Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 38
Náttúrufræðingurinn plantna sem hafi fundist umhverfis vörugeymslur á Reykjavíkurflug- velli. Á síðari áratugum virðist sem einna mest beri á aðfluttum plöntum í nágrertni Sundahafnar. Á þeim tíma síðustu aldar sem Ingólfur fylgdist best með slæðing- um var nokkuð áberandi hversu margar plöntur bárust inn í landið með hænsnafóðri og birtust fyrst í grennd við stærstu kjúklingabúin. Á þeim tíma sem túnrækt bænda stóð hvað hæst barst mikið af erlendum plöntum inn í landið með grasfræi og átti þaðan greiða leið í sáðsléttur um allt land. Flestar slíkar tegundir hurfu aftur úr sáðsléttunum á öðru eða þriðja ári. Minna hefur borið á slíkum flutningi síðar, eftir að meiri áhersla er lögð á hreinsun fræsins. NÝJUNGAR FRÁ SUMRINU 2003 Eftir að Ingólfur Davíðsson féll frá var um skeið minna fylgst með landnámi slæðinga í flórunni. Þó hef ég reynt að halda slíkum upplýs- ingum til haga á ferðum mínum um landið og einnig upplýsingum sem berast til Náttúrufræðistofnunar Islands frá athugulum einstakling- um og áhugamönnum um grasa- fræði. Minna virðist hafa verið um aðflutning nýrra plantna síðari árin, m.a. vegna breyttra búskaparhátta í sveitum landsins, betri hreinsunar grasfræs og meira malbiks við hafnir og á flugvöllum landsins. Þó bar svo við að síðastliðið sumar bárust mér upplýsingar um nokkrar plöntur, sem ekki höfðu verið skráðar hér áður, og eru þær tilefni þessarar greinar. Nú á dögum virðist uppgræðsla meðfram ný- lögðum þjóðvegum og víðar vera ein helsta aðflutningsleið erlendra tegunda inn í landið, enda er enn mest notað erlent grasfræ í þeim tilgangi. Þótt áhersla sé lögð á að nota vel hreinsað fræ, er greinilega í sumum tilfellum töluverður mis- brestur á hreinsuninni. Einnig er ofurlítið um að ræktaðar skrautjurtir breiðist út um næsta nágrenni sitt, en venjulega er það þó aðeins á takmörkuðum blettum. Mun ég hér 1. mynd. Skúfasúra við brún vegarins milli Eiða og Egilsstaða á Fljótsdalshe'raði. Ljósm. Hörður Kristinsson. á eftir gera nánari grein fyrir þeim plöntum nýjum, sem mér bárust upplýsingar um á síðasliðnu ári. Eins og fram kemur í umfjölluninni, er alls óvíst um flestar þeirra hvort þær koma til með að ílendast eða ekki. Skúfasúra Rumex thyrsiflorus Fingerh. Fjölær, einkynja jurt af súruættinni sem minnir nokkuð á túnsúru en er töluvert stærri og með áberandi stærri, margblóma blóm- skipan. Laufblöðin eru áberandi aflöng, 15-25 cm á lengd en aðeins 1,5-3 cm á breidd, örlaga eða spjót- laga með mjóum, útstæðum flipum við blaðfótinn. Af skúfasúru sá ég aðeins eina, mjög stæðilega og fyrirferðarmikla jurt meðfram þjóðveginum milli Eiða og Egilsstaða á Fljótsdalshéraði (1. mynd). Hún hefur trúlega verið orðin nokkurra ára gömul, með mjög blómmörgum blómskipunum með kvenblómum. Engin fræ- myndun var sjáanleg á henni þótt þetta væri í síðustu viku af ágúst, enda óvíst að nokkrar karlplöntur séu í nágrenninu sem gætu orðið 36

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.