Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ari Huynh veit-ingamaður fæddist í borginni Saigon í Víetnam, sem nú nefnist Ho Chi Ming-borg, 5. janúar 1946. Hann andaðist á Lands- spítalanum í Foss- vogi af völdum heilablæðingar 15. janúar síðastliðinn. Eftirlifandi kona Ara er Margrét Hu- ynh, f. 25. desember 1951. Börn þeirra eru: 1) Anna, f. 2. apríl 1972, dóttir hennar Hjördís Þrastardóttir, f. 27. febrúar 1992. 2) Torfi, f. 12. júlí 1973, kvæntur Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur, f. 18. mars 1979. Börn þeirra eru Alex Uni, f. 20. maí 1997, Margrét Sól, f. 13. mars 1999 og Mikael, f. 14. okt. 2004. 3) Bogi, f. 4. nóvember 1975, kvænt- ur Eyrúnu Jónsdóttur, f. 14. jan- úar 1976. Börn þeirra eru María, f. landinu. Brast þá á fjöldaflótti frá landinu. Sigldu flóttamenn á illa búnum fleytum til nágrannaríkja, einkum Malasíu og Indónesíu og myndaðist þar mikill vandi vegna flóttamannastraumsins. Flótta- mannastofnun SÞ fór þess þá á leit við fjölmörg ríki að þau tækju við flóttamönnunum til varanlegrar búsetu. Íslensk stjórnvöld sam- þykktu að taka við nokkrum hóp- um flóttamanna og var Ari í fyrsta hópnum sem hingað kom frá flóttamannabúðum í Malasíu, haustið 1979. Skömmu eftir komuna hingað til lands hóf Ari störf við mat- reiðslu. Starfaði hann víða, m.a á Hótel Sögu, í Kaffivagninum við Grandagarð og í Vörumarkaðnum við Ármúla. Hann stofnaði síðar veitingahúsið Indókína, sem hann rak í Kringlunni, en flutti síðan á Laugaveg 19. Þar starfaði hann ásamt fjölskyldu sinni til ársloka 2006, er hann lét reksturinn í hendur þriggja sona sinna. Útför Ara verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 6. maí 2000 og Daní- el, f. 16. mars 2004. 4) Stefán, f. 20. október 1976 og 5) Hákon, f. 11. febrúar 1979. Ari hóf ungur að stunda veit- ingarekstur með föð- ur sínum í Saigon. Hann gegndi her- þjónustu og að því loknu sneri hann aft- ur að veitingarekstri auk þess sem hann setti á fót verksmiðju til að framleiða kúlu- penna. Skömmu eftir lok hinnar svokölluðu Víetnam-styrjaldar og brottför Bandaríkjamanna frá landinu hófust styrjaldarátök milli Vietnam og Kína. Í framhaldi af því þrengdu stjórnvöld í Víetnam mjög kosti hins kínverskumælandi minnihluta í Víetnam sem Ari til- heyrði og hertu auk þess refsiað- gerðir gegn starfs- og stuðnings- mönnum fyrri stjórnvalda í Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Ara tengdaföður mínum, hann var mjög góður og stoltur maður. Sannarlega hafði hann skap og lét alveg vita ef hann var ekki sáttur enda er ég alveg viss um að án þessa mikla persónuleika og skaps hefði hann aldrei komist eins langt í lífinu og hann gerði. Hann og kona hans Margrét hafa upplifað margt á ævi sinni, þau komu hingað árið sem ég fæddist með tvær hendur tómar og fjögur ung börn, en einn sonurinn varð eft- ir úti og kom síðar. Það hefur örugglega verið erfitt en þau náðu að vinna sig upp á ótrúlegan hátt með vinnusemi og dugnaði. Stund- um hef ég óskað þess að hafa þó ekki væri nema brot af þessum dugnaði og krafti sem hefur ein- kennt tengdaforeldra mína. Ari lifði fyrir barnabörnin sín og vildi allt fyrir þau gera og meira til, honum fannst alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn eða fá að stela þeim í smástund og skreppa með þau í búð eða eitthvað annað. Það var nú síðast föstudaginn áður en hann lést sem Mikael var í fríi í leik- skólanum og fékk að fara með pabba sínum í vinnuna, hann átti nú eiginlega að fara með honum í klippingu á eftir, en amma og afi voru