Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags heiti hafi lítið náð að festast við þessar plöntur vegna þess hve fræðinöfn eða erlend heiti voru snemma orðin rótgróin. Aðrar erlendar plöntur Lítið kvað að íslenskum nafngiftum á plöntum, sem hvorki vaxa villtar né finnast í ræktun hér á landi, fyrr en farið var að þýða fjölþjóðleg rit um þau efni á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Mun Ingimar Óskarsson hafa riðið á vaðið í því efni, með þýð- ingu alþýðlegra myndabóka í nor- rærtni ritaröð sem hófst með útgáfu bókarinnar Flora i farver, hjá Politik- ens Forlag 1953. Hann gaf öllum teg- undum í bókinni íslensk nöfn. Sama gerði Ingólfur Davíðsson í bókinni Tré og runnar í litum (1962). Þar er all- mikið um tvínefni. Ingólfur Davíðsson þýddi og stað- færði Blómabók eftir F. A. Novak (1972) og bjó þá til mikinn fjölda nafna á tegundum og flokkum, þar á meðal allmörg nöfn á lágplöntum. Óskar Ingimarsson og Jón O. Ed- wald þýddu bókina Myndskreytt flóra íslands og Norður-Evrópu, eftir M. Blamey og C. Grey-Wilson (1992). Þar er 2400 tegundum háplantna lýst í máli og myndum. í formála kemur fram að þeir taka upp öll íslensk nöfn sem áður höfðu birst á prenti og gjalda varhuga við breytingum á þeim þó þau passi lítt við nafnaregl- ur. Auk þess gefa þeir fjölda tegunda íslensk heiti, og verður oft ekki séð að þeir fylgi þar neinum reglum. I fjölmiðlaheimi nútímans hefur það færst mjög í vöxt að gefa tegund- um dýra og plantna nöfn á þeim tungum sem um þau er fjallað í myndum eða máli. Þessi nöfn hafa oft þá sérstöðu að vera búin til af þýðendum sem hafa lítið eða ekkert inngrip í viðkomandi fræðigrein og mynda nýnefni sín oftar en ekki án alls samhengis við skyldleikakerfí. lífveranna. Þannig hefur líka orðið til mikill fjöldi samnefna sem þarf að útrýma. Hér má geta bókar sem ber titilinn Ensk-latnesk-íslensk og latnesk-íslensk- ensk dýra- og plöntuorðabók, sem Ósk- ar Ingimarsson skráði og gefin var út 1989. Þar munu vera skráð flest nöfn á íslenskum dýrum og fjöldi annarra dýranafna en plöntunafnalisti bókar- innar er hins vegar mun styttri og vanburðugri og vantar mikið á að skráð séu öll íslensk plöntunöfn sem þá voru í notkun. ÁLMENNT UM NAFNGIFTIR Á LÍFVERUM Stofnheiti og nýmyndun þeirra Af því sem hér hefur verið rifjað upp má ljóst vera að á mestu veltur að velja hentug stofnheiti sem tegunda- nöfn eru svo dregin af, samkvæmt reglum Stefáns Stefánssonar o.fl. Reglur um val stofnheita má setja þannig fram: 1) Þau eiga að vera nafnorð eða ígildi þeirra. 2) Þau eiga að vera stutt, helst ekki nema tvö eða þrjú at- kvæði. 3) Þau eiga helst að fela í sér merkingu sem vísar til áber- andi einkenna viðkomandi lífveruflokks. Höfundur veit af eigin reynslu að þessi nýnefnasmíð er ekki auðveld og að flest stofnnefni geta orkað tví- mælis þegar þau eru valin. íslenskir náttúrufræðingar hafa notað ýmsar aðferðir til að finna þessi nöfn eða búa þau til og vil ég hér geta um nokkrar slíkar. Fyrst má nefna þá aðferð sem lík- lega er algengust og nefna mætti „hugdettuaðferð". Þegar skrifað er um viðkomandi flokk dettur manni einfaldlega í hug eitthvert smellið nafnorð sem þá er tekið upp til reynslu. Við næstu yfirferð getur komið upp artnað orð sem þykir betur henta og þá er freisting að skipta um nafn. Ónnur aðferð er að fara í kerfis- bundna leit að hentugum orðum í orðabókum, skrá þau niður og jafn- vel að búa fíl lista yfir þau sem síðan er gengið í þegar á þarf að halda. Þannig ritar Bergþór Jóhannsson í til- lögum síniun um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir (1985): „íslensk orða- bók, gefin út af Bókaútgáfu Menning- arsjóðs 1983, hefur reynst mér afar notadrjúg," og hann útskýrir mosa- nöfn sín með tilvitnunum í þá bók. Ég hygg að þessi aðferð muni vera drýgst til góðs árangurs. í orða- bókum er mikill fjöldi stuttra, ein- eða tvíkvæðra nafnorða sem lítt eða ekki eru notuð í daglegu tali, eru jafnvel orðin úrelt, en hafa engu að síður ákveðna merkingu, sfímdum þó fleiri en eina, jafnvel margar. Þessi orð henta oft vel sem stofnnöfn á ætt- kvíslir eða ættir. Þá er þeim að vísu gefin alveg ný merking sem bætist við hinar sem þau höfðu áður. Frá málsögulegu sjónarmiði er ekkert við það að athuga því að slík ný- merking orða hefur alltaf verið að gerast, sem best sést af því að tiltölu- lega fá orð, í hvaða tungumáli sem er, hafa aðeins eina afmarkaða merk- ingu. Þriðja aðferðin, en sú sjald- gæfasta, er að búa til alveg ný orð. Til þess þarf staðgóða málþekkingu, góðan málsmekk og hugmyndaríki. Fágætt mun vera að slík orð séu alger nýmyndun, oftast munu þau vera dregin af orðum sem til eru í málinu eða í öðrum tungumálum. í íslensku má oft mynda ný orð með hljóðvarpi eða hljóðskiptum af gömlum orðum og getur farið vel á því. Þannig var nafnið Krækill myndað af Krókarfi og sveppanafnið Nefla af orðinu nafli. Stundum má búa til nýnefni með hljóðlíkingu við latnesku fræðinöfn- in og hefur sú aðferð nokkuð verið tíðkuð allt frá Oddi Hjaltalín (1830). (Alkunnugt orð af þessu tagi er berkl- ar, dregið af tuberculosis.) I stöku til- vikum má taka latnesku nöfnin næstum óbreytt upp og mætti raun- ar gera meira af því. Dæmi um það er ættkvíslamafnið Anemóna (Ane- mone). Latnesk og grísk orð geta far- ið vel í íslensku og laga sig oftast að beygingarreglum málsins. Höfundarréttur Sú spuming hefur gert vart við sig, t.d. hjá Ingimar Óskarssyni (1948B), hvort rétt sé að innleiða einhveijar reglur um höfundarrétt þegar ís- lensk lífvemnöfn eiga hlut að máli, 71 71

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.