Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÍBANSKIR hermenn standa vörð fyrir framan mótmælendur í Dora, austur af Beirút, höf- uðborg Líbanons, í gær. Þúsundir mótmælenda settu upp vegartálma úr brennandi hjólbörðum og allskyns rusli í Beirút og víðar í landinu. Flug raskaðist og dökkur reykjarmökkur lá yfir borginni. Mótmælin eru hluti af almennu verkfalli sem Hizbollah, hreyfing herskárra sjíta, sem er studd dyggilega af Sýrlendingum og Írönum, boðaði til. Krefst hún afsagnar Fuad Siniora forsætisráðherra og að mynduð verði þjóðstjórn þar sem hún hafi neitunaratkvæði. Hóta liðsmenn hennar áframhaldandi aðgerðum þar til ríkisstjórnin er fallin. Stjórnarliðar telja aðgerðirnar, sem hafa stað- ið yfir í nokkrar vikur, hins vegar tilraun til valdaráns, sem lami samgöngukerfið. Þeir hafa einnig hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga verkfallið, sem hefur þegar sett allt atvinnulíf landsins úr skorðum. Hizbollah hefur allt frá því í desember sl. reynt að koma ríkisstjórninni, sem nýtur stuðn- ings Vesturlanda, frá með mótmælum og andófi. Að minnsta kosti 133 manns hafa særst og þrír týnt lífi í átökum mótmælenda og stjórnarsinna, að sögn líbönsku lögreglunnar. Ráðstefna al- þjóðlegra stuðningsaðila stjórnarinnar hefst í París á morgun, þar sem rætt verður um leiðir til að endurreisa efnahag landsins eftir átök Hiz- bollah við Ísraelsher í fyrrasumar. Reuters Mótmælendur lama samgöngur í Líbanon París. AFP. | Sego- lene Royal, fulltrúi sósíalista í forsetakosning- unum í Frakk- landi í vor, varð á í messunni að loknum fundi með Andre Boisclair, leiðtoga flokks sjálfsstæðissinna í Quebec, í París á mánudag, þegar hún sagðist styðja „sjálfstæði“ og „frelsi“ héraðsins. Íhaldsmaðurinn Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, brást ókvæða við tillögunni. „Reynslan sýnir að það er einkar óviðeigandi fyrir erlendan leiðtoga að blanda sér í innanríkismál annars lands.“ Meirihluti íbúa Quebec, þar sem býr vel á áttundu milljón manna, tal- ar frönsku og eru samskipti þeirra við aðra Kanadamenn afar viðkvæmt málefni í stjórnmálum landsins. Royal baðst afsökunar á ummæl- unum í gær og sagði skoðanir sínar ekki hafa hvikað frá þeirri gömlu frönsku hefð að sýna hvorki „af- skiptaleysi“ né „afskiptasemi“ gagn- vart málefnum landsins. Áður skömmuð fyrir mismæli Þetta ekki í fyrsta sinn að Royal vakti reiði á erlendri grund með um- mælum um málefni annarra ríkja. Þannig eru aðeins nokkrar vikur liðnar frá því hún var sökuð um að láta óátalin þau orð þingmanns Hiz- bollah-samtakanna, að margt væri sameiginlegt með fyrrum hernámi Ísraela í Líbanon og veru nasista í París í síðari heimsstyrjöldinni. Þá sagði hún Frakka geta lært margt af dómskerfi Kínverja, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir fjöldaaftökur og réttarhöld yfir and- stæðingum stjórnarinnar, fyrir utan ofsóknir gegn minnihlutahópum. Harper svarar Royal Segolene Royal Lýsti yfir stuðningi við sjálfstæði Quebec Washington. AFP, AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti reyndi í nótt að íslenskum tíma að snúa vörn í sókn er hann flutti stefnuræðu sína fyrir Bandaríkjaþingi en kannanir sýna að stuðningur við forsetann er með allra minnsta móti, raunar hefur enginn forseti haft verri fylgistölur síðan Richard Nixon flutti stefnu- ræðu sína 1974, skömmu áður en hann sagði af sér embætti vegna Watergate-hneykslisins. Repúblikanar hafa alla forsetatíð Bush ráðið báðum deildum Banda- ríkjaþings. Nú er hins vegar öldin önnur, demókratar náðu meirihluta í báðum deildum í kosningum í nóv- ember og Bush flutti stefnuræðu sína í nótt því við talsvert aðrar að- stæður en hann hefur mátt venjast. Öllum könnunum, sem teknar voru við þetta tækifæri, ber saman; forsetinn er óvinsæll meðal banda- rísku þjóðarinnar um þessar mundir. Könnun CBS sýnir Bush með 28% fylgi og að 64% kjósenda séu óánægðir með frammistöðu hans. Könnun ABC/Washington Post sýn- ir að 33% eru sátt við forseta sitt og könnun NBC/Wall Street Journal sýnir Bush með 35%, en Bush hefur aldrei verið lægri í könnunum þess- ara tilteknu miðla. Ekki var gert ráð fyrir að Bush ræddi Íraksmálin ítarlega í ræðu sinni í nótt, þó að hann myndi verja ákvörðun sína að fjölga í herliðinu í Írak. Var því spáð að hann myndi leggja áherslu á mikilvægi umbóta á heilbrigðiskerfinu, orku- og