Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EINAR Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur sagði á bloggsíðu sinni, Veð- urvaktinni, í gærkvöldi að afar hlýtt loft, sem var á leiðinni til Íslands, gæti vegið að janúarhitametinu frá árinu 1992 þegar hitinn á Dalatanga mældist tæpar 19 gráður á Celsius. Einar sagði að samspil hæð- arinnar og Grænlands væri þannig að loftið kæmi ekki siglandi ofan á haffletinum heldur kæmi það að of- an, með niðurstreymi. Gert var ráð fyrir því á spákorti fyrir klukkan sex í morgun að hitinn í um 1.400 metra hæð yrði um það bil 10 gráður. Búast mátti við því að hitinn yrði um 20 gráður á yfirborð- inu. „Skilyrði til þess er helst að vænta hlémegin hárra fjalla og vindur yfir landinu þyrfti helst að vera nokkuð hvass,“ sagði Einar Sveinbjörnsson. Gert var ráð fyrir því að hlýjasti kjarni loftsins færi nokkuð hratt austur með landinu. Einkum var búist við miklum hita suðaust- anlands og á sunnanverðum Aust- fjörðum. Einar sagði að hitinn virtist geta orðið ívið meiri í dag en á Dalatanga 14. janúar 1992 þegar hann mældist 18,8 gráður. Hitastigið í um 1.400 metra hæð var þá 7 gráður en nú 10 gráður. Til þess að draga enn betur fram hversu óvenjulegar aðstæður gætu verið í vændum nefndi Einar að hitinn þarna uppi hefði verið heldur minni en 10 gráður á hlýj- asta degi sumarsins 2006, eða þann dag sem mestur hiti mældist á veð- urstöð, það er 3. ágúst. „Þá var vitanlega mikil hjálp í sól- inni til að ná upp háum hita við yf- irborð (25,3°C í Ásbyrgi) ásamt varmanum í sjálfum loftmassanum. Nú um miðjan vetur er hins vegar sólinni ekki til að dreifa, aðeins hin- um suðlæga loftmassa!“ Einar kvaðst hafa verið á vakt á Veðurstofunni nóttina sem methit- inn varð á Dalatanga. „Óvenjuleg hlýindi voru almennt á landinu dag- inn áður og fréttamenn voru nokkuð spenntir að greina frá þessu óvenju- lega veðri, því þessa vetur var veður eðlilegra en síðar varð, oftar en ekki snjóþyngsli og vetrarveður.“ Útlit fyrir methita á landinu Vegið að janúar- hitametinu frá Dalatanga 1992?                 „HEIMASLÓÐ er í raun regnhlíf yfir allt sem viðkemur menningu, náttúru og sögu Vestmannaeyja. Nú höfum við sett sérstaklega inn myndir sem tengjast gosinu á Heimaey og hægt er að setja af stað sjálfvirka myndasýningu og nálgast ítarupplýsingar um gosið,“ segir Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar en í gær var opnaður myndavefur á vefsíðunni með myndum úr eldgosinu á Heimaey sem hófst þann 23. janúar 1973. Á vefnum eru myndirnar settar fram í fjórum flokkum þar sem hægt er að skoða þær og lesa um þennan sögulega tíma. Í fyrsta flokki eru myndir sem eru frá upp- hafi gossins, í öðum flokki eru myndir sem tengjast baráttunni, í þriðja flokki uppbyggingin og sá fjórði er um tímann eftir gosið. Sig- hvatur Jónsson hannaði vefinn sem ætlað er að gera þessari merku og stórbrotnu sögu skil. Slóðin á vef- síðuna er www.heimaslod.is/gos og þar má finna fjölda mynda eftir Sigurgeir Jónasson en áformað er að bæta við myndum síðar. Í gær voru einnig send á milli 1.200 og 1.300 bréf í tengslum við verkefnið Byggðin undir hrauninu en frumkvöðull að verkefninu er Helga Jónsdóttir. Snýst það um að safna upplýsingum og myndum af húsum sem fóru undir hraun í gos- inu og fá því gamlir íbúar