Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag miðvikudagur 24. 1. 2007 íþróttir mbl.is íþróttir Íslenska landsliðið fékk frábæran stuðning í Magdeburg >> 2 TÚNIS ER MARTRÖÐ BENGT JOHANSSON SEGIR TÚNISLIÐIÐ HREINT ÓÚTREIKNANLEGT, VEL ÞJÁLFAÐ OG STERKT >> 4 Eftir Ívar Benediktsson í Dortmund iben@mbl.is Áhuginn á íslenska landsliðinu í hand- knattleik jókst til muna eftir sigur þess á Frökkum í fyrrakvöld og þegar ljóst varð að það væri á leið í milliriðlakeppn- ina. Í Magdeburg var skotið á að rúm- lega 400 Íslendingar hefðu verið á hverj- um þriggja leikja liðsins. Flestir þeirra höfðu keypt miða sína í gegnum HSÍ. Nú er stærstur hluti þessa hóps farinn heim til Íslands en í gær og dag eru hópar á leiðinni til Þýskalands til þess að fylgjast með leikjum Íslands í Dortmund og Halle Westfalen. Um helgina mun straumurinn þyngjast enn og er reiknað með að ekki verði færri á leikjunum á laugardag og sunnudag. Þá eru ótaldir hópar sem hafa þegar orðið sér úti um miða í næstu viku á leiki í Köln. Algjör- lega er uppselt á úrslitahelgina í Köln, um aðra helgi. „Það er enn hægt að fá aðgöngumiða á fyrstu þrjá leiki okkar, en það er alveg uppselt á viðureignina við Þjóðverja í Westfalen íþróttahöllinni í Dortmund á sunnudag,“ sagði Einar í gær á milli þess sem hann svaraði miðaóskum frá Íslandi eftir bestu getu. „Það er alveg ljóst að ekki verður hægt að verða við öllum ósk- unum, en við vonumst til að hægt verði að leysa úr málum eins margra og kostur er.“ Einar sagði að HSÍ ætti ekki forgang að einhverjum hluta aðgöngumiða á leik- ina í milliriðlunum en hann væri vonsvik- inn yfir að þýska handknattleikssam- bandið gæti ekki útvegað því íslenska miða á leik þjóðanna á sunnudag. „Við erum að vinna í málinu og ég vonast til að einhver lausn fáist og við getum þar með útvegað einhverjum Íslendingum miða á viðureign Íslands og Þýskalands á sunnudagkvöldið í Dortmund.“ Vitað er að margir Íslendingar sem koma út um næstu helgi eiga miða á leik í Halle á sunnudag. Þeir höfðu tekið áhættu með að panta miða á þann leik vegna þess að þeir töldu að Ísland myndi hafna í öðru sæti í sínum riðli og Þjóð- verjar í sínum. Þar með hefði Íslending- ar mætt Pólverjum í Halle á sunnudag. En þar sem Pólverjar unnu sinn riðil og Þjóðverjar urðu í öðru sæti, auk þess sem íslenska landsliðið vann óvænt sinn riðil, þá varð uppröðun leikjanna önnur en margir höfðu talið fyrirfram. Því sitja margir Íslendingar uppi með miða á leik sem þeir eru máske ekkert spenntir fyrir í Halle á sunnudag en fá í staðinn ekki miða á lokaleik milliriðilsins, þegar Þjóð- verjar og Íslendingar leiða saman hesta sína í Westfalen-íþróttahöllinni í Dort- mund á sunnudag. Ljóst er að sigur ís- lenska landsliðsins hefur raskað dagskrá hundraða Íslendinga sem eiga bókaða miða á leiki næstu helgar. Uppselt í Dortmund Ljósmynd/Günter Schröder Fögnuður Markús Márni Michaelsson kom sterkur inn í leik liðsins gegn Frökkum. „ÓSKUM um miða á leiki Íslands rign- ir yfir mig, ætli símtölin vegna þessa séu ekki að verða um hundrað í dag og er hann ekki nema hálfnaður,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. HSÍ fær enga miða á Þjóðverja-leikinn á HM á sunnudag LOGI Geirsson meiddist á ökkla í leiknum við Frakka á HM í fyrrakvöld en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort hann yrði með á móti Túnis í dag þegar liðin mætast í fyrsta leiknum í milliriðli. „Það skýrist betur þegar nær dregur