nú ekki lengi að stela prins- inum í bíltúr og smábúðarráp svo að klippingin gleymdist alveg og bíður víst bara betri tíma. Sorglegast þyk- ir mér að hugsa til þess að Mikael litli eigi ekki eftir að fá að kynnast afa sínum betur en hann á eftir að fá að heyra margar sögur af honum. Við megum líka þakka fyrir að hafa átt góðan tíma með Ara um áramótin, hann var svo hamingju- samur að hafa barnabörnin hjá sér, naut þess að skjóta upp flugeldum með Alex. Aldrei hefðum við trúað því að þetta yrðu síðustu áramótin hans, að aðeins tveim vikum síðar yrði hann kallaður frá okkur. Þótt Ari fái ekki meiri tíma með barnabörnum sínum hér á jörðinni mun Bjartur litli taka á móti afa sín- um og ég veit að afi hans á eftir að hugsa vel um hann, fá loksins að kynnast honum og passa hann fyrir okkur foreldrana þar til við fáum tækifæri til að kynnast litla engl- inum okkar. Það er viss huggun harmi gegn. Elsku Margrét, Anna, Torfi, Bogi, Stefán og Hákon, missir ykk- ar er meiri en orð fá lýst, megið þið finna styrk og von til að takast á við þessa erfiðu tíma. Borghildur F. Kristjánsdóttir. Það er minnisstæð lífsreynsla að heimsækja flóttamannabúðir. Í þeim sporum stóðum við tveir fulltrúar RKÍ haustið 1979, staddir á lítilli eyju, sem nefnist Pulah Tenga og er undan landi við bæinn Mersing í Malasíu. Innan um pálmatré og annan hitabeltisgróður hafði verið komið upp frumstæðum skýlum fyrir flóttafólkið og á ströndinni hafði verið byggð lítil bryggja og almenningssalerni. Í fjörunni lágu á síðunni alls konar fley sem borið höfðu fólkið yfir hafið frá Víetnam. Hlutverk okkar var að velja fólk sem þiggja vildi boð íslenskra stjórnvalda um varanlegra búsetu hér á landi og var þetta í fyrsta sinn sem við vorum í því hlutverki. En kvöldið áður höfðum við hitt kan- adíska sendinefnd sem þarna var í sömu erindagjörðum og við. Þetta voru menn með langa reynslu og við notuðum tækifærið til þess að spyrja þá hvaða viðmið þeir notuðu í vali sínu. Þeir sögðu það ávallt vandasamt að flytja og „planta nið- ur“ fólki frá hitabeltinu á norðlæg- um svæðum eins og lönd okkar væru. Því legðu þeir áherslu á að finna þá sem líklegastir væru til að bjarga sér við slíkar gjörólíkar að- stæður – fólk með lífsorku, áræði og aðlögunarhæfni. Hér yrði þó að gæta meðalhófs og t.d. mætti ekki skilja eftir í búðunum fólk sem byggi við örorku eða þráláta sjúk- dóma. Slíkt væri ekki sanngjarnt gagnvart því ríki sem fyrst hefði tekið við flóttamönnunum. Okkur var þetta ofarlega í huga, þegar við með aðstoð túlks, ræddum við fyrstu fjölskylduna sem gefið hafði sig fram til Íslandsferðar. Hér var um að ræða hjón með lítil börn, þar af eitt með lamaðan handlegg. Maðurinn geislaði af lífsorku og kvaðst reiðubúinn að einbeita sér að því að skapa fjölskyldunni farsælt líf í nýju landi. Við settum fjölskylduna efsta á lista okkar yfir þá sem koma skyldu í fyrsta hópnum. Þetta var Ari Huynh sem nú er til grafar bor- inn 61 árs að landi. Honum tókst ætlunarverk sitt eins og hann hafði lýst yfir fyrir 27 árum. Ari lagði strax áherslu á að aðlag- ast íslensku samfélagi og jafnskjótt og hann hafði öðlast lágmarksþekk- ingu í íslensku fór hann út á vinnu- markaðinn til þess að afla fjölskyld- unni lífviðurværis. Hvarvetna ávann hann sér hylli yfirmanna, samstarfs- manna og viðskiptamanna sinna fyr- ir lipurð og skemmtilega framkomu. Hann átti það líka til að sýna mikinn höfðingsskap, ekki síst þegar hann taldi sig standa í þakkarskuld við samferðafólk sitt. En Ari var líka góður fulltrúi þeirrar menningar sem hann var upprunninn í. