Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 75

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags plöntuættkvíslir, eina mosaættkvísl og eina sveppaættkvísl. Árið 1973 var á vegum Lystigarðs Akureyrar byrjað að skrásetja ís- lensk plöntunöfn í prentuðum heim- ildum og vann Þórir Haraldsson kennari það verk í fyrstu. Þetta var gert vegna eindreginna óska frá al- menningi um að plöntur garðsins yrðu merktar íslenskum nöfnum við hlið hinna latnesku. Því varð að búa til mikið af íslenskum plöntuheitum og voru þau tekin jafnóðum irtn í skrána. Þetta var spjaldskrá sem í fyrstu var raðað eftir fræðinöfnum, en síðar var öðru eintaki raðað eftir íslenskum heitum, m.a. hl að forðast tvínefningar. Ólafur Björn Guðmundsson lyfja- fræðingur hafði þá einnig um nokk- urt skeið skráð íslensk nöfn á garð- plöntum á spjaldskrá sem geymd var hjá Garðyrkjufélagi Islands í Reykjavík en hvorugur þessara aðila vissi af skrásetningu hins. Árið 1985 lét Hörður Kristinsson, sem þá var prófessor við Háskóla Is- lands og starfaði á Líffræðistofnun í Reykjavík, endurrita skrá Lysti- garðsins á tölvu og nafntaka nýjar heimildir og naut hann aðstoðar líf- fræðistúdenta við þetta verk. Árið 1988 tók Hörður aftur upp þráðinn á Náttúrufræðistofnun Norðurlands á Akureyri þar sem hann var þá orðinn forstöðumaður. Síðan hefur skráin verið þar til húsa, eða öllu heldur heima hjá Herði því hann hefur mest unnið við þessa skráningu í frístundum. Skráð hafa verið öll íslensk plöntunöfn, sem til hefur náðst, efhr frumsömdum og þýddum plöntubókum á íslensku, sömuleiðis mikið af óbirtum nöfn- um úr safni grasgarðanna á Akur- eyri og í Reykjavík. Þar hafa einnig verið skráð íslensk heih, gömul og ný, á mosum, þörungum, fléttum og sveppum sem mörg eru óbirt. Ein heimild er að jafnaði skráð fyrir hverju nafni sem sýnir hvaðan nafn- ið kom fyrst inn í skrána. Allmargar erlendar tegundir hafa fleiri en eitt íslenskt heih í skránni sem oftast hafa orðið hl vegna þess að þýðendur hafa ekki haft aðgang að neinrd heildarskrá yfir íslensk plöntunöfn. Tegundir eru að jafnaði skráðar efhr því fræðinafni sem not- að er í heimildinni en mörg þeirra hafa breyst og því er mikið um sam- nefni meðal fræðinafnanna. I árslok 2001 innihélt skráin um 17 þúsund færslur með öllum samnefnum. Nýlega var byrjað að setja gild fræðinöfn á tegundimar og velja úr íslensku nöfnunum, þanrdg að eitt hafi forgang, og sameina öll íslensk heih hverrar tegundar í eina færslu með aðalnöfn í einum dálki og sam- nefni í öðmm. Lætur nærri að skráin muni þá minnka um helming. Við er- lendu plöntumar hefur Hörður nohð aðstoðar Dóm Jakobsdóttur, sem hef- ur langa og dýrmæta reynslu við ræktun og uppeldi plantna í Grasa- garði Reykjavíkur. Skráin er þanrdg gerð að raða má henrd jafnt efhr íslenskum heitum sem fræðinöfnum og bæði efhr for- nafni (ættkvíslarheih) og viðumefni fræðiheitanna. Einnig má raða henni hvort sem er efhr fyrri hluta eða seinni hluta (endingum) íslensku nafnanna. Með því að raða eftir síðari (eða síðasta) hluta nafnanna má fá fram skrá yfir öll stofnnöfn (ættkvísla- eða ættaheih) sem notuð hafa verið. Þessi skrá er