Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 86

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 86
Náttúrufræðingurinn Af hverju er Þingvallavatn svo tært og blátt? Umhverfisþættir skapa margþætt og flókið samspil fyrir framleiðslu á jurtasvifi eins og sjá má á 4. mynd. Jurtasvif er mikið fyrst á vorin, minnkar síðan skyndilega og verður lítið yfir sumarið, en tekur svo smákipp undir haust eða í byrjun september. Þegar ísa leysir á vorin er talsvert af nitri í vatninu. Frumframleiðsla er þá hafin og er mjög mikil meðan enn er ís á vatninu. Ört gengur á nitrið meðan þörungamir eru í blóma. í júní er nitur ekki lengur í mælanlegum styrk og verður það ekki aftur fyrr en undir haust. Nitur hverfur að mestu úr efsta hluta vatnsbolsins um það bil sem vart verður við hitaskil og um sama leyti Miðað við hve tært Þingvallavatn er mætti halda að vatnið væri ófrjósamt, en mælingar sýna þó að framleiðsla á jurtasvifi er mikil, einkum á vorin þegar kísilþömngar em mest áberandi og framleiðnin er mest. Allur hinn lýsti hluti vatnsbolsins tekur þátt í framleiðslunni, allt niður á 25 m dýpi eða meira. Dýpi þar sem mest er framleitt færist neðar eftir því sem líður á, eða frá 5 m í maí til 10 m dýpis í júní. Tvennt veldur mestu um þetta. í fyrsta lagi er bjartast frá maí til júlíloka og eftir því sem birtan eykst færist dýpið þar sem þörangamir fá hæfilegt ljós neðar. í öðm lagi fara kísil- þömngamir að síga niður um leið og dregur úr framleiðslu, þ.e. eftir að hámarksframleiðslu er náð (5. mynd). Á sumrin er lítil framleiðsla. Hvað veldur því? Vatnið er mjög tært sem sést af því að rýni (gegnsæi) er 15 m. Það virðist þverstæðukennt að frumframleiðsla sé lítil þegar birta er í hámarki og vatnshitinn með því hæsta sem hann getur orðið. Skýringin er niturskortur. Aðeins örsmáir þömngar geta þrifist við svo lágan niturstyrk sem getur orðið í vatnsbolnum ofan hitaskila. Um leið og hitaskilin rofna ná kísilþömngar sér aftur á strik. En haustblóminn í jurtasvifinu er hins vegar minni vegna þess að birtan minnkar og tíminn sem hennar nýtur styttist Framleiðslu- hámarkið færist ofar í vatnsbolinn þegar líður á haustið vegna þess að dýpið þar sem birtan er hæfileg færist ofar. minnkar framleiðsla jurtasvifs, eins og t.d. í júní 1979 er það minnkaði um 70% á aðeins þremur dögum. Hitaskilin koma í veg fyrir endumýjun niturs í efri lögum vatnsins yfir sumarmánuðina og frumframleiðslan er þá afar lítil og borin uppi af örsmáum þömngum, einkum gullþömngum sem em lagaðir að því að lifa og tillífa við mun lægri styrk næringarefna en kísilþörungar. Ýmislegt fleira má lesa úr þessari mynd. Tiltölulega lítinn vindstyrk (5 m/s) þarf til að blanda upp vatnið niður að hitaskilum, en meira þarf til að rjúfa skilin. Hér sést mjög skýrt að framleiðslan er minnst þegar hiú og ljósstyrkur er hæstur. 4. mynd. Myndin sýnir niturþurrð og frumframleiðslu. Hér sést sambandið milli framleiðslu á jurtasvifi á hverjum fermetra vatnsins árið um kring (græna línan) og niturs í efstu metrum vatns- bolsins (purpurarauðir stöplar). Hitastig og áhrif vinda á það eru sýnd með rauða línuritinu. Vindar orsaka snöggar breytingar á yfirborðshita og hita- skilum. Eftir að hitaskil hafa rofnað eða veikst eykst m'trat (N03) og jurtasvif nær sér á strik, sbr. græna línuritið. (Úr bókinni Þingvallavatn. Undraheimur í mótun). 5. mynd. Frandeiðsla plöntusvifs í Þingvallavatni frá vori til hausts 1979 (5. maí til 8. október). Hvert línurit sýnir hve mikið plöntusvifið tók upp af kolefni viðkomandi dag og hvernig það dreifist á dýpið. (Úr bókinni Þingvallavatn. Undraheimur í mótun). Niðurstaða framleiðslumælinga er að aukin nitur- mengun hefur bein áhrif á aukna framleiðslu jurtasvifs og gerir vatnið grænt og gmggugt. Til samanburðar er rétt að nefna að í Tahoevatni í Kali- fomíu, sem er 500 km2 að flatarmáli og 505 m djúpt og niturvana, hefur niturmengun sexfaldað fmmframleiðslu á 40 ámm og vatnið hefur gmggast, svo að rýni hefur minnkað um fjórðung. 1.2- so 1,4- CM E - .§ 1,2- E1.0- E '2 - D5 'c 0,8~ «o Jo,6- E 2 ” u_ 0,4- 0,2- NOa-N I -10 20-6 15 -4 10-2 5 -0? je jC m „ I 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.