Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 50
112 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN hagnýtum atriðum í jarðfræði svæðisins. An efa liafa höfundarnir safnað miklum fróðleik, sem þeir treystust ekki til að konta íyrir á kortinu og myndi það mikið auka gildi kortsins ef þeir kæmu honurn á framfæri i íylgiriti. Ég vil hér að lokum ræða nokkuð um eitt fræðilegt atriði, sem kortið gef- ur rangar liugmyndir um. Á jökultímanum (íslausu skeiði) breiddust mikil grágrýtishraun ylir Rcykjavíkursvæðið og víðar. Þessi lög mynda 50—100 m þykka en mikið eydda plötu, sem er berggrunnurinn á svo til öllu Seltjarnar- nesi og víðast nærlendis. Undir grágrýtinu er svo eldra berg og er þar sér í lagi um það að ræða, sem á kortinu er kallað „fornt blágrýti og grágrýti" og táknað er með grænum lit. En slíkir grænir blettir, sem gefa jtá til kynna að eldra bergið gægist fram á yíirborði, eru allvíða á kortinu, Jtar sem Jreir ciga ekki að vera. Tveir grænir blettir eru i Oskjuhlíðinni, sem er algerlega úr yngra grágrýtinu. í Fífuhvammi er grænn blettur, jtar sem ekki sést fast berg, lieldur malarslétta jrakin ræktuðu landi. Þarna gæti græni liturinn tákn- að ræktað land, sem annars er ekki auðkennt á kortinu. Grænir blettir eru ranglega settir: Norðan við Rauðavatn, í Vatnsendaheiði, á 3 stöðum nálægt Hólmsárnafninu og örsmáir grænir blettir og grænar rendur, sem helzt virð- ast vera gallar við litamót, eru víða á grágrýtissvæðinu, jiar sem eldra berg kemur ekki í ljós. Þá cru grænir blettir austur og norður af Miðdal, jrar sem ég tel eiga að sýna ungt grágrýti; en þetta er við jaðar grágrýtissvæðisins og ég hel rekið mig á Jrað, að erfilt getur verið að greina þar ungt grágrýti frá eldra berginu. Lyklafell er sýnt með grænum lit; Það tel ég ekki gert úr eldra berginu. Það er gert úr mjög fersku basalti, nokkuð óreglulegum hraunlögiim með ntiklu gjailívafi og neðst í Jjví er unglegt móberg með kastkúlum (bombum). Sennilega er fellið leifar eldstöðva frá tímum unga grágrýtisins. Ég hef tekið el'tir einstaka bletti á kortinu með ókennilegum lit þar setn táknlitir hafa ef til vill blandast saman. Nefni ég sérstaklega suðausturstrand- ræmu Viðeyjar og blett um 500 m suður af Hafravatni. Loks vil ég benda á það, að líparít iiefur meiri útbreiðslu í Grímmannsfelli en kortið sýnir. Þessi bergtegund myndar þykki lag í norðvesturhorni fellsins. Trausti Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.