Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 74

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 74
Náttúrufræðingurinn Brennisóley. Úr Billeder afNordens flora. þannig að ekki sé leyfilegt að breyta þeim nöfnum sem þegar hafa verið skráð á prenti eða taka upp ný nöfn í þeirra stað. Slíkar reglur hafa lengi verið í gildi varðandi fræðinöfn tegunda og flokka og gildir þar jafnan sú regla að elsta nafnið, sem fullgildur (lat- neskur) lýsingartexti fylgir, skuli hafa forgangsrétt og eru tegunda- heiti (og jafnvel flokkaheiti) merkt með skammstöfun þess sem nafnið gaf. Frá þessari meginreglu eru þó ýmsar undantekningar. Ég held að slíkar forgangsreglur séu tæplega réttlætanlegar hvað ís- lensku heitin varðar og myndu lík- lega verða til að hindra eðlilega end- umýjun og þróun þessa nafnaflokks. Þær gætu orðið til að festa gömul og óhentug nöfn í sessi og komið í veg fyrir að nöfnum sé breytt til batn- aðar. Auk þess væri ekki hægt að skylda neinn til að fara eftir þeim. N af ngif tanef ndir I flestum ríkjum Evrópu munu vera til sérstakar nefndir sem hafa það verkefni með höndum að dæma um nýnefni á lífverum og gefa út lista með útvöldum nöfnum sem nefnd- armertn eru sammála um að mæla með. Ingimar Óskarsson (1948A) mun fyrst hafa stungið upp á því að koma á fót slíkri nefnd hérlendis. Ný tegundanöfn eru langoftast valin eða sköpuð af einstaklingum sem þekkja vel til viðkomandi líf- veruflokks og hlýtur smekkur þeirra að ráða miklu um valið. Að jafnaði held ég að þeim sé betur treystandi, hvað smekkvísi og notagildi nafn- anna varðar, en einhverri opinberri nefnd. Því er þó ekki að neita að nafngiftanefnd gæti verið gagnleg, m.a. til að úrskurða um samnefnd stofnnöfn og velja úr samnefnum er- lendra dýra og plantna. Árið 1987 var sett á fót plöntu- nafnanefnd, fyrir forgöngu Jóhanns Pálssonar sem þá var garðyrkjustjóri Reykjavíkur. I henni sátu Jóhann Pálsson, Óli Valur Hansson, Ólafur B. Guðmundsson, Sigurður Blöndal og Gunnlaugur Ingólfsson. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að fjalla um harðgerða runna og tré vegna endurskoðunar á bók Ásgeirs Svan- bergssonar (1982) um það efni. Greint er frá niðurstöðum í þremur greinum í Garðyrkjuritinu (Ólafur B. Guðmundsson 1988, 1989 og 1991). Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi hefur nefndin ekki starfað síðan 1991. Skráning PLÖNTUNAFNA Það gefur augaleið að við alla þessa nýnefnasmíð hljóta sömu stofnnöfn- in stundum að koma upp á tveimur eða fleiri ættkvíslum (ættum, ætt- bálkum). Til að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt að einhvers staðar sé haldin skrá yfir öll stofnnefni og jafnvel tegundaheiti og hægt sé að fá aðgang að henni hvenær sem er. Sumum finnst það í lagi þótt stofn- heiti séu eins ef samsett tegunda- nöfn eru frábrugðin en svo tel ég ekki vera. Samnefnd stofnheiti hljóta alltaf að bjóða ruglingi heim. Hörður Kristinsson telur að ekki sé viðlit að losna við öll samnefnd stofnheiti plantna því að mörg þeirra hafa unnið sér ríka hefð. Sem dæmi má nefna stofnheitið Klukka sem hefur verið notað á a.m.k. fjórar há- 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.