Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 6
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN varð heimsfrægur jarðfræðingur. Humboldt og hann urðu ævivinir og kom það síðar í þeirra hlut að kollvarpa neptúnismanum og ryðja braut þeirri stefnu, er kallaðist plútónismi, er þeim tókst að færa sönnur á að blágrýtið væri gosmyndun. Kunni Werner þeim litlar þakkir fyrir, en baráttan milli neptúnista og plútónista var sótt af miklu kappi á báða bóga og varaði í marga áratugi. Humboldt náði skjótum frama á sinni nýju braut. Árið 1792, var hann, 23 ára gamall, skipaður yfirmaður alls námareksturs í Franken. Þessu ábyrgðarmikla starfi gegndi hann af frábærum dugnaði í fjögur ár, stórbætti námureksturinn og hafði þó mörg járn önnur í eldinum þessi ár, ferðaðist utanlands og innan í diplómatískum erindum og var tekinn að gerast aðsópsmikill á mörgum sviðum þýzks menningarlífs. Hann sendi frá sér hverja vísindaritgerðina eftir aðra um aðskiljanleg efni, svo sent grasa- fræði, jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði og lífeðlisfræði. Hann um- gekkst á þessunt árum, ásamt Wilhelm bróður sínum, maiga af mestu andans mönnum Þjóðverja, þar á meðal Goethe og Schiller. Humboldt kynntist Schiller í Jena og ræddu þeir margt saman um læknisfræði og lífeðlisfræði, því skáldið hafði í eina tíð stúderað til læknis. Varð þeim vel til vina og voru þeir þó næsta ólíkir, því enda þótt Humboldt fengi stundum að lieyra það á efri árum, að hann væri of rómantískur, var hann í augurn Schillers alltof jarð- bundinn og raunsær, en aftur á móti var margt líkt með honum og Goethe, og tókst með þeim trygg vinátta, þótt alvarlega slettist upp á vinskap þann um hríð, þegar Humboldt tók að prédika plútónism- ann. Goethe var gallharður neptúnisti, svo sem sjá má m. a. af síðari hluta Fausts, en þar víkur hann nokkrum sinnum að þess- ari deilu og fer ómjúklegum orðum um plútónistana og kallar þá grautarhausa og angurgapa. Er talið að sumum þeim háðglósum um plútónistana, sem Goethe leggur Mepliistó í munn, sé beint til Humboldts, enda tók hann þau til sín, en þeir sættust þó aftur, skáldjöfurinn með náttúrufræðiáhugann og náttúrufræðingurinn skáldlegi. Árið 1796 missti Humboldt móður sína og brast þar með sterk- asta bandið, sem batt hann við heimalandið. Tók hann nú að búa sig af meira kappi en áður undir þann rannsóknaleiðangur, sent hann hafði lengi haft í huga, en það var leiðangur til Mið- og Suðui'- Ameríku. Ýmsum getum hefur verið leitt að því, hvers vegna hann

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.