Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 35 menning Ég skellti mér í Regnbogannsl. laugardag á hina stór-skemmtilegu kvikmynd Litlu ungfrú Sólskin (Little Miss Sunshine). Þann sama dag var myndin óvænt valin sú besta á síð- asta ári af Samtökum bandarískra sjónvarps- og kvikmyndaframleið- enda og í gær var svo tilkynnt að hún væri meðal þeirra fimm mynda sem til greina koma þegar val bandarísku kvikmyndaakademí- unnar á bestu mynd síðasta árs verður tilkynnt á Óskarsverðlauna- afhendingunni í febrúar. Það yrði saga til næsta bæjar ef Litla ungfrú Sólskin myndi hreppa það eftirsótta hnoss. Myndin er ekki þessi týpíska stórmynd sem þar koma jafnan til greina og var frekar ódýr í framleiðslu á Holly- wood-mælikvarða. En leikstjórar myndarinnar hittu svo sannarlega naglann á höfuðið þegar þeir í ný- legu viðtali hér í blaðinu lýstu sköp- unarverki sínu sem bráðfyndnu en um leið með þunga og tilfinningar.    En það var ekki bara myndinsjálf sem var fagnaðarefni þetta laugardagskvöld heldur einn- ig sú staðreynd að ekkert hlé var gert í henni miðri; myndin var ekki stöðvuð í miðjum klíðum til að gefa kvikmyndagestum tækifæri á að létta á pyngjum sínum í sjoppu kvikmyndahússins. Fyrir vikið þurftu áhorfendur ekki að koma sér aftur í réttu stemninguna að hléi loknu heldur var upplifunin samfelld frá upphafi til enda. Myndir eru auðvitað hugsaðar sem samfellt listaverk, skemmtun eða afþreying, eftir því hvað lagt er af stað með. Það er ekki gert ráð fyrir hléi og ólíkt því sem mætti heimfæra upp á t.d. leikhús eða dans er engin þörf á hléi listamann- anna vegna. Eftir því sem ég kemst næst er líka hvergi í heiminum ann- ars staðar en á Íslandi hlé gert á myndum. Heimsóknir mínar í kvik- myndahús erlendis virðast alla vega benda til þess að sá siður sé al- íslenskur. En þetta er ósiður og var laugardagskvöldið enn frekari staðfesting á því fyrir mér. Myndin var smátíma að komast í gang en náði svo skemmtilegu flugi þegar líða tók á. Það hefði verið synd að stöðva sýningu í miðju flugtaki.    Það er dreifingarfyrirtækiðGræna ljósið sem hefur séð til þess að hægt er að njóta Litlu ungfrú Sólskins án hlés á Íslandi. Græna ljósið er dreifingarfyrirtæki sem hefur náð samkomulagi við hérlend kvikmyndahús um svokall- aðar gullnar reglur Græna ljóssins. Þeirra á meðal er sú regla að engin hlé séu gerð á sýningum þeirra mynda sem Græna ljósið dreifir. Hinar reglurnar eru svo efni í ann- an pistil: magn auglýsinga í upphafi myndar er minnkað og miðasölu lýkur um leið og sýning hefst, til að koma í veg fyrir truflun. En af hverju í ósköpunum eru gullnu reglurnar ekki reglan held- ur undantekningin í íslenskum kvikmyndahúsum? Myndir án hlés Án truflunar Hægt er að sjá Litlu ungfrú Sólskin án hlés. AF LISTUM Flóki Guðmundsson »Eftir því sem égkemst næst er líka hvergi í heiminum ann- ars staðar en á Íslandi hlé gert á myndum. floki@mbl.is Það er ekki aðeins í heimaland-inu sem umhverfissáttmálifranska sjónvarpsmannsins Nicolas Hulot vekur athygli. Fjöl- miðlar grannlöndunum halda enn áfram að fjalla um þessa þróun mála í Frakklandi, nú síðast hið virta þýska vikublað Der Spiegel. Það eru líka mikil tíðindi að sigurstrangleg- ustu frambjóðendur til forsetakosn- inga í Frakklandi hafa skrifað undir sáttmálann og skuldbundið sig þar með til að fara eftir þeim mark- miðum sem Hulot setur fram. Sú spurning er þó enn opin hvort Hulot þyki nóg að gert eða hvort hann muni sjálfur bjóða sig fram. Það mundi hrista rækilega upp í kerfinu, því hann er samkvæmt nýrri skoðanakönnum ástsælasta persóna í frönskum stjórnmálum - fyrir áttatíu og eitt prósent að- spurðra. Fordæmi Nicolas Hulot vekur umhugsun um mátt og megin ein- staklingsins gagnvart tregum stjórnmálamönnum, sem virðast eiga það ótrúlega sammerkt að vilja helst ekki horfast í augu við Óþægi- legar Staðreyndir (eins og loftslags- breytingar af mannavöldum). Hug- urinn hvarflar til Íslands þar sem fjölmennur hópur með nokkra mjög sterka einstaklinga í fararbroddi hefur reynt að koma stjórnvöldum í skilning um að meðferðin á náttúru Íslands til að afla raforku fyrir mengandi álver er frumstæð rán- yrkja, óskynsamlegt gerræði. (Loftslagsbreytingar virðast varla komast á blað á Íslandi, þótt varla verði minnna