Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Eftir Atla Vigfússon Aðaldalur | Líflegt safn- aðarstarf hefur verið í Aðaldal í vetur og mikið um að vera í kirkjunum. Sunnudagaskóli hefur verið starfræktur eins og undanfarin ár auk þess sem reglulega eru mess- ur og stundum bæna- stundir. Unga fólkið í Hafra- lækjarskóla sem og væntanleg fermingar- börn taka jafnan þátt í því sem er að gerast og sjá oft um tónlist, upp- lestur og brúðuleikhús við athafnir í kirkjunum. Sex verðlaun veitt Um síðustu helgi þótti öllum sérlega gaman þar sem sett var upp mynd- listarsýning í Neskirkju í Aðaldal. Þar voru sýnd verk yngri nemenda skólans og fjallaði efnið, aðallega um fæðingu Jesú og það sem gert er á aðventunni. Presturinn, séra Þorgrímur G. Daní- elsson, útskýrði efni myndanna á tjaldi og auk þess sungu báðir barna- kórarnir undir stjórn Ro- berts Faulkners. Dómnefnd hafði verið skipuð og sátu í henni sr. Þorgrímur, Arnþrúður Dagsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson. Þau veittu sex verðlaun og viður- kenningar fyrir falleg verk og góðar hugmynd- ir. Þau sögðu jafnframt að erfitt hefði verið að velja úr verkunum þar sem svo margar góðar myndir hefðu borist þeim fyrir sýninguna. Kjartan Árni Kolbeins- son átti bestu myndina og Atli Björn Atlason bestu hugmyndina. Þeir hlutu að launum pitsu- veislur fyrir fjóra. Fjórir nemendur til viðbótar fengu viðurkenningar- skjöl fyrir 2.–3. sætið en það eru Rut Benedikts- dóttir, Rúnar Berg Árna- son, Hulda Ósk Jónsdótt- ir og Helga Vala Garðarsdóttir. Litli og stóri kórinn Í messunni í Nesi sungu báðir kórar Hafra- lækjarskóla og nokkrir nemendur spiluðu á hljóðfæri. Mjög vel var mætt í kirkjuna. Krakkarnir taka mikinn þátt í kirkjustarfinu Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gaman í kirkjustarfinu Litli kórinn í Hafralækjarskóla söng við athöfnina í kirkj- unni í Nesi í Aðaldal. Líflegt safnaðarstarf hefur verið í Aðaldal í vetur. Í HNOTSKURN » Öflugt safn-aðarstarf er í Aðaldal og taka börnin virkan þátt í starfinu. » Myndir yngrinemenda Hafra- lækjarskóla voru sýndar í kirkjunni í Nesi í Aðaldal og veitt verðlaun fyrir þær bestu. Eftir Hrefnu Magnúsdóttur Hellissandur | Söngvin stór- fjölskylda tróð upp kúttmagakvöldi eldri borgara í Röstinni á Hellis- sandi og söng fyrir veislugesti. Félagasamtök á Hellissandi og í Ólafsvík buðu eldri borgurum í Snæfellsbæ til kúttmaga- og fisk- veislu í Röstinni fyrsta laugardag í þorra. Forráðamenn félagasamtak- anna sögðu fréttaritara að þetta væri kannski ekki beint fréttnæmt því nú væri það í sautjánda skiptið sem boðið væri upp á slíka fisk- veislu í upphafi kjöt- og slát- ursátstímabils þorrablótanna. Það eina sem sást annað en fiskmeti á mjög hlöðnu matarborði veislunnar voru nokkrar kartöflur. Gestir báru það einum rómi að réttirnir hefðu verið hver öðrum betri og lystugri. Kölluð upp á svið Að loknu borðhaldi var svo boðið upp á fjögur söngatriði sem flutt voru af heimafólki við undirleik hljómsveitarinnar BÍT. Það var karlakvartett, tveir einsöngvarar, kona og karl og svo tvær mæðgur. Öll fengu þau góðar undirtektir og þurftu að syngja aukalög. Þegar mæðgurnar höfðu lokið flutningi sínum uppgötvaðist að móðir og amma eldri söngkon- unnar og þar af leiðandi amma og langamma þeirrar yngri voru með- al veislugesta. Fjórir ættliðir. Þær eru báðar þekktar fyrir það að geta tekið lagið. Þær voru kallaðar upp á svið og tóku lagið með ungu kon- unum. Áður en varði bættust tveir karlmenn í sönghópinn. Þar fór afi og langafi og móður- og ömmu- bróðir. Báðir góðir söngmenn. Myndin er af þessum ættarhóp. Á miðri mynd eru mæðgurnar Sirrý Gunnarsdóttir og Alda Dís Arnars- dóttir. Frá vinstri er fyrst Guðríður Þorkelsdóttir amma og langamma, þá kemur Guðrún Cýrusdóttir mamma og amma. Til hægri við mæðgurnar er Cýrus Danelíusson afi og langafi og Þorkell Cýrusson móður- og ömmubróðir. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Sungið Ættarhópurinn syngur á kúttmagakvöldi eldri borgara. Fjölskyldan sló í gegn Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Skagafjörður | „Þetta hefur geng- ið vel. Auðvitað er strembið að koma ný á staðinn og ætla að skrifa fréttir af hverju sem er,“ segir Guðný Jóhannesdóttir sem tók við sem ritstjóri vikublaðsins Feykis á Sauðárkróki um áramót. Hún hefur unnið að breytingum á blaðinu. Nýprent ehf. tók við útgáfu Feykis um áramótin samkvæmt samningi við útgáfustjórn blaðsins. Hafði þá verið millibilsástand í rekstri þess sem Leiðbeininga- miðstöðin á Sauðárkróki leysti og annaðist Árni Gunnarsson rit- stjórnina í hjáverkum. Feykir var stækkaður úr átta síðum í tólf um áramótin og Guðný hefur aukið dægurmálaumfjöllun blaðsins. Hún skiptir blaðinu í tvennt. Fréttirnar halda sínum sess en í aftari hluta blaðsins er áhersla á mannlífið með viðtölum, uppskriftum, efni úr skólunum, frásögnum af uppákomum í héraði og fleiru af því taginu. „Ég er að reyna að gefa blaðinu meiri vídd og tengja það fleirum,“ segir Guðný. Hún segir að þessar nýju áherslur hafi fengið góðar viðtökur og skilað blaðinu fjölda nýrra áskrifenda. „Héraðsfréttablað er lífsnauðsynlegt hverju samfélagi,“ segir hún og tekur fram að blaðið sé hugsað fyrir Skagafjörð og Húnavatnssýslur. Fréttavefurinn skagafjordur- .com er unninn á Feyki og með að- komu Nýprents bætist við þriðji þátturinn, sjónvarpsdagskráin Sjónhornið sem borin er í öll hús. Guðný segir að samrekstur þess- ara miðla skapi tækifæri sem reynt verði að nýta. Sveitastelpa úr Eyjafirði Guðný hefur unnið sem blaða- maður á dagblöðum og tímaritum á undanförnum árum, meðal ann- ars Degi og hjá tímaritum Fróða. Þá hefur hún ritstýrt tímariti á Ak- ureyri. Síðustu árin hefur hún búið á Ísafirði og unnið óskyld störf. „Ég er sveitastelpa úr Eyjafirði,“ segir Guðný þegar hún er spurð hvort hún hafi ekkert þekkt til í Skagafirði þegar hún tók ritstjóra- starfið að sér. Hún er frá Öng- ulsstöðum í Eyjafirði. Maður hennar, Karl Jónsson sem er kunnur körfuknattleiksmaður með Tindastóli og fleiri félögum, er frá Sauðárkróki og segir Guðný að það hjálpi sér að komast inn í málin. „Við vorum farin að líta í kring- um okkur vegna þess að okkur fannst við vera svolítið út úr á Ísa- firði og langt frá fjölskyldum okk- ar, eins og það er nú gott að búa þar. Blaðamennskubakterían er í blóðinu og það eru ekki mörg tæki- færi á því sviði fyrir fólk sem vill búa á landsbyggðinni,“ segir Guðný sem þáði starfið þegar henni var boðið það. „Mér fannst strax spennandi og skemmtilegt tækifæri að fá að taka við Feyki,“ segir Guðný og viðurkennir að erf- itt sé að koma blaðinu út svona í byrjun, á saman tíma og hún sé að koma sér inn í málin. Hún segir að hlutirnir séu strax farnir að ganga betur og því geti hún horft fram á bjartari tíma. Guðný Jóhannesdóttir vinnur að breytingum á rótgrónu héraðsfréttablaði Finnst spennandi tækifæri að fá að taka við Feyki Ritstjóri Guðný Jóhannesdóttir ritstýrir nú vikublaðinu Feyki á Sauð- árkróki eftir nokkurra ára hlé frá blaðamennsku. Í HNOTSKURN » Ritstjóri Feykis er einifastráðni starfsmaður blaðsins. Auk þess að skrifa meginhluta efnis blaðsins og taka ljósmyndirnar þarf hún að vinna ýmis störf tengd út- gáfunni, eins og fleiri ein- yrkjar í slíkum störfum. » Eitt af verkefnum rit-stjórans er að aðstoða við að dreifa blaðinu til áskrifenda. Á miðvikudög- um, þegar blaðið kemur út, sest hún niður og vinnur ákveðið verk með aðstoð barnanna sinna. Þau brjóta blaðið saman og líma á það miða með nöfnum og heim- ilisföngum áskrifenda utan Sauðárkróks og svo fer hún með bunkann til póstsins sem annast dreifinguna. Stokkseyri | Fluttir hafa verið miklir ís- jakar úr Jökulsárlóni til Stokkseyrar, sam- tals 30 til 40 tonn að þyngd. Í gær var unn- ið að því að koma ísklumpunum fyrir í álfa-, trölla- og norðurljósasafni sem verið er að koma upp á Stokkseyri og þar verða þeir varðveittir um ókomna tíð sem hluti af sviðsmyndinni. Jáverk stóð að þessum flutningi ásamt fyrirtækinu Heflun en auk þeirra komu verktakar frá Höfn í Hornafirði að fram- kvæmdinni fyrir Icelandic Wonders sem er heitið á nýja álfa-, trölla- og norður- ljósasafninu. Jakarnir verða í um 200 fermetra rými og þar munu norðurljósin leika stórt hlut- verk. Þá verður ísbar í einu horni herberg- isins, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá stofnendum safnsins. Ísjakar fluttir í norðurljósasafnið Bolungarvík | „Það er rok, rog ég ræ ekki … hvað geri ég þá?“ Þetta er yf- irskrift íbúaþings sem ákveðið hefur verið að efna til í Bolungarvík 10. febrúar nk. Boðað er til íbúaþingsins í tengslum við aðalskipulagsgerð. Tilgangurinn er að íbúarnir komi saman og ræði hugmyndir um þróun sveitarfélagsins á næstu árum. Yfirskriftin vísar til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum á svæðinu. Því verður velt upp hvaða tæki- færi liggja til dæmis í búsetukostum, nátt- úru og mannlífi. Íbúaþingið verður í íþróttamiðstöðinni Ábæ og stendur frá kl. 10 til 17. Íbúaþing vegna nýs aðalskipulags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.