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu á tungu- málum, bókmenntum og þjóðfræði hins kínverska menningarheims og hann kunni einnig vel að meta ým- islegt úr víetnamskri menningu. Hann gat ausið af þessum þekking- arbrunni jafnframt því sem hann sagði frá ýmsu er á daga hans hafði drifið. Þar má sem dæmi nefna sög- una af því hvernig hershöfðingi nokkur forðaði Ara frá víga- mennsku þegar hann hafði verið kvaddur í herinn. Þegar hershöfð- inginn heyrði að svo frábær „veislu- kokkur“ hefði verið skráður til her- þjónustu lét hann óðar skrá hann til starfa í einkaeldhúsi sínu þar sem Ari beitti eldhúsáhöldum í stað víg- tóla til styrjaldarloka og kunni vel að meta þau skipti. Um leið og við hjónin vottum Margréti, konu Ara, og fjölskyldu þeirra samúð okkar við hið ótíma- bæra fráfall hans geymi ég minn- ingar um frábæran samferðamann sem sýndi okkur hinum hvernig sigrast má á örðugleikum með lífs- þrótti og léttri lund. Um leið er ég þakklátur Kanadamönnunum sem gáfu okkur uppskrift að slíkum ein- staklingi. Björn Friðfinnsson. Ég vil byrja á því að segja frá kynnum okkar af Ara og fjölskyldu hans. Þannig var, að þegar fyrsti hópurinn kom frá Víetnam, má segja allslaus og mállaus á okkar mál, fékk Rauði krossinn nokkra Ís- lendinga til að leggja fjölskyldunum lið. Maðurinn minn tók að sér að lið- sinna Ara og fjölskyldum hans, þar sem hann hafði verið skólastjóri við stóran skóla og því ekki óvanur að umgangast börn og annað fólk, og ég held að honum hafi verið það ljúft starf. Ég minnist fyrstu jólanna sem þau dvöldu hér. Þá fór dóttir mín með pabba sínum með jólatré til Ara og fjölskyldu og skreyttu með þeim tré og hús eftir getu og sögðu frá jólahaldi hér, enda var fjöl- skylda Ara ekki vön jólahaldi. Fyrstu árin sem Ari og Margrét bjuggu hér á landi með börnin sín voru þau vægast sagt í slæmu hús- næði, en öll virtust þau taka því vel. Í dag hefðum við, sem segja má að lifum í allsnægtum, ekki getað sætt okkur við þær aðstæður. Við þekkt- um heldur ekki þá upplausn sem þá var í landi þeirra. En fjölskyldunni hefur farnast mjög vel, enda verið óþreytandi við vinnu og nám. Ari og Margrét hafa eignast gott húsnæði fyrir fjölskyld- una, komið börnunum til mennta og látið þau njóta lífsins sem tíðkast hér, en ég held að Ari og Margrét hafi frekar látið sig sitja á hakanum. Árangur af þeirra þrotlausu vinnu má m.a. sjá af því að í mörg ár hafa þau rekið eigin veitingastað. Eitt var í fari Víetnamanna sem ég tók eftir, það var hvað þau báru mikla virðingu fyrir sér eldra fólki; alltaf áttum við Helgi maðurinn minn að sitja í bestu sætunum við kaffiborðið. Ég minnist Ara með hlýju og þakka honum og fjölskyldum hans þá miklu vinsemd sem þau sýndu okkur Helga ætíð. Gunnþóra og fjölskylda. Góður Íslendingur og vinur okkar Ari Huynh er fallinn frá langt um aldur fram. Ari kom til Íslands ásamt Margréti konu sinni og ung- um börnum tómhentur eftir ótrú- lega hrakninga og ævintýralegan flótta frá heimalandi sínu undan al- ræðisstjórn sem hafði líka svipt hann öllum eigum sínum. Árið var 1979 og Ari var 34 ára. Íslensk stjórnvöld og Rauði kross- inn tóku þá við hópi víetnamskra flóttamanna sem dvöldust í flótta- mannabúðum í Malasíu og áttu að baki skelfilegan flótta yfir opið haf á vanbúnum smábát þar sem sjóræn- ingjar voru á hverju strái og rændu flóttamennina því litla sem þeim hafði tekist að hafa með sér af jarð- neskum eigum. Þegar þarna var komið var fátt um fyrirheitin lönd og því tóku Ari og