ólíft þar en annars staðar ef svo heldur fram sem horf- ir). Og hver er svo árangurinn? Rík- isstjórnin er ekki hræddari en svo við þá sem er raunverulega annt um náttúru Íslands (það er ósamrým- anlegt að vera annt um náttúru Ís- lands og heimsins - og vera líka fylgjandi fleiri álverum á Íslandi, hvað sem móðgandi áróðri stjórn- valda líður um að eiga kökuna og éta hana) að NORÐLINGAALDA er enn á dagskrá. Í desember 2006 var sá draugur vakinn upp, minna en hálfu ári fyrir kosningar, sem sýnir best hvað ríkisstjórnin er örugg um sig þegar að náttúrueyðingu kemur. Áfram er hugsað til þess að vega að Þjórsárverum, dýrustu náttúruperlu sem enn getur heitið ósnortin á Ís- landi. Baráttan fyrir þessari nátt- úruperlu hefur staðið áratugum saman. Þar hafa sameinast heima- menn, innlendir náttúruunnendur, stórfrægir erlendir náttúruvernd- armenn, svo aðeins Sir Peter Scott sé nefndur. En hin gíruga hönd rík- isfyrirtækisins Landsvirkjunar heldur áfram að seilast inn í landið, og það eftir að hafa sett upp risa- vaxna eyðingarvél sem kennd er við Kárahnjúka, í hjarta öræfanna - vél sem eyðir ekki aðeins óviðjafn- anlegri náttúru og gróðri í stórum og hættulegum stíl, heldur einnig lífi og heilsu manna. Fjögur mannslíf hefur þessi eyðingarvél tekið til sín - og hversu stór er fjöldi örkumla- manna af völdum vinnuslysa við þessa illræmdu framkvæmd? Halló fjölmiðlar, er einhver heima? Það að Norðlingaalda er enn á dagskrá færir okkur heim sanninn um að þeir sem stjórna Íslandi eru óforbetranlegir þegar kemur að málum sem varða umhverfi og nátt- úru. Að þeir hlusta ekki á vinstri- græna stjórnarandstöðu sem reynir að koma viti fyrir þá, og að þeir urðu eitthvað lítið varir við Laugavegs- göngu síðasta haust til varnar nátt- úrunni, undir forystu Ómars Ragn- arssonar. Það voru nú ekki nema tólf eða fimmtán þúsund manns sem þar tóku til fótanna. En þeir sem stjórna Íslandi eiga sér líka dygga stuðn- ingsmenn í þagnarbandalaginu, sem eru lúnir og veikir fjölmiðlar. Er það virkilega satt að það hafi ekkert ver- ið um Laugavegsgönguna í Sjón- varpsannáli ársins? Ef eitthvað var, var þetta frétt ársins á Íslandi. ( Í Frakklandi eru það tíðindi sem koma á öllum sjónvarpsstöðvum í fréttum dagsins, ef tvö þúsund manns safnast saman í Parísarborg). Og þau stjórnvöld sem hafa ekki tekið af skarið um stærra friðland í Þjórsárverum og Norðlingaöldu út af borðinu, en marsera áfram í stór- iðjutakti, hafa heldur ekki heyrt um Framtíðarlandið. Þessi hópur varð til á mjög áhrifamiklum fundi 17.júní 2006, í Austurbæjarbíói. Kjarni hans er öflugt framfarafólk sem á að minnsta kosti það sameiginlegt að sætta sig ekki við hvernig farið er að því að taka ákvarðanir á Íslandi, hversu illa ígrundaðar þær eru oft, og einkennast af skammtímahugsun - samanber þá ákvörðun sem mest breytir Íslandi, í bókstaflegri merk- ingu, ákvörðunin um Kára- hnjúkavirkjun. Úr því stjórnvöld eru svo full- komlega skeytingarlaus um það sem Framtíðarland og Laugavegs- göngufólk með meiru hefur að segja, þá getur það vel orðið niðurstaðan að eina leiðin til að reyna að losa um heljargreipar hins þrautnjörvaða valdakerfis flokkanna verði sú að gefa kjósendum kost á að velja ann- að en kerfisverðina - gefa kjós- endum kost á að teikna aðra mynd af Íslandi en þá útbíuðu álmynd sem nú blasir við á teikniborðinu. Ég á heima á Ál-landi ... Ál-landi ... i ... » Áfram er hugsað tilþess að vega að Þjórsárverum, dýrustu náttúruperlu sem enn getur heitið ósnortin á Íslandi. steinunn@mac.com FRÁ PARÍS Steinunn Sigurðardóttir Morgunblaðið/RAX Þjórsárver „Gírug hönd Landsvirkjunar heldur áfram að seilast inn í landið.“  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST! Sérstakt tilboð til VISA kreditkorthafa í janúar:* Miðinn í forsölu á 1.950 kr. í stað 2.900 kr. *500 kr. afsláttur á miða eftir það. LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR FORSALA Á MISERY ER HAFIN Sýnt á NASA við Austurvöll Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 11 - 16 í síma 511 1302 eða á NASA.is Frumsýning föstudaginn 26. janúar kl. 20 Uppselt 2. sýning sunnudaginn 28. janúar kl. 20 3. sýning laugardaginn 3. febrúar kl. 18 4. sýning sunnudaginn 4. febrúar kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.