona komið þar sem við erum ekki eingöngu að miða við íslenskan markað heldur ennig erlenda og hafa töluvert margir erlendir aðilar þegar sýnt áhuga á ýmiskonar starfsemi,“ segir Magnús en stað- festi þó ekki áhuga, s.s. vegna fyr- irhugaðs álvers í Helguvík. Magnús áréttar að ef menn hafa skynsamlegar hugmyndir um nýt- ingu eigna þá sé félagið tilbúið til viðræðna. „Það sem við viljum und- irstrika er að hér eru endalaus tækifæri,“ segir Magnús. uðga mannlífið og atvinnulíf yrir miðju), sýnir fjölmiðlum sameiginlega setustofu í fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu. Morgunblaðið/RAX rautum, er í íþróttamiðstöð á fyrrum varn- ir, s.s. skvass, boxæfingar og körfubolta. Í HNOTSKURN »Þróunarfélag Keflavík-urflugvallar var stofnað í október sl. og tók við eignum varnarliðsins í desember. »Eitt af verkefnum félags-ins er að koma eignunum úr hernaðarlegri í borg- aralega notkun. »Undirbúningur hefurgengið vel og er félagið nú tilbúið til viðræðna við þá sem hyggjast nýta sér eignir á svæðinu. »Bæði verður um að ræðasölu eigna og leigu en íbúðahúsnæði verður ekki sett á markað, að sinni. »Tryggja á að jafnvægisamfélagsins á Suð- urnesjum verði ekki raskað með verkefninu. »Vefsíðu félagsins máfinna á www.kadeco.is. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 23 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Það virðist vera innbyggt í þjóðarsálina hjá okk-ur að fara Krýsuvíkurleið að hlutunum. Þegarvið ætlum okkur stóra hluti verður oft minnaúr verki en til var ætlast, en þegar minnst hef- ur verið vænst af okkur höfum við jafnvel staðið okkur best. Að þessu leyti má segja að við séum mikil öfgaþjóð í mati á eigin frammistöðu og væntingum,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og formaður landsliðs- nefndar HSÍ, í samtali við Morg- unblaðið þegar hann var inntur eftir því hvernig leikmönnum íslenska handknattleiksliðsins hefði tekist að snúa herfilegu tapi gegn Úkra- ínumönnum upp í glæsilegan sigur á Evrópumeisturunum Frökkum í fyrrakvöld. Segir hann Alfreð Gísla- syni landsliðsþjálfara hafa tekist einstaklega vel að byggja lið sitt aft- ur upp eftir tapleikinn. Að mati Jóhanns Inga er nú að verða til kynslóð í landsliðinu sem býr yfir meiri stöðugleika en áður hefur verið. „Þessir strákar hafa náð langt með liðum sínum erlendis, þannig að þetta eru orðnir sigurvegarar. Við erum því að vona að við séum að skapa ákveðna sigurmenningu,“ segir Jó- hann Ingi og bendir á að reynslan sýni að liðum sem gangi vel vegni vel í lengri tíma þótt skipt sé um einstaka leikmenn í liðinu. Bendir hann máli sínu til stuðnings á sænska handknattleikslandsliðið sem í áratug skaraði fram úr, sem og Frakkar, Spánverjar og Króatar. Sjálfstraust leikmanna lykilatriði Aðspurður segir Jóhann Ingi ekki óalgengt að leikmenn detti niður í skyndiþunglyndi eftir vondan tapleik, enda erfitt að takast á við brostnar vonir bæði annarra sem og væntingar leikmanna til sjálfra sín. Þá skipti miklu að geta byggt sig hratt upp og endurheimt trúna á sjálfan sig. „Því í reynd snýst þetta allt um sjálfstraust leik- manna,“ segir Jóhann Ingi og bendir á að eftir tapleikinn sl. mánudag hafi leikmenn eðlilega verið mjög fúlir sjálf- um sér fyrir slakt gengi í leik sem allt benti fyrirfram til að þeir ættu að geta unnið. „Slíkt tap getur veitt mönn- um mikinn kraft, enda er enginn jafnhættulegur og hneifaleikamaður sem hefur verið rotaður. Hann þyrstir í sigur.