Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Útbreiðsla Eldra Stampahrauns og Tjaldstaðagjárhrauns á Reykjanesi (sýnd sem einn flekkur). Einnig er sýnd útbreiðsla gjóskulagsins R-3. - Aerial extent of the Older Stampahraun lava and Tjaldstadagjárhraun lava on Reykjanes. The distribution of the tephra layer R-3 is also shown on the figure. Teikning/Drawing: Annette Meier (2004). gosið síðustu 3000 árin. Komið hefur í ljós að skjálftavirkni á Reykjanesi er einkum bundin við vestari reinina. I goshrinum á Reykjanesi renna hraun frá gígaröðum og í sjó verða gufusprengingar þegar gossprungur opnast á sjávarbotni. Við langvarandi neðansjávargos hlaðast upp gjóskugíg- ar af hverfjallsgerð. Eldgos af þessu tagi eru nefnd surtseysk gos með tilvísan í Surtseyjargosið 1963-1967.10 Ummerki um allmörg neðan- sjávargos á Reykjaneshrygg hafa varðveist á landi. Við strönd Kerl- ingarbáss, þar sem gígaraðir á Reykjanesi liggja að sjó, hafa hvað eftir annað hlaðist upp öskugígar. Þar má nú skoða leifar þriggja slíkra gíga. Neðansjávargos fjær landi hafa skilið eftir sig öskulög á jarðvegi, fundist hafa a.m.k. ellefu slík lög á Reykjanesskaga. Ösku- lögin veita mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Um út- breiðslu þeirra og aldur hefur áður verið fjallað ,4,5'u'12 Á Reykjaneshrygg hafa marg- sinnis orðið til „gígeyjar" sem fjöldi skerja og boða er til vitnis um. Slíkar eyjar eru berskjaldaðar fyrir rofmætti sjávar og eyðast jafnan hratt. Vel þekkt eru afdrif Nýeyjar sem myndaðist í neðansjávargosi árið 1783 um 55 km undan Reykja- nesi. Sú eyja hvarf í hafdjúpið innan árs frá því hún skaut upp kollinum. Langlífari gígeyjar hafa þó einnig orðið til, s.s. Eldey og Geirfuglasker. Jarðmyndanir á vestanverðum Reykjanesskaga hafa verið kort- lagðar af Jóni Jónssyni6 og Kristjáni Sæmundssyni.13,14 Á kortum þeirra má m.a. sjá útbreiðslu og aldursaf- stöðu hrauna og legu gíga og mis- gengja. Eldra Stampahraun OG Tjaldstaðagjárhraun Eldra Stampahraun kemur frá um 4,5 km langri gígaröð, Eldri Stampa- gígaröðirtni, sem liggur til norðaust- urs frá Kerlingarbás, inn á land. Gígaröðin er mjög slitrótt enda umflotin og sums staðar kaffærð af Yngra Stampahrauninu, yngsta hrauni Reykjaness. Eldra Stampa- gosið má flokka sem blandgos þar sem veruleg gjóskuframleiðsla átti sér stað samhliða hraunrennsli. Á norðurhluta gossprungunnar var kvikustrókavirlmi og gjallmyndun ásamt hraunrennsli einkennandi en á suðurhluta sprungunnar, sem lá neðansjávar, var hins vegar ösku- myndun ráðandi. Gosaska frá Eldra Stampagosinu barst inn til landsins og finnst nú í jarðvegi á vestan- verðum Reykjanesskaga. Öskulagið er nefnt R-3 (1. mynd). Um aldur Eldra Stampahrauns hafa fengist vísbendingar með hjálp öskulagatímtals og 14C-aldursgrein- inga. Öskulög hafa ekki fundist í jarðvegi undir hrauninu en hins vegar er afstaða þekktra öskulaga til R-3 vel þekkt. Elsta þekkta öskulag ofan R-3 er um 1400 ára gamalt Heklulag og næsta lag neðan R-3 er um 2000 ára gamalt Kötlulag. Kolefnisaldursgreining á mó undan R-3 bendir til að lagið sé minna en 2200 ára gamalt.15 Út frá þessum vís- bendingum er dregin sú ályktun að Eldra Stampagosið hafi orðið fyrir um 1800-1900 árum. Skammt austur af Eldra Stampa- hrauni er hraun sem nefnist Tjald- staðagjárhraun og er víðáttumesta hraun á Reykjanesi. Upptök þess eru á um 1 km langri gígaröð sem liggur í framhaldi af Stampagígaröðinni til norðausturs. Aldur hraunsins hefur verið nokkuð á reiki en öskulaga- rannsóknir hafa staðfest forsögu- legan aldur þess.4 Elsta gjóskulag sem fundist hefur ofan á Tjaldstaða- gjárhrauni er fyrrnefnt 1400 ára gamalt Heklulag en ekld hefur tekist að firtna jarðveg undir hrauninu. Afstaða Tjaldstaðagjárhrauns til Eldra Stampahrauns sýnir að það hefur runnið síðar en Stampa- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.