þessara húsa bréf innan tíðar, þar sem ósk- að er eftir upplýsingum. Þær heim- ildir sem safnast verða geymdar á einum aðgengilegum stað á sér- stakri vefsíðu. Vestmannaeyjabær fær síðan upplýsingarnar til varð- veislu. Byggðin undir hrauninu fellur undir verkefnið um Pompei norð- ursins sem felur í sér uppgröft gosminja í Vestmannaeyjum. Krist- ín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi og Helga Jónsdóttir sáu um að koma bréfunum í umslög og stimpla enda mikilvægt að senda bréfin með póststimplinum 23. jan- úar 2007 þegar 34 ár voru frá upp- hafi eldgossins. 34 ár frá eldgosinu á Heimaey Ljósmynd/Ómar Garðarsson Skoðun Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, skoðar vefinn ásamt Sigurgeiri Jón- assyni ljósmyndara sem á margar myndir á gosvefnum. Slóðin á vefsíðuna er www.heimaslod.is/gos. AÐALMEÐFERÐ hefst í máli kín- versks starfsmanns verktakafyr- irtækisins Impregilo á hádegi á morgun, fimmtudag, við Hér- aðsdóm Austurlands. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til mann- dráps. Málið var þingfest á mánu- dag. Manninum er gefið að sök að hafa á gamlárskvöld stungið annan starfsmann Impregilo tvívegis með eggvopni á skemmtun í búðum Imp- regilo við Kárahnjúka. Sá er áverk- ana hlaut fékk 3 cm stungusár í síðu og nokkru minna sár á hand- legg. Hinn ákærði neitaði að tjá sig nokkuð um málið er það var þing- fest, en hafði áður játað fyrir lög- reglu og dómi og borið fyrir sig að um sjálfsvörn væri að ræða. Mað- urinn er í farbanni til 30. janúar. Aðalmeðferð vegna hníf- stungu FÓLK úr hópi aldraðra og öryrkja hefur sammælst um að stofna til framboðs fyrir næstu alþingiskosn- ingar, en aðalmarkmið framboðsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja, auk þess að vinna að öðrum framfaramálum í ís- lensku þjóðfélagi, að því er segir í fréttatilkynningu. Lögð hafa verið fram drög að helstu áherslu- atriðum framboðsins og segir að þau verði fullmótuð á næstu dög- um. „Þegar því verki er lokið verður leitað samstarfs við konur og karla úr öllum kjördæmum og auglýstur opinn kynningar- og stofnfundur stjórnmálahreyfingar áhugafólks um málefni aldraðra og öryrkja.“ Sérstök heimasíða framboðsins www.frambod.is verður opnuð á morgun. Í undirbúningsnefnd eru: Arnþór Helgason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, Arnór Pét- ursson, fyrrv. formaður Sjálfsbjargar – landsambands fatl- aðra, Baldur Ágústsson, fyrrv. flug- umferðarstjóri og forstjóri Vara, Baldur Ágústsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, og Guðbjörn Jónsson, sjómaður og fyrrv. ráðgjafi. Sammælast um framboð aldr- aðra og öryrkja VÉLSLEÐAMAÐURINN sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri á sunnudag liggur enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í öndunarvél og er líðan hans óbreytt frá innlögn. Í frétt Morgunblaðsins af málinu á mánudag sagði að hávaði hefði komið snjóflóðinu af stað. Þar var átt við akstur vélsleðanna en ekki hávaða frá þeim. Beðist er velvirð- ingar á þeim mistökum. Líðan vélsleða- manns óbreytt RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð- að fulltrúa Félags grunnskólakenn- ara og launanefndar sveitarfélaga á viðræðufund í dag, miðvikudag, kl. 15:30. Jafnframt hafa fundir verið boðaðir með aðilum á morg- un, fimmtudag