mennta- mál. Sem fyrr segir ráða hins vegar demókratar nú ríkjum á þingi og ekki víst að tillögur forsetans hljóti þar mikinn hljómgrunn. Stuðningur við Bush í sögulegu lágmarki Reuters Dvínandi vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta gengur ekki bein- línis allt í haginn um þessar mundir. Hann flutti stefnuræðu sína í nótt. Forsetinn flutti stefnu- ræðu sína á þingi í nótt Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KANADÍSKA þjóðin var slegin óhug í fyrradag þegar saksóknari skýrði frá því á fyrsta degi rétt- arhaldanna yfir svínabóndanum Ro- bert William Pickton að hann hefði játað í samtali við lögregluþjón að hafa orðið 49 konum að bana. Um fátt hefur verið meira rætt í Kanada að undanförnu en mál Picktons, sem grunaður er um að vera versti fjöldamorðingi í sögu landsins. „Ég ætlaði að bæta við einu [fórn- arlambi] til að hafa töluna slétta í 50,“ hefur lögregluþjónninn eftir Pickton, sem var handtekinn 2002. „Ég gróf eigin gröf með hroðvirkni.“ Dómari hlýddi á fleiri hryllilegar lýsingar í réttarsalnum í Vancouver, meðal annars lýsingu á því hvernig Pickton hefði klofið höfuð tveggja fórnarlamba sinna og geymt þau ásamt afhöggnum útlimum þeirra í frystigeymslu, þar sem þau upp- götvuðust af lögreglu í leit hennar að ólöglegri haglabyssu hjá honum. Pickton, sem er 57 ára, er ákærð- ur fyrir að hafa myrt sex konur sem voru vænd- iskonur og eitur- lyfjaneytendur. Hann hefur lýst sig saklausan af ákærunum. Í kjölfarið munu svo fara fram önnur réttarhöld þar sem hann verður ákærður fyrir morð á 20 kon- um til viðbótar, sem taldar eru hafa horfið sporlaust frá rauða hverfinu i í Vancouver. Lögregla hefur til- kynnt um 65 konur sem er saknað á svæðinu og er óttast að Pickton hafi jafnvel myrt mun fleiri en þessar 26. Grunaður um að hafa brytjað fórnarlömbin í trjákurlara Þótt reynt hafi verið að halda upp- lýsingum um rannsóknina leyndum fyrir almenningi, í því skyni að tryggja sem hlutlausastan kviðdóm, hafa fjölmiðlar sagt frá grunsemd- um um að Pickton hafi brytjað fórn- arlömb sín í trjákurlara og fóðrað svínin á búi sínu á þeim. Hann er sagður hafa boðið vænd- iskonunum heim til 17 ekru svínabús fjölskyldu sinnar, „Piggy Palace“, þar sem hann hafi verið frægur fyrir að efna til „villtra“ samkvæma. Verði Pickton fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en dauðarefsing var afnumin í Kan- ada árið 1976. Búist er við að fyrsti hluti réttarhaldanna muni taka um ár og að vitnin verði alls 240 talsins. Svínabóndi talinn hafa myrt tugi kvenna Robert Pickton Bagdad. AFP. | UM 600 vígamenn og 16 hátt settir liðsmenn Mehdi-hers- ins, 60.000 manna hers sjíta klerks- ins Moqtada al-Sadr, hafa verið teknir höndum að undanförnu af ör- yggissveitum í Írak, að því er tals- menn Bandaríkjahers skýrðu frá í gær. Mennirnir voru teknir höndum í 52 aðgerðum á 45 dögum en örygg- issveitirnar hafa jafnframt handtek- ið tugi öfgamanna úr röðum súnníta. Frekari aðgerða er að vænta í höf- uðborginni Bagdad, þar sem þær undirbúa ásamt Bandaríkjaher mikla sókn gegn vígamönnum. Greint var frá fjöldahandtökunum daginn eftir að á annað hundrað manns létust í árásum í borginni og í gær varaði erindreki Sameinuðu þjóðanna við því, að landið væri að sökkva í „hyldýpi“ átaka trúarhópa. Handtökurnar eru taldar boða frekari aðgerðir en Nuri al-Maliki forsætisráðherra hefur verið sakað- ur um að beita sér ekki gegn víga- mönnum sjíta. Á sunnudag skýrðu hins vegar tveir samstarfsmenn hans frá því að hann hefði ákveðið að herða aðgerðir gegn Mehdi-hernum eftir að hafa sannfærst um réttmæti leyniþjónustuupplýsinga um að dauðasveitir lékju þar lausum hala. Handtaka 600 víga- menn í Írak ♦♦♦ Mogadishu. AFP. | Eþíópskar hersveit- ir hófu í gær brotthvarf frá Mog- adishu, höfuðborg Sómalíu, tæpum fjórum vikum eftir að þær aðstoðuðu stjórnarherinn við að hrekja vopnað- ar sveitir íslamista úr borginni. Sérstök kveðjuathöfn var haldin í höfuðstöðvum flughersins í útjaðri borgarinnar fyrir fyrsta hóp um 200 hermanna sem yfirgefur landið. Við það tækifæri sagði embættis- maður í varnarmálaráðuneyti Eþíóp- íu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að markmiðið hefði ávallt verið að snúa aftur heim þegar sómalski her- inn hefði aftur náð stjórn í borginni. Hefja brott- hvarf frá Mogadishu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.