“ Að sögn Jóhans Inga finna leikmenn fyrir mikilli pressu í formi þeirra væntinga sem landinn hefur um gott gengi þeirra á vellinum. „Í raun má segja að hvati þeirra eftir leikinn við Úkraínu hafi verið hræðsla, þ.e. hræðsla við að detta út og valda landsmönnum sárum vonbrigðum,“ segir Jóhann Ingi og leggur áherslu á að mikilvægt sé að leikmenn geti nýtt sér væntingarnar sem jákvæða pressu í stað þess að nálgast hlutina út frá neikvæðum vinkli. Leggur hann á sama tíma áherslu á hversu mikilvægt það sé leikmönnum að finna fyrir góð- um stuðningi áhorfenda. Afreksíþróttir endurspegla lífið sjálft Það vakti athygli að íslensku leikmennirnir klæddust rauðum búningum þegar þeir lögðu Frakka að velli en voru í bláu þegar þeir töpuðu fyrir Úkraínu. Blaðamaður man eftir að hafa lesið greinar sem sýndu tölfræðilega fram á það að rauður væri afar sigursæll litur þegar keppnisíþróttir eru annars vegar. Það liggur því beint við að spyrja Jóhann Inga hvort hann sé sammála þessu. „Litur getur orðið að hjátrú, eins og svo margt annað. Því er hins vegar ekki að leyna að rauður er heitur litur og í honum felst því mikill kraftur,“ segir Jóhann Ingi og bætir við: „Við erum hins vegar ekkert að velta okkur upp úr þessu. Menn verða að halda sig á jörðinni og hafa trú á eigin getu.“ Spurður hvort leikmenn hafi heimtað að klæðast rauðu aftur í leik sínum gegn Túnis í dag svarar Jóhann Ingi því neitandi og hlær. Þar sem ljóst má vera að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna fylgist með frammistöðu landsliðsins í Þýskalandi um þessar mundir liggur beint við að spyrja Jóhann Inga hvort hann telji íþróttaviðburði á borð við þennan efla samstöðu meðal þjóðarinnar. „Ekki spurn- ing. Þegar vel gengur þá samsamar almenningur sig við okkar helsta afreksfólk. Þannig leyfi ég mér að fullyrða að íþróttaviðburðir á borð við þennan fela í sér mik- ilvæga forvörn fyrir geðheilsu Íslendinga,“ segir Jóhann Ingi. Þegar hann er beðinn að útskýra nánar hvað hann eigi við bendir hann á að tímasetning bæði Evrópu- og heimsmeistaramóta sé afar heppileg fyrir landann. „Þessi mót eru oft í janúar, þ.e. á dimmasta og kaldasta tíma ársins, sem mörgum reynist oft erfiður. Þá er gott að geta sameinast yfir viðburði sem fyllir almenning stolti og gleði. Afreksíþróttir endurspegla lífið sjálft, því við þurfum að læra það í lífinu að umgangast bæði sigra og ósigra.“ Spurður hvernig landsliðsmenn og þjálfari muni und- irbúa leikinn í dag gegn Túnis segir Jóhann Ingi þá að sjálfsögðu munu nýta sigurinn gegn Frökkum til efl- ingar á sjálfstrausti. „En leikurinn í gær [miðvikudag] gildir ekki á morgun, frekar en leikurinn í fyrradag gilti fyrir leikinn í gær. Þannig að menn þurfa alltaf að fók- usera á núið og næsta leik. Hættan er sú að ef menn ætla að fagna of lengi þá sofni þeir á verðinum,“ segir Jóhann Ingi og tekur fram að Alfreð muni því nota tímann fram að næsta leik til þess að ná leikmönnum sínum niður á jörðina og búa þá andlega undir leikinn. Nýta væntingar landans sem jákvæða pressu Ljósmynd/Günter Schröder Að mati Jóhanns Inga Gunnars- sonar sálfræðings geta íþrótta- viðburðir á borð við EM í hand- knattleik falið í sér forvörn fyrir geðheilsu Íslendinga. Jóhann Ingi Gunnarsson ELMA Guðmundsdóttir í Neskaupstað er ein þeirra fjölmörgu sem fylgdust grannt með gengi strákanna okkar á HM í Þýskalandi. Hún var ekki bjartsýn fyrir leikinn gegn Evrópumeisturum Frakka og hét því að hún myndi éta húfuna sína ef Íslendingar sigr- uðu. Húfan er engin smásmíði heldur forláta loðhúfa ættuð frá Rússlandi. „Hárin gera það að verkum að erfitt er að steypa húfuna í súkkulaði líkt og Salome gerði við hattinn sinn forðum. Ætli ég reyni ekki bara að súrsa hana og éta á komma- blótinu um helgina,“ sagði Elma og brosti þegar fréttaritari innti hana eftir því hvern- ig gengi að snæða gripinn. „En það var eins gott ég lofaði ekki pelsinum.“ Um frekari framgöngu íslenska landsliðs- ins sagðist Elma hafa spáð því fyrir mótið að liðið yrði í fimmta sæti. „En ef þeir spila eins og þeir gerðu gegn Frökkum getur allt gerst. Ég þori þó ekki að spá þeim ofar en þriðja sæti.“ „Eins gott ég lofaði ekki pelsinum“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Dágóður skammtur í maga Elma Guðmundsdóttir var fegin að hafa ekki lofað að éta pelsinn, enda dágóður skammtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.