Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 52
Náttúrufræðingurinn faðir Jóns forseta, er margorður um Glámujökul. Hann segir meðal annars að Dynjandisá „[renni] úr vatni sem liggur neðan til við Glámujökul og heitir Eyjavatn Enn fremur: „En þá upp fyrir þau [fjöllin] kemur er þó mikill vegur, hjallar og lautir, upp að aðaljöklin- um, Glámu, sem liggur fyrir öllum botnunum fjarðanna, frá ísafjarðar- djúpi að Barðaströnd og nær suður í Múlasókn." Síðan ritar Sigurður: „Frá þessum bæ [Skjaldfönn] fram með Hófsá, liggur leið yfir Glámu- jökul, upp úr Amarfjarðarskarðinu. Heitir þá hæð ein, þá upp á fjallið er komið, Sjónfríð. Sést af henni norður á ísafjarðardjúp, og einninn hverja stefnu skal taka ofan í ýmsar fjörður þar, t.d. Mjóafjörð, Skötu- fjörð og Vatnsfjörð." Síra Bjarni Gíslason getur þess í lýsingu á Sanda- og Hraunssóknum í Dýra- firði að Drangahlíð sé „... langur fjallgarður, [sem] liggur frá suðaustri til útvesturs, og hefur sín upptök af fjöllum fyrir Dýrafjarðarbotni, en þau aftur frá jöklinum Glámu." Jón prestur Sigurðsson23 á Gerðhömmm viðhefur þessi orð: „Hærra liggur jökul-fjallgarður sá, er Gláma nefnist. Yfir hann er vegur ofan í Mjóafjörð. Má þar fara yfir með hesta á summm, þegar jökullinn harðnar." í sveitunum kringum Glámu var haft til viðmiðunar að fært væri hestum yfir fjallveginn eftir Jónsmessu því að þá er snjór orðinn svo þéttur að ekki sekkur nema í hófskegg. í afreksverki því sem Björn Gunnlaugsson vann með útgáfu korts af íslandi í mælikvarðanum 1:480.000 og út kom 1848 (á kortinu stendur 1844) kemur ísland fyrst fram í nokkum veginn réttri mynd, hið innra jafnt sem útlínur. Þar er Glámujökull settur með sérstökum fjólubláum lit og einkennistákni eins og aðrir jöklar og Hggur hann í hálfhring umhverfis hálendið upp af botni Amarfjarðar og þaðan teygir hartn sig austur undir Kollafjarðar- heiði og þekur hundruð ferkíló- metra lands. Þetta er sett meira og minna samkvæmt ágiskun enda kom Bjöm ekki sjálfur upp á Glámu- hálendið. Svo stór jökull á þessum slóðum nær ekki nokkurri átt, hvaða skilning svo sem leggja má í orðið jökull. Á þessu sama korti er merkt- ur jökull á Ófeigsfjarðarheiði alveg suður að Steingrímsfjarðarheiði. Þar eru nú engin merki um jökuls verkan á undanfömum öldum. Kaalund segir frá leiðum yfir Glámu allítarlega, en hann var þar á ferð 11. ágúst 1874. Athyglisverð er lýsing hans á veginum milli Dýra- fjarðar og Mjóafjarðar sem hann segir liggja í austur með norðurhlið jökulsins (þýðing Haralds Matthías- sonar): „Lengi er vegurinn sífellt á fótinn yfir stærri og stærri fannir og síðast næstum samfelldur snjór og hylur langar holtabrekkur, svo að síðast er riðið utan í jöklinum, sem er hallandi eða hvelfdur eins og kúla eða egg, jafnlend hæð snævi þakin, þar sem hestamir stíga oft í upp fýrir hófskegg eða miðjan legg. Enn ligg- ur leiðin upp í móti, og til vinstri er mjög sérkennilegt útsýni, dimmt og vetrarlegt, yfir nakin fjöll ísa- fjarðardjúps og norðurströnd þess. Fyrir ofan, til hægri [Sjónfríð], er lengi aðeins kúlumynduð jökul- hvelfing, en brátt fer eitt og eitt holt að gægjast upp og urðir á milli þeirra til tilbreytingar við snæ- flatneskjuna ... Mikil lægð full af snjó verður á vegi, og þar skilur leiðir niður til Amarfjarðar og Dýra- fjarðar." Enn fremur segir Kaalund: „Jökulsprungur eru sums staðar, engar þó verulegar, en sérkenni þeirra allra er einkennilegur blá- grænn litur, sem geislar frá veggjun- um, einkum hinum dýpri, en í sprunguveggjunum er fast saman- þjappaður snjór eða ís." Þetta er býsna sannfærandi lýsing á jökul- kúpu en með tilliti til þess að lýst er norðurhlíð Sjónfríðar, sem einmitt er nokkuð ávöl, verður þetta ekki kallað óyggjandi sönnun á tilvist jökuls þar. Víst er þó að þama er lík- legasti staðurinn fyrir jökul, hafi hann á annað borð verið til (2. mynd). Þorvaldur Thoroddsen byggði jarðfræðikort sitt^ að talsverðu leyti á kortum Bjamar Gunnlaugs- sonar en hann breytti frá þeim í nokkmm atriðum. Þar á meðal hefur hann Glámujökul mun minni umfangs og nærri hringlaga, því að honum var ljóst að mynd Bjamar fékk ekki staðist. Meðal annars náði jökull alls ekki austur yfir Skálmar- dalsheiði eins og Kaalund- hafði drepið á áður. Engu að síður er jökullinn á kortinu um 230 km2, sem einnig er langt umfram það sem jökull hefði hugsanlega getað náð. Þorvaldur hafði heldur ekki farið um Glámu sjálfur en Ögmundur Sigurðsson fylgdarmaður hans fór með hesta þeirra upp úr ísafirði vestur í Amarfjörð sumarið 18877 Kort Þorvalds ásamt lýsingu hans á Glámujökli urðu tilefni deilu við Stefán Stefánsson skólameistara um tilvist jökulsins. Stóð Glámujökull UNDIR NAFNI? Þorvaldur Thoroddsen‘9 lýsir Glámujökli svo að hann sé „... kringlóttur snjóskjöldur eða fann- breiða, rúmar 4 ferh. mílur [danskar mílur, samsvarar 225 km2] á stærð og 2872 fet á hæð. Eigi er mér kunn- ugt um að skriðjöklar gangi út úr Glámu, en allbreytilegur er þessi jökull eftir árferði, og er stundum stærri og stundum minni, stundum sameinast jökulbungan fönnum í nágrenninu og stækkar við það, stundum þiðnar af henni, svo hrygg- ir og kambar koma upp. Hæð snæ- línunnar á þessu svæði mun vera um 2000 fet y.sj. [um 610 m y.s.]. Allmargar smáár hafa upptök sín í Glámu eða í nánd við hana, en einna vatnsmestar eru Vatnsdalsá og Vattará, og á þeim er stundum dálítill jökullitur." í jarðfræðiriti sínu (á þýsku) hafði Þorvaldur þó látið þess getið að ekki kæmu jökul- grugguð vatnsföll frá Glámu. Áætlun Þorvalds um hæð snæ- línunnar á við árin 1886 og 1887 er hann rannsakaði Vestfirði. Þá var tíð hörð og votviðrasöm svo ekki er að undra að fannfergi væri til fjalla allt sumarið. Með öllu er óhugsandi að jökull, sem nær tug ferkílómetra að flatarmáli, svo ekki sé talað um margfalda þá stærð, hafi í þessu 50

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.