Margrét því fagnandi að komast til þessa lands sem þau höfðu að vísu aldrei heyrt um, en sem sagðist bjóða þeim möguleika á að koma undir sig og fjölskylduna fótum á ný. Það var því hrein en góð tilviljun að þau hjón og börn þeirra lentu til Íslands sem varð fósturjörð hans og þeirra það- an í frá og þar sem Ari verður nú í dag jarðsettur. Við hjónin urðum vinnuveitendur Ara um nokkurra ára skeið eftir komu hans til landsins og með okk- ur hjónum og fjölskyldu þeirra tókst góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Ari var listakokkur og vann við kjötiðn og matargerð á okkar vegum meðan hann var að átta sig á nýju umhverfi og nýjum siðum. Ari fór aldrei dult með að hugur hans stefndi til að verða sjálfstæður atvinnurekandi og við ræddum oft um möguleika þess að hann gæti stofnað sinn eigin matsölustað og kennt Íslendingum að meta aust- urlenskan mat eins og hann fram- reiddi. Það var svo þegar „Kringl- an“ var opnuð að við gátum í smáu aðstoðað hann við að semja um og setja á stofn matsölustaðinn Indó- kína sem æ síðan varð fyrirtæki hans, fyrst í Kringlunni, síðan í Borgarkringlunni og síðast á Laugaveginum, þar sem hann hefur rekið glæsilegan veitingastað um margra ára skeið. Einkunnarorð í rekstri Ara voru alltaf að þó að verðinu væri stillt í hóf væri aldrei gefinn afsláttur af gæðunum eins og hinir mörgu viðskiptavinir hans bera vitni um. Ari var glæsilegt dæmi um hvern- ig innflytjendur geta auðgað mann- lífið á Íslandi og gefið þjóðfélaginu nýjar víddir og þeir leggja oft fram miklu stærri skerf en við gerum okkur grein fyrir. Ari varð Íslend- ingur eins og þeir gerast bestir, vinnusamur með afbrigðum, traust- ur og heiðarlegur. Að skulda engum neitt og standa ávallt við öll sín lof- orð var honum sjálfsagður hlutur. Ef vinnustundir hans í þau 27 ár sem hann bjó hér væru lagðar sam- an í venjulegum launareikning myndi örugglega vanta mikið á að eðlilegur hvíldartími hefði nokkurn tíma náðst enda var vinnan öllu æðri í huga Ara og Margrétar og vinnutími aldrei talinn eftir. Það stóð á endum að þegar kallið síðasta kom voru aðeins liðnir örfáir dagar frá því að Ari lét rekstur Indókína formlega í góðar hendur sona sinna Torfa, Stefáns og Há- konar sem hafa alið allan sinn aldur við veitingarekstur og verið burðar- ásar í rekstri Indókína frá því þeir komust á legg. Nú ætlaði Ari að fara taka það rólegar og taka lífinu hægar með Margréti. Við höfðum líka rætt um öll ferðalögin sem var á dagskrá að fara að skipuleggja saman svona þegar voraði og jafnvel að heimsækja fornar slóðir Ara í Austurlöndum. Það átti ekki að verða og því missum við af að hafa Ara sem leið- sögumann um ókunna stigu en kveðjum hann í dag sem kæran vin sem fór alltof fljótt frá konu sinni, fjölskyldu og vinum. Ragnheiður Ebenezersdóttir, Stefán Friðfinnsson. Stundum finnst manni forlögin höggva of nærri einstaklingum og fjölskyldum, vera jafnvel miskunn- arlaus. Það fannst mér eiga við þeg- ar ég frétti af andláti kærs ná- granna míns, Ara Huynh. Ari var nýbúinn að ljúka við byggingu reisulegs húss þar sem þau Margrét eiginkona hans bjuggu sér heimili við Hólahjalla í Kópa- vogi. Hann hlakkaði til að njóta af- raksturs vinnu þeirra hjóna og barnanna þeirra í gegnum árin. Drauminn um betri kjör og betra líf fjölskyldunnar í nýju heimalandi, köldu og framandi, hefur örugglega ekki verið auðvelt að láta rætast. Ari og fjölskylda komu ókunnug inn í nýtt samfélag, þar sem hluti fólks hafði fordóma gagnvart nýbú- um eða flóttafólki. Það hefur ekki verið