leiknum við Túnis hvort Logi verður með, ef ekki kemur Arnór Atlason inn í liðið fyr- ir hann. Ég vil gjarnan hafa Loga með í leiknum ef nokkur kostur er þar sem hann lék mjög vel á móti Frökkum,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari í gær en hann hefur þegar ákveðið breytingu á leikmannahópnum fyrir leikinn í dag. Alfreð hefur ákveðið að kalla Roland Eradze markvörð inn í leikinn við Túnis. Þar af leiðandi fær Hreiðar Levý Guðmunds- son tækifæri til að hvíla sig. Annað voru þjálfararnir ekki búnir að ákveða í gærkvöldi. Guðmundur Þórður Guðmundsson, aðstoð- arþjálfari Alfreðs, segir Túnis með sterkt lið sem ætli sér stóra hluti í Þýskalandi. Logi Geirsson Roland í hópinn og Hreiðar Levý hvíldur LEIKMENN landsliðs Úkra- ínu gengu á dyr að loknum fyrri hálfleik viðureignar Ís- lands og Frakklands á heims- meistaramótinu í handknatt- leik í fyrrakvöld. Þá var íslenska liðið með tíu marka forskot, 18:8, og Úkraínu- menn búnir að afskrifa franskan sigur enda varð það raunin. Íslenska liðið vann leikinn og hélt áfram í milli- riðla ásamt Frökkunum, en Úkraínumenn sátu eftir með sárt ennið. Kvöldið áður voru þeir mjög brattir eftir sigur- inn á Íslendingum og töldu sig vera langt komna í milliriðla- keppnina. Þegar leikmenn úkraínska landsliðsins settust niður í íþróttahöllinni til þess að fylgjast með viðureign Ís- lendinga og Frakka voru þeir nokkuð brattir en fljótlega fór að síga á þeim brúnin. Spurðu Úkraínumennirnir m.a. nær- stadda Íslendinga hvort Frakkar hefðu verið keyptir til þess að tapa fyrir íslenska landsliðinu. Þegar flautað var til hálfleiks þótt þeim nóg orð- ið um og yfirgáfu höllina. Lítil skemmtun Úkraínumenn hafa fengið það hlutverk að leika um 13. til 20. sætið á HM og eru þeir í riðli með Kúvæt og Argent- ínu, sem Íslendingar hefðu leikið við hefðu þeir ekki unn- ið Frakka. Skemmtun þeirra er ekki mikil. Úkraínumenn fengu nóg og gengu út í hálfleik Yf ir l i t                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                        Í dag Staksteinar 8 Bréf 25 Veður 8 Minningar 26/29 Viðskipti 12 Skák 29 Úr verinu 13 Brids 32 Erlent 14/15 Leikhús 34 Menning 16, 32/36 Af listum 35 Höfuðborgin 17 Myndasögur 36 Akureyri 17 Dagbók 37/41 Suðurnes 18 Staður og stund 38 Landið 18 Víkverji 40 Daglegt líf 19/21 Velvakandi 40 Forystugrein 22 Bíó 38/41 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir í gærkvöldi að hún stæði við þau áform sín að bjóða sig fram til vara- formanns Frjálslynda flokksins á laugardag og fara þannig gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varafor- manni flokksins. » Forsíða  Kópavogsbær á að greiða eig- anda jarðarinnar Vatnsenda 2,25 milljarða króna fyrir 1. febrúar nk. fyrir 863 hektara lands sem bærinn tekur eignarnámi, samkvæmt sátt sem náðst hefur í málinu. » Forsíða  Nefskatturinn sem ráðgerður er til að fjármagna rekstur Rík- isútvarpsins leggst aðeins á þá ein- staklinga og lögaðila sem greiða tekjuskatt. Þeir sem aðeins hafa fjármagnstekjur sleppa því við nef- skattinn samkvæmt lögum um Rík- isútvarpið sem samþykkt voru í gær. » Baksíða Viðskipti  Glitnir hefur selt skuldabréf fyrir 500 milljónir evra, sem samsvarar nær 45 milljörðum króna. Útgáfan er þó fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta opin- bera skuldabréfaútgáfa Glitnis í evr- um frá því í júní 2005 og jafnframt í fyrsta skipti sem íslenskur banki sækir fjármagn á Evrópumarkað