og á föstudag. Ekki er um að ræða sáttafundi heldur viðræðufundi, enda getur ríkissáttasemjari ekki tekið að sér mál nema kjarasamningar séu laus- ir. Hann hefur hins vegar orðið við ósk grunnskólakennara og launa- nefndar um viðræðufundi. Umfjöllunarefnið varðar endur- skoðunarákvæði gildandi kjara- samnings. Sáttafundur í kennaradeilu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Sunnu Ósk Logadóttur KYNFERÐISBROTADEILD lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til rannsóknar háttsemi Ágústs Magnússonar, dæmds kyn- ferðisbrotamanns, sem dagskrár- gerðarmenn við fréttaskýringaþátt- inn Kompás leiddu í gildru í síðasta þætti sínum. Ágúst var dæmdur í fimm ára fangelsi í mars 2004 fyrir kynferð- isbrot gegn sex drengjum. Hann var að afplána síðasta hluta dómsins ut- an veggja fangelsisins á Vernd þegar hann beit á agn Kompáss. Jóhannes Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, var væntanlegur í lögregluyfirheyrslu með réttarstöðu vitnis í gær. Ágúst á að líkindum að yfirheyra í dag að sögn lögreglu. Einn hluti sakarefn- isins varðar játningar Ágústs í Kompásþættinum um það að hafa beitt fleiri börn kynferðisofbeldi en hann var dæmdur fyrir á sínum tíma, en að auki mun lögreglan afla gagna í málinu í heild, þ.e. um meint- an ásetning hans að setja sig í sam- band við 13 ára barn, og þarf lög- reglan að komast að því hvort um refsiverðan verknað hafi verið að ræða. Ágúst er kominn í afplánun á Litla-Hrauni en ástæður þess að hann afplánaði á áfangaheimilinu Vernd voru lög og vinnureglur Fangelsismálastofnunar sem gera föngum kleift að ljúka þar afplánun, hafi þeir uppfyllt kröfur um góða hegðun. Fram hefur komið að ríkissak- sóknari hafi heimild til að krefjast þess að öryggisráðstöfunum verði beitt gegn Ágústi eftir að afplánun lýkur, jafnvel þótt kröfu um slíkt hafi verið hafnað við uppkvaðningu dóms. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir ekki tímabært að fjalla um þessar heimildir og bendir á að málið sé til rannsóknar hjá LRH. Fram hefur komið að lögreglan hafi ekki heimild til að fylgjast sér- staklega með föngum á Vernd eða þekktum brotamönnum sem lokið hafa afplánun. Tældi börn á skipulegan hátt Brot Ágústs voru framin á árun- um 1999–2003 og var talið sannað að hann hefði tælt drengina með blekk- ingum á yfirvegaðan og skipulegan hátt en um var að ræða börn sem stóðu illa að vígi félagslega og áttu við persónulega erfiðleika að stríða. Stjórn Fangahjálparinnar Vernd- ar mun ræða strax við Fangelsis- málastofnun ríkisins um hvort þörf sé á að styrkja úrræðið og þá hvern- ig megi girða fyrir að menn sem eru að ljúka afplánun á áfangaheimilinu gerist brotlegir við landslög meðan þeir dvelja þar. Telur stjórnin mjög mikilvægt að fara ítarlega yfir alla helstu þætti málsins. Var ályktun þess efnis samþykkt á fundi stjórnar Verndar í gærkvöldi. Þjónustusamn- ingur milli Verndar og Fangelsis- málastofnunar er nú í endurskoðun og verður skoðaður sérstaklega í ljósi umrædds máls. Jafnframt verða allar reglur um inntöku og skilyrði manna til vistunar á áfangaheimilinu endurskoðaðar ef ástæða þykir til. Ritstjóri Kompáss yfir- heyrður sem vitni í málinu Vernd mun ræða við Fangelsismálastofnun um hvort bæta þurfi áfangaheimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.