Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 16
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um H'umboldt, sem Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í tilefni af aldarafmæli hans, og sem ég hef mjög stuðzt við, nefnir hann að hann hafi hrifizt af Kosmos á námsárum sínurn. Það mun ekki of- mælt. Mér virðist, að enginn náttúrufræðingur liafi haft meiri áhrif á Þorvald en Humboldt. T. d. eru hin fallegu lokaorð í eftirmála Landfræðisögu íslands hreint bergmál af skoðunum Humboldts. Þess er áður getið, að Humboldt fékk aldrei lokið við Kosmos, enda meir en hálfáttræður, er fyrsta bindið kom út. Þó hélt hann hart nær ótrúlegu starfsþreki til dánardægurs. En hann hafði fjöl- mörgu öðru að sinna. Á síðustu áratugum ævi hans var litið á hann um allan heim sem ókrýndan konung náttúruvísindanna. Hann stóð í bréfaskriftum við urmul vísindamanna og ótal annarra and- ans manna um allan heim, skrifaði ein 2000 bréf á ári, en snilld hans sem bréfritara var viðbrugðið. Hann var málamaður svo af bar, ritaði frönsku jafnvel betur en móðurmálið, talaði og ritaði einnig ensku, spönsku og ítölsku, var ágætlega að sér í grísku og latínu, einnig mæta vel að sér í rússnesku og persnesku og las jafn- vel eitthvað sanskrít. Fróðleiksfýsnin var hans fylgikona til ævi- loka. Hann sótti fyrirlestra í ýmsum greinum fram á níræðisaldur og fylgdist með framvindu vísinda í fjölmörgum greinum og lét fátt mannlegt sér óviðkomandi. Hann var alla ævi mjög frjálslynd- ur í skoðunum, andlegur sonur frönsku byltingarinnar, beitti sér gegn gyðingaofsóknum og þrælahaldi og liafði megna andstyggð á þeim þjóðarrembingi, sem tekinn var að færast í aukana á efri ár- um hans, einnig í hans heimalandi. Heimsfrægð Humboldts á efri árum var með ólíkindum. Ef gerð hefði verið á þeim árum Galluprannsókn um það, meðal mennta- manna í öllum álfum, hver væri mestur þálifandi manna, er iítill vafi á að Humboldt hefði hlotið langflest atkvæði. Þessi hvíthærði kviki en virðulegi öldungur bar í sér öðrum fremur evrópska hámenningu þriggja aldarfjórðunga. Amerískur ferðalangur, sem heimsótti hann, er hann hafði sjö um áttrætt, skrifar um það m. a.: „Þér hafið ferðast víða og séð margar rústir," sagði Humboldt, er hann tók í hönd mér, „nú sjáið þér enn eina rústina." Enga rúst, sagði ég, en mikinn pýramída. Ég tók þá í hönd, sem tekið hafði í hönd Friðriks mikla, í hönd Forsters, sem ferðaðist með Cook, í hönd Klopstocks, Scliillers, Pitts, Napoleons og Jósefínu, marskálka keisaradæmisins, Jeffersons, Hamiltons, Wielands, Herders, Goethes,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.