með þessum hætti eftir svipting- arnar sem urðu á mörkuðum á fyrri hluta síðasta árs. » 12 Erlent  Moshe Katsav, forseti Ísraels, var hvattur til að segja af sér í gær eftir að ríkissaksóknari landsins ákvað að ákæra hann fyrir nauðgun, kynferðislega áreitni, trúnaðarbrot og mútuþægni. » 15  George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, flutti stefnuræðu sína í nótt og reyndi að snúa vörn í sókn, en kannanir sýna að stuðningur við forsetann er með allra minnsta móti. Í ræðunni hvatti Bush meðal annars til þess að Bandaríkjamenn drægju úr notkun bensíns um 20% á tíu ár- um. » 14  Þúsundir mótmælenda ollu glundroða í Beirút og víðar í Líb- anon í gær með því að setja upp veg- artálma með brennandi hjólbörðum. Að minnsta kosti þrír biðu bana í átökum mótmælenda og stjórn- arsinna. » 14 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞESSI samningur er góð staðfest- ing á því að allur undirbúningur sem við höfum verið að vinna að í mörg ár er að skila árangri núna. Við höfum í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að vera opin og trúverðug í samstarfi við erlenda aðila, en þessi samningur skapar okkur farveg fyrir markviss- ara samstarf en verið hefur,“ segir Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, en stofn- unin gerði nýverið rammasamning um vísindasamstarf við Háskólann í Aþenu á sviði fornleifafræði. Aðspurður segir Adolf samstarfs- samninginn hafa verið í undirbúningi síðan 2005. Bendir hann á að á síð- ustu misserum hafi íslenskir og grísk- ir vísindamenn unnið að frumathug- unum og samanburði á áhrifum eldgosa í löndunum tveimur á mannlíf til forna, en eyjarnar tvær eiga það sameiginlegt að vera eldvirk svæði. „Við hefðum áhuga á að vinna enn frekar að því í samstarfi við Grikki að afla nýrra upplýsinga um menningar- landslagið og þróun þess á eld- fjallasvæðum. Einnig hefðum við áhuga á samstarfi um rannsóknir á þingminjum, en í báðum þessum löndum eru til fornleifar sem eru leif- ar um þinghald. Það hefur ekki verið reynt áður að velja út einn tiltekinn minjaflokk til rannsókna sem er sam- eiginlegur mörgum löndum, bera saman svæðin og reyna að læra eitt- hvað nýtt af samanburðinum,“ segir Adolf og bendir á að samanburður við betur þekktar þingminjar sunnar í álfunni muni hjálpa Íslendingum til að skilja betur hlutverk og eðli þessa tiltekna minjahóps. Spurður hvaða þýðingu samning- urinn hafi svarar Adolf: „Þetta mun auðvelda okkur að fá til liðs við okkur snjalla vísindamenn frá öðrum lönd- um. Menn sem hafa tækjabúnað sem við eigum ekki eða aðra sérþekkingu sem við Íslendingar höfum ekki getað komið okkur upp smæðar landsins vegna. Auk þess býður samningurinn upp á bæði starfsmanna- og nem- endaskipti,“ segir Adolf og bendir á að sl. 8–9 sumur hafi Fornleifa- stofnun tekið við háskólanemendum að utan til þjálfunar og kennslu. „Þessir nemar hafa í sínu dokt- orsnámi oft valið að vinna með ís- lenskan efnivið til frekari rann- sókna.“ Inntur eftir því hvað Ísland hafi fram að færa innan fornleifarann- sókna bendir Adolf á að miklar fram- farir hafi orðið hérlendis á sviði forn- leifarannsókna sl. 10 ár. „Allar grundvallaraðferðir eins og forn- leifauppgröftur og fornleifaskráning eru á mjög háu gæðastigi hérlendis. Grikkir hafa þannig mikinn áhuga á því að fá okkur til samstarfs við að kortleggja fornleifar, af því að við höfum lagt mjög mikla áherslu á að vinna fornleifaskráningu á mjög markvissan hátt, bæði hratt og vel í stafrænu formi.