auðvelt að hasla sér völl í ís- lensku samfélagi á þessum tíma, ásamt því að þurfa líka síðan að læra nýtt og erfitt tungumál. Það beygði þó ekki þessa fjölskyldu, sem hefur staðið þétt saman alla tíð. Þau unnu í byrjun ýmis störf, en stofn- uðu síðan árið 1987 veitingahúsið Indókína í Kringlunni, og síðar við Laugaveg, þar sem þau kynntu nýja tegund matargerðar á Íslandi sem notið hefur vinsælda alla tíð síðan. Sem nágrannar og húsbyggjend- ur litum við stundum inn hvor til annars og ræddum gang mála. Það var ljóst frá byrjun að Ari sparaði ekkert til svo að hús og heimili þeirra Margrétar hentaði fjölskyld- unni sem best. Börnin og síðar mak- ar þeirra og barnabörnin skyldu eiga góðar stundir í Hólahjalla. Ari, sem atvinnumaður í matargerð, lagði eðlilega áherslu á góða vinnu- aðstöðu í eldhúsi, en ekki síður var áherslan á að skapa góða aðstöðu fyrir stórfjölskylduna til að eiga góðar stundir saman, hvort sem væri innan dyra, á veröndinni eða í garðinum. Í byggingarframkvæmdum okkar nágrannanna átti Ari það oft til að berja óvænt að dyrum, með girni- lega rétti frá veitingahúsi þeirra hjóna. Þessir fjölbreyttu og góm- sætu réttir voru auðvitað mikill hvalreki fyrir húsbyggjandann sem var vanari samlokum og kexi á vinnustað. Ari, Margrét og börnin fimm, yngsti drengurinn þá tveggja mán- aða, fluttust til Íslands og gerðust Íslendingar árið 1979. Þau komu með tvær hendur tómar. Við barn- fæddir Íslendingar megum margt af Ara læra. Eljusemi og dugnaður einkenndi hann og í raun alla hans fjölskyldu. Ari kenndi börnum sín- um heiðarleika og ráðdeildarsemi. Safna skyldi fyrir því sem hugurinn girntist, en ekki skulda. Af þessu gætu líklega margir lært. Það sem þó að mínu mati ein- kenndi Ara hvað mest var sú mikla jákvæðni og þolinmæði sem hann sýndi öllum. Það var ætíð létt yfir honum og stutt í hláturinn. Ánægju- legt var að verða vitni að þeirri gleði sem hann sýndi þegar húsið og garðurinn var eins og hann ætlaðist til. Þótt Ara hafi stundum mislíkað vinnubrögð eða að frágangur og framkvæmdir tefðust óþarflega, sá ég hann aldrei skipta skapi, né heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Ég vona, kæra Margrét, Anna, Torfi, Bogi, Stefán, Hákon, makar ykkar og afabörnin sjö, að allar góðu stundirnar og minningar um góðan eiginmann, föður, tengdaföð- ur og afa, hjálpi ykkur og styrki í sorg ykkar. Mér þykir vænt um og þakka fyr- ir að hafa fengið að kynnast Ara og hans góðu eiginleikum, þó kynnin hafi ekki verið löng og kveð hann í bili. Tryggvi Baldursson. Góður drengur er fallinn frá. Hjartahlýr og góður maður, sem átti viðburðaríkari ævi en flest okk- ar fá nokkurn tímann að kynnast. Ari Huynh, Margrét konan hans og börnin, höfðu gengið í gegnum ólýsanlegar hremmingar í heima- landi sínu Víetnam, en lifðu af og komu til Íslands í hópi fyrstu víet- nömsku flóttamannanna sem hingað komu. Eins og við mátti búast komu þau allslaus til Íslands, beint úr flóttamannabúðum. En hér fundu þau vináttu og stuðning, sem gerði þeim kleift að fóta sig og með ein- skærum dugnaði og elju náðu þau að skjóta hér rótum. Þau stofnuðu veitingastaðinn Indókína, sem nú er til húsa við Laugaveg. En þau þurftu að hafa mikið fyrir því og 80– 100 tíma vinnuvika, án nokkurs frí- dags, var staðreynd hjá þeim næstu árin. Ari kvartaði samt aldrei yfir löngum vinnudegi. Þetta var í hans huga það sem þurfti að gera og þá var ekki verið að kvarta og kveina. Þannig var ekki hans hugsunarhátt- ur. Ari Huynh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.