Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 15
N ÁTT ÚRUF RÆÐINGURINN 77 höfundar. Þriðja bindið ijallar einkum um stjamfræði. Það fjórða er hluti af eðlislýsingu jarðar og fjallar m. a. mikið um jarðelda og jarðskjálfta, svo og um jarðsegulmagn. Þekkingu sína á íslenzk- um eldfjöllum, sem ekki er ýkja mikil, hefur Humboldt aðailega frá landa sínum, Sartorius von Waltershausen, sem ferðaðist hér sumarið 1846, í tilefni af hinu nýafstaðna Heklugosi, ásarnt efna- fræðingnum heimsfræga, Robert Bunsen. En Humboldt hefur auð- sæilega reynt að afla sér meiri upplýsinga um þetta eldfjallaland. Varðveitt eru hér á Landsbókasafninu drög til ritgerðar um eldgos á íslandi eftir Finn Magnússon prófesor. Eru þau frá árinu 1846. Þau eru að mestu á þýzku og virðast hafa átt að sendast til Hum- boldts, vafalítið að hans beiðni, en hafa aldrei komizt í hendur hans. Kosmos er ekki að öllu heppnað ritverk. Um það hefur verið sagt með nokkrum rétti, að það væri of lært fyrir leika en of létt fyrir lærða. í því gætir nokkuð þess, sent Humboldt kallaði sjálfur vera höfuðlöst sinn sem vísindalegs rithöfundar — og hann er ekki eini þýzki vísindamaðurinn um þann löst — að verða hástemmdur og fjálglegur. Allt um það hlaut ekkert ritverk Humboldt slíka frægð sem Kosmos og tvö fyrstu bindi þess verður að telja meðal öndvegisrita 19. aldarinnar. Nafn ritverksins, Kosmos, er táknrænt fvrir lífsskoðun Humboldts. Hann leit á alheiminn sem órofa, lög- málsbundna lieild, og hann vildi ekki láta sér nægja minna en yfir- svn yfir alla þá heild og vísindalega innsýn í öll þau lögmál, sem hún lýtur. Hann bar mikla virðingu fyrir staðreyndum og fylgdi í verki því boðorði, sem Kelvin lávarður síðar orðaði svo: Mælið allt sem mælanlegt er og gerið það mælanlegt, sem ekki er það. En allar hans mælingar, öll hans söfnun staðreynda miðaði að því að öðlast heildarsýn. Stærð hans sem vísindamanns var einkum fólg- in í því, hversu fljótur ltann var að öðlast slíka yfirsýn og finna orsakasamhengi milli náttúrufyrirbæra. Hugsjón 1-Iumboldts með Kosrnos var einnig að samræma arf- leifð hins klassíska húmanisma og hugsjóna hans örurn landvinn- ingum raunvísindanna. Trúaður var Humboldt ekki í kirkjuleg- um skilningi, en hann bar djúpa lotningu fyrir mikilleik sköpunar- verksins og fann þann mikilleik jafnt í sólkerfum himnanna sem í hverju einu blaði á blómi jarðar smáu. Kosmos hafði mikil áhrif á marga náttúrufræðinga á síðari helmingi 19. aldar. í ágætri ritgerð

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.