“ Rannsaka á þingminjar Samstarf Adolf Friðriksson og dr. Andreas Vasilopoulos ræða landbrot og minjaeyðingu þar sem þeir eru staddir á suðurströnd Samos. Íslendingar og Grikkir semja um vísindasamstarf á sviði fornleifafræði FÁIR ungar Tjarnarfugla komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu ungum sínum upp affallalítið. Líklegar ástæður fyrir þessu eru taldar fæðuskortur í Tjörninni og sjónum og ásókn sílamáva. Gísli Marteinn Baldursson, formaður um- hverfisráðs Reykjavíkurborgar, seg- ir að strax verið gripið til aðgerða til að snúa þróuninni við. Umhverfisráð hefur samþykkt aðgerðir til að bæta stöðuna. Um málið er fjallað á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Gargönd, skúfönd, æður og kría á Tjörninni í Reykjavík virðast ekki hafa komið upp neinum ungum síð- astliðið sumar, samkvæmt því sem fram kemur í árlegri skýrslu sem Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson hafa unnið fyrir um- hverfissvið Reykjavíkurborgar. Or- sakirnar eru líklega fæðuskortur og ásókn mávs. Kjarngott fæði, mávurinn fældur og hvönn eytt Aðgerðir sem umhverfisráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á mánudag til að snúa þessari þróun við fjalla m.a. um að leita leiða til að gefa ungum kjarn- gott fæði næsta vor. Einnig verður fælingu beitt á sílamávinn, hvönn eytt í Þorfinnshólma og reynt að koma fyrir hreiðurskjóli fyrir kríu. Þá verður lögð áhersla á að endur- heimta læk sunnan Hringbrautar við enda flugbrautar en hann rennur nú í skurði og að nokkru í ræsi og nýtist því ekki lengur fuglum. Möguleikar á að hindra för gæsa með unga yfir Hringbraut verða einnig kannaðir en algengt er að girðing á miðeyju komi gæsum í sjálfheldu. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu þeirra Ólafs og Jóhanns Óla var viðkoma Tjarnarfugla afleit á síðasta ári annað árið í röð og hefur ekki mælst jafnléleg frá upphafi mælinga árið 1973. Næstlélegasta árið var 2005. Þá kemur þar fram að aðeins örfáir ungar stokkandar og duggandar hafi verið á lífi á Tjörn- inni í lok júlí á síðasta ári og að engir ungar gargandar, skúfandar, æðar- fugls og kríu hafi þá sést þar. Í skýrslunni er ásókn máva í unga nefnd sem hluti af orsökinni en einn- ig það að vorflugur og marflær, sem hafi verið mikilvæg fæða fyrir ung- ana, hafi horfið. Þá hafi æti í sjó brugðist kríunni líkt og mávinum, sem sæki því í auknum mæli inn í borgina. Haft er eftir Gísla Marteini Bald- urssyni, formanni umhverfisráðs, í frétt sem birt er á vef umhverfissviðs að borgaryfirvöld taki skýrsluna al- varlega. „Því ef ekkert verður að gert eigum við á hættu að glata því skemmtilega fuglalífi sem hefur ver- ið í og við Tjörnina í Reykjavík. Við höfum af þeim sökum ákveðið að grípa þegar í stað til aðgerða í sam- ráði við garðyrkjustjóra og höfunda skýrslunnar.“ Morgunblaðið/ÞÖK Yfirgangur Sílamávurinn virðist hafa yfirhöndina á Tjörninni og ungar annarra fugla láta í minni pokann. Komu ekki upp neinum ungum á Tjörninni Ástæðan er fæðuskortur í tjörn og sjó og ásókn sílamáva Í HNOTSKURN »„Það er sem sagt and-styggilegt ástand við Tjörnina,“ bloggaði Kristinn Pétursson frá Bakkafirði um fréttina þegar hún birtist á fréttavef Morgunblaðsins í gær, á bloggsíðunni kristinnp- @blog.is. »Augljóslega hafa þvífregnir af þessum góð- borgurum Reykjavíkur, fugl- unum á Tjörninni, slegið fólk víða um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.