nú aðgengileg í orða- banka íslenskrar málstöðvar í Reykjavík (Hörður Kristinsson 2001) þar sem hægt verður að halda áfram endurskoðun hennar og bæta í hana nýjum nöfnum. Þeir hlutar sem verða endurskoðaðir verða að líkindum sethr jafnóðum í birtingarhluta orða- bankans þar sem allir geta slegið hon- um upp á Intemetinu. Þá hefur Dóra Jakobsdóttir (2001) að eigin fmmkvæði tekið saman skrá yfir íslensk og erlend ættanöfn há- plantna. Þessi skrá var sett í orða- banka íslenskrar málstöðvar árið 1997 og hefur síðan verið í stöðugri endurskoðun. Hún er aðgengileg á Intemetinu. Loks má geta þess að höfundur þessarar greinar hefur skráð íslensk sveppanöfn, annars vegar þau sem hnnast í prentuðum heimildum fram til 1975 og hins vegar ættkvíslanöfn eða stofnnefni sem hann notar í handriti að Sveppabókinni (2000). Síð- ari skráin er sérstæð að því leyti að í hertni eru aðallega tillögur um nöfn. Afrit af henni er hjá íslenskri mál- stöð. Þakkir Ég vil þakka Ágústi H. Bjamasyni, Dóru Jakobsdóttur, Herði Kristinssyni, Ólafi Birni Guðmundssyni, Áláieiði Ingadóttur (Náttúrufræðistofnun) og Ara Páli Kristinssyni (íslenskri málstöð) fyrir mikilvægar upplýsingar og leiðréttingar á greininni. Heimildir Ágúst H. Bjarnason 1983. íslensk flóra með litmyndum. Eggert Pétursson gerði myndimar. Iðunn, Rvík. 352 bls. Ágúst H. Bjarnason (ritstj.) 1996. Stóra garðabókin. Forlagið, Rvík. 542 bls. Ásgeir Svanbergsson 1982. Tré og mnnar á íslandi. Skógræktarfélag Reykjavíkur. Örn og Örlygur, Rvík. 192 bls. Áskell Löve 1945. íslenzkar jurtir. Munksgaard, Khöfn. 292 bls. Áskell Löve 1970. íslensk ferðaflóra. (Jurtabók AB). Almenna bókafélagið, Rvík. 428 bls. (2. útg., aukin og endurbætt, 1977.) Áskell Löve 1983. Flora of Iceland. Almenna bókafélagið, Rvík. 403 bls. (Ensk útgáfa af undanfarandi bók, með ýmsum breytingum.) Bergþór Jóhannsson 1985. Tillögur um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 1. 36 bls. Bergþór Jóhannsson 1985. Tillögur um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 1. Náttúrufræðistofnun íslands. Reykjavík 1985. Bergþór Jóhannsson 1989-2003. íslenskir mosar í Fjölritum Náttúmfræði- stofnunar nr. 12,13,15,16,19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 29, 33, 34, 36, 38, 41, 42, 43 og 44. Náttúmfræðistofnun íslands. Reykjavík 1989-2003. Bjarni Sæmundsson 1926-1936. íslensk dýr I—III. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík. Björn Halldórsson 1983(1783]. Grasnytjar. Önnur útg. með skýringum. Ak- ureyri. 286 + 58 bls. Blamey, M. & Grey-Wilson, C. 1992. Myndskreytt flóra íslands og Norður- Evrópu. Þýð. Öskar Ingimarsson og Jón O. Edwald. Skjaldborg, Rvík. 544 bls. Dóra Jakobsdóttir. 2001. Ættaskrá háplantna [rafræn útgáfa]. Orðabanki íslenskrar málstöðvar [http://www.ismal.hi.is/ob]. íslensk málstöð, Reykjavík. Eggert Olafsson 1975(1772]. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar um ferðir þeirra á íslandi 1752-1757.1—II. Örn og Orlygur, Rvík. 365 + 296 bls. Eggert Ólafsson 1774. Lachanologia eða Maturtabók. Búin til prentunar af Birni Halldórssyni. Khöfn. 126 bls. 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.