Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 þeirra á hafsbotni. Aðrir jarðskjálftar á árinu voru litlir. Árið 1957 fundust mjög litlir jarðskjálftar hér á landi. Árið 1958 fundust talsverðir jarðskjálftar á Norðuidandi 27. september og 6. desember, en ekki svo að tjón hlytist af. Aðrir jarðskjálftar voru litlir. Kunn- ugt er, að jarðskjálftar hafi fundizt einhvers staðar á landinu 6 daga á árinu 1956, 11 daga á árinu 1957 og 9 daga á árinu 1958. Hér verður getið allra þeirra jarðskjálfta, sem vitað er að fundizt hafi á íslandi á umræddu tímabili. 1956. 13. janúar kl. 08 03 fannst mjög vægur jarðskjálfti í Reykjavík og Kópavogi. 2. maí kl. 21 47 fannst greinilegur jarðskjálftakippur á efstu bæjum Borgar- fjarðarhéraðs. 1. júni fundust nokkrir jarðskjálftakippir í Iírísuvík og Reykjavík. Mesti kippurinn kom kl. 09 45 og fannst hann allt austur að Þjórsá neðanverðri og vestur á Keflavíkurflugvöll, en ekki norðar en í Reykjavík, svo frétzt hafi. Styrkleiki hans var IV til V stig í Reykjavík, en VI stig í Krísuvík. 16. júlí kl. 05 53 fannst jarðskjálfti að styrkleika III—IV stig í Grindavík, Krisuvík og Reykjavík. 29. október fundust allmiklir jarðskjálftar á Norðurlandi og virðast upptök þeirra hafa verið skammt norðaustan Grímseyjar. Fyrsti kippurinn kom kl. 12 49 og fannst liann austast á Raufarhöfn, en vestast á Hólum í Hjaltadal. Annar kippur kl. 15 22 fannst allt austur í Hróarstungur og vestur á Skaga. Þriðji kippurinn kom kl. 15 32 og fannst hann austast í Axarfirði, en vestast i Ólafsfirði. Fjórði og mesti kippurinn kom kl. 23 12 og fannst hann austast í Hróarstungum, en vestast í Höfðakaupstað. Styrkleiki þessa kipps virðist hafa verið mestur í Grímsey og á Tjörnesi IV—V stig, en um IV stig á Melrakka- sléttu, Kelduliverfi, Húsavík og nærliggjandi sveitum, víða við Eyjafjörð og i Fljótum í Skagafirði. Styrkleikinn var 111 stig í Vopnafirði, víða um Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslur og í Skagafjarðarsýslu norðan Sauðárkróks. 30. olttóber fundust smáhræringar í Grímsey. 1957. 24. marz kl. 18 33 fannst vægur jarðskjálftakippur í Reykjavík og Hafnarfirði. Þennan dag fundust einnig nokkrir kippir í Krísuvík, þeir snörpustu VI stig. 23. marz fundust nokkrar jarðhræringar i Krisuvík. 26. marz kl. 10 30 fannst talsverður jarðskjálftakippur í Krísuvík. 31. maí til 4. júní fundust ljölmargar jarðliræringar í Reykholti i Borgar- firði og nokkrum bæjum þar í grennd. Snörpustu kippirnir voru IV—V stig að styrkleika, en eftir l'réttum að dæma var svæðið, sem þeir fundust á vart meira en 10 km í þvermál. Þess var getið í sambandi við þessar